Hoppa yfir valmynd
22. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Íran

Hinn 21. júní s.l. afhenti Stefán Skjaldarson, sendiherra, Ali Mohammad Khatami forseta Írans trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Íran, með aðsetur í Osló.

Í dag afgreiddi ríkisstjórn Írans endanlega heimild til þess að erlend ríki gætu skipað heiðursræðismenn í Íran og verður ræðismaður Íslands í Tehran fyrsti ræðismaður erlends ríkis í Tehran.  Ræðismaður Íslands í Íran hr. Mehdi Moattar hefur barist ötullega fyrir þessum breytingum sem nú verða loksins að veruleika.  



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum