Hoppa yfir valmynd
23. maí 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hækkun atvinnuleysisbóta 1. maí

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí síðastliðinn um tæp 19%. Hækkunin er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika frá 27. febrúar sl. sem gerð var í tengslum við mat á kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði.

Hækkun atvinnuleysisbóta tók gildi með reglugerð sem félags- og jafnréttismálaráðherra staðfesti 23. apríl síðastliðinn og tók gildi 1. maí. Samkvæmt henni hækkaði hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr 358.516 kr. á mánuði í 425.647 kr., miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu. Jafnframt hækkuðu óskertar grunnatvinnuleysisbætur úr 227.417 kr. á mánuði í 270.000 kr. á mánuði. Hækkunin nemur 18,7%.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum