Hoppa yfir valmynd
21. maí 2016 Innviðaráðuneytið

Aðgerðir ríkja til að draga úr mengandi útblæstri vegna samgangna munu skipta sköpum

Frá fundi samgönguráðherra ríkja innan ITF, samtaka um samgöngumál - mynd
Samgönguráðherrar ríkja innan International Transport Forum, alþjóðsamtaka um samgöngumál, lýstu yfir á ráðstefnu sem lauk í Leipzig í Þýskalandi í gær að aðgengilegar, greiðar og efnahagslega sjálfbærar samgöngur væru meðal lykilþátta til að ná markmiðum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári. Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að aðgerðir ríkjanna til að draga úr mengandi útblæstri, nýta tækni og hvetja til aðgengilegra almenningssamgangna muni skipta sköpum til að ná markmiðum um grænar og aðgengilegar samgöngur.

Samgönguráðherrar ríkja innan <em>International Transport Forum</em>, alþjóðsamtaka um samgöngumál, lýstu yfir á ráðstefnu sem lauk í Leipzig í Þýskalandi í gær að aðgengilegar, greiðar og efnahagslega sjálfbærar samgöngur væru meðal lykilþátta til að ná markmiðum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári. Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að aðgerðir ríkjanna til að draga úr mengandi útblæstri, nýta tækni og hvetja til aðgengilegra almenningssamgangna muni skipta sköpum til að ná markmiðum um grænar og aðgengilegar samgöngur.

Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, sat ráðherrahluta fundarins fyrir hönd innanríkisráðherra. Alls eru þátttakendur liðlega eitt þúsund frá 71 ríki. Fram kemur í yfirlýsingu ráðherranna að stöðugt auknir sjóflutningar, aukning í farþega- og fraktflugi og öðrum greinum samgangna kölluðu á aðgerðir stjórnvalda svo og aukið samstarf Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Þá fögnuðu ráðherrarnir verkefnum og ráðgjöf sem ITF hefur staðið fyrir og felst í að aðstoða ríki til að draga úr mengandi útblæstri og auka notkun vistvænna orkugjafa. Einnig kom fram sú ætlun ríkjanna að stuðla að tækniþróun samgönguinnviða til að bæta aðgengi allra hópa að samgöngum og að samræma yrði stefnu í skipulagsmálum varðandi samspil landnýtingar og uppbyggingar mannvirkja.

Brúa þarf bil milli markmiða og aðgerða

José Viegas, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði í upphafi ráðstefnunnar að mikilvægt væri að brúa bilið milli markmiða frá loftslagsráðstefnu SÞ og raunveruleikans og nú yrðu allar greinar samgangna að sýna hvernig unnt væri að draga úr koltvísýringsmengun. Þetta væru metnaðarfull markmið en aðeins á þann hátt væri unnt að ná markinu. Draga verði úr mengun án þess að fórna aðgengi og tækifærum í samgöngum og flutningum enda væru samgöngur undirstaða efnahagslífs þjóða. Hann sagði hlutdeild samgöngugreina í útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna jarðefnaeldsneytis vera 23% og vaxandi ef ekkert yrði að gert. Parísasamkomulagið hefði nú rutt leiðina til að draga úr þessum áhrifum og af þeim sökum hefði ITF hrundið af stað verkefni til að aðstoða ríki við að meta metið kerfisbundið áhrif aðgerða til að draga úr mengun, aðstoða ríki við að hrinda verkefnum í framkvæmd og styðja við slíkar aðgerðir.

Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngumála og flutninga á ráðstefnunni.

Á ráðstefnunni voru fjölmargar málstofur og umræðufundir um ýmsar hliðar allra greina samgangna og flutningamála, meðal annars um vöruflutninga, notkun vistvænnar orku í siglingum, um sjálfakandi bíla, nýtingu hinna ýmsu tegunda eldsneytis og fleira. Þá var fjallað um óvarða vegfarendur, þ.e. gangandi og hjólandi. Þar kom meðal annars fram að ein öruggustu löndin fyrir hjólreiðar eru talin vera Danmörk og Holland og þrátt fyrir mikla umferð hjólandi í þeim ríkjum væri slysatíðni á hjólandi ekki há. Í Þýskalandi bíður einn hjólreiðamaður bana á dag í umferðinni og bent á að áhrifaríkustu aðgerðir til að draga úr slysum á hjólreiðamönnum væri lækkun hámarkshraða í þéttbýli og að geta aðgreint umferð bíla og reiðhjóla. Þá var því varpað fram hvort nokkur lög eða reglur væru jafn oft brotin og umferðarlög og reglur um hámarkshraða. Því væru hegðun og siðferðisviðhorf allra þátttakanda í umferðinni það sem skilaði árangri í slysavörnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum