Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnvænt Ísland: Málþing um lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda

Mennta- og barnamálaráðuneytið, forsætisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um lokaniðurstöður úttektar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á innleiðingu Barnasáttmálans á Íslandi, í samstarfi við barnaréttindavaktina, umboðsmann barna og fulltrúa ýmissa ungmennaráða.

Málþingið fer fram mánudaginn 21. nóvember kl. 12:30–14:30 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi á Íslandi árið 1992 og var lögfestur árið 2013. Á málþinginu verða niðurstöðurnar kynntar og rætt um hvernig nýta megi þær til að gera Ísland að enn betri stað fyrir börn. Dagskrá fylgir hér og að neðan.

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Þátttakendur tilkynni um þátttöku í gegnum viðburðinn á Fésbókarsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum