Hoppa yfir valmynd
3. júní 2005 Innviðaráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna á Höfn í Hornafirði

Dagana 5. til 8. júní 2005 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Höfn í Hornafirði um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni.

Megináherslan verður lögð á gerð og stöðugleika sjávarstranda, hönnun brimvarna- og sjóvarnagarða, sjávarfallaósa og sjávarfallaspár, öldu og brotölduspár og á öryggi sjófarenda einkum er varðar stöðugleika og siglingar skipa í hættulegum öldum.

Að ráðstefnunni standa Hornafjarðarbær, samgönguráðuneytið, Siglingastofnun Íslands og Háskóli Íslands auk prófessors Per Bruun sem lengi hefur fylgst með mannvirkjagerð við strendur Íslands. Ritstjórar erlendra fagtímarita á sviði strandrannsókna taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan verður undir faglegri umsjón Siglingastofnunar Íslands.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands, www.sigling.is og á heimasíðu ráðstefnunnar, http://www.hornafjordur.is/icecoast/ics2005/registration/




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum