Hoppa yfir valmynd
31. mars 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Félag eldri borgara í Hafnarfirði 40 ára

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði fund Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar 40 ára afmælis þess var minnst 25. mars síðastliðinn.

Í ávarpi sínu sagði Jóhanna að Hafnfirðingar hefðu sýnt mikla framsýni með stofnun félagsins fyrir 40 árum og að brennandi áhugi félagsmanna á málefnum aldraðra hefði ekki síst verið drifkrafturinn að uppbyggingu félagslegrar þjónustu aldraðra í bæjarfélaginu. Ráðherra ræddi jafnframt hvaða áherslur hún vildi leggja við uppbyggingu öldrunarþjónustu og sagði meðal annars:

„...ég vil að samþætt og fjölbreytt einstaklingsbundin þjónusta verði byggð upp í hverju sveitarfélagi í þágu eldri borgara og þá jafnvel í mörgum smærri kjörnum innan sveitarfélaga. Ég vil að sveitarfélögin fái tækifæri til að byggja upp þessa þjónustu í nærsamfélaginu. Ég vil sjá nýjar áherslur í öruggri sjálfstæðri búsetu og nýjar áherslur í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Ég vil að þjónusta við aldraða verði í framtíðinni veitt á grundvelli einstaklingsbundinnar þarfar en ekki aldurs í árum talið og ég vil bæta upplýsingaþjónustu við aldraða um þá þjónustu og þau úrræði sem liggja fyrir á hverjum stað á hverjum tíma. Allt eru þetta grundvallaratriði sem ég vil vinna að ásamt mörgu öðru.“

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum