Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2008 Félagsmálaráðuneytið

Réttur til aðildar starfsmanna við samruna félaga

Frumvarpi félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, til laga um aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri hefur verið dreift á Alþingi.

Markmið frumvarpsins er að innleiða reglur til að vernda rétt starfsmanna samrunafélaga til aðildar að ákvörðunum sem varða starfsemi félagsins sem þeir vinna hjá og að viðhalda reglum um aðild starfsmanna sem í gildi eru í þeim félögum sem taka þátt í stofnun samrunafélags.

Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði lög til innleiðingar á efni 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/56/EB frá 26. október 2005, um samruna hlutafélaga yfir landamæri, en tilskipunin var að stórum hluta innleidd hér á landi með lögum nr. 54/2007, um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (millilandasamruni og millilandaskipting). Í þeirri löggjöf er þó ekki að finna ákvæði um aðild starfsmanna við slíkan samruna fyrirtækja og því nauðsynlegt að setja sérstakar reglur um þátttökurétt starfsmanna í því skyni að innleiða 16. gr. tilskipunarinnar sem geymir slík ákvæði.

Tenging frá vef ráðuneytisinsFrumvarp til laga um aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæriEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira