Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

67,5 milljarðar evra í styrki vegna flutninga

Nú er unnið að 36 verkefnum á vegum Markó Póló áætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að gera samgöngukerfi Evrópu umhverfisvænna með því að færa flutninga frá mengandi flutningsmátum yfir á þá sem menga minna, einkum skipaflutninga.

Á árinu 2011 er gert ráð fyrir 67,5 miljarða evra framlagi til verkefnanna. Útboð verða ekki opnuð fyrr en á seinni helmingi ársins 2011.

Miðað er við verkefni í siglingum sem byggjast á nýrri tækni eða koma til með að breyta starfsháttum þannig að dragi verulega úr mengun frá þeim svo sem notkun eldsneytis með litlu brennisteinsinnihaldi. Einnig notkun LNG-knúinna skipa og þróun tækni til að hreinsa óæskileg efni úr útblæstri skipa. Önnur verkefni fá ekki styrk á þessu ári.

Þá verða verkefni styrkt sem miða að flutningar færist af vegum á skipgengar vatnaleiðir. Einnig verða verkefni styrkt sem miða að því að til dæmis sé hægt að skipta um flutningamáta á miðri leið, þannig að flutningabílar geti til dæmis fært farm sinn á skip eða járnbrautir.

Um þetta má lesa í 4180-hefti Europolitics

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira