Hoppa yfir valmynd
18. maí 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

Helstu breytingar frumvarpsins fela í sér breytta tilgangsgrein laganna, hlutverk Ferðamálastofu er uppfært, breytta skipan Ferðamálaráðs, breytingar á skilyrðum leyfisveitinga, nýmæli um skyldu ferðaþjónustuaðila til að setja sér öryggisáætlanir og heimild Ferðamálastofu til að leggja dagsektir á aðila sem brjóta gegn ákvörðunum stofnunarinnar.

Frumvarpið er liður í yfirferð og endurskoðun ráðuneytisins á stjórnsýslu ferðamála og starfsskilyrðum aðila í ferðaþjónustu. Frumvarpið er fyrsta skref í þeirri yfirferð og því lagðar til afmarkaðar breytingar að svo stöddu. Áfram verður unnið að endurskoðun málaflokksins í ljósi mikils fjölda ferðamanna og vaxandi mikilvægi málaflokksins í atvinnulífinu. Frekari breytingar eru því á döfinni á næstunni sem fela m.a. í sér innleiðingu á nýrri tilskipun um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin eru til og með 25. maí nk. Umsagnir óskast sendar á netfangið [email protected] eða í bréfpósti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið SÞ: 13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum