Hoppa yfir valmynd
18. júní 2017 Utanríkisráðuneytið

Fulltrúi Íslands forseti aðildarríkjafundar hafréttarsamnings SÞ

Helga Hauksdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. - mynd
Helga Hauksdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu í utanríkisráðuneytinu, var kosin forseti 27. aðildarríkjafundar hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var í höfuðstöðvum SÞ í síðustu viku. Á þeim tæpa aldarfjórðungi sem liðinn er frá gildistöku hafréttarsamningsins, hafa aðeins fjórar konur gegnt stöðunni.

Á fundinum var m.a. fjallað um starf landgrunnsnefndar SÞ, starf og fjármál hafréttardómstólsins og önnur málefni sem tengjast hafréttarsamningnum. Þá var kosið til tveggja stofnana sem starfa á grundvelli ákvæða hafréttarsamningsins, landgrunnsnefndarinnar og hafréttardómstólsins. 

Sendinefnd Íslands á aðildarríkjafundinum lagði í ávörpum sínum áherslu á mikilvægi þess að nefndin vandi til verka í niðurstöðum sínum, tillögum nefndarinnar fylgi rökstuðningur og nefndin byggi þær á þeim vísindalegu gögnum sem lögð eru fyrir hana, enda fjalli hún um afar mikilvæga hagsmuni strandríkja. Ennfremur að tryggja verði landgrunnsnefndinni viðunandi vinnuaðstæður til að hún geti sinnt sínu mikilvæga starfi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum