Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2003 Utanríkisráðuneytið

Stækkunarsamningur EES undirritaður í Vaduz í dag

Nr. 132


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Samningurinn um stækkun EES var undirritaður í dag, 11. nóvember, kl. 12 að íslenskum tíma, í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ásamt Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs og Ernst Walch, utanríkisráðherra Liechtenstein undirrituðu samninginn fyrir hönd EFTA-ríkjanna innan EES. Fyrir hönd Evrópusambandsins vottaði sendiherra Ítalíu í Liechtenstein samninginn en Ítalía gegnir nú formennsku í ESB. Fastafulltrúi Ítalíu í Brussel mun svo skrifa endanlega undir samninginn nú síðdegis.

Að undirritun lokinni tekur við fullgildingarferli en stækkunarsamning EES þarf að fullgilda í öllum núverandi og tilvonandi aðildarríkjum Evrópusambandsins til þess að hann öðlist gildi á sama tíma og stækkunarsamningur ESB eða þann 1. maí n.k. Ljóst er að mikið starf er fyrir höndum hjá íslenska utanríkisráðuneytinu við að fylgja þeim málum eftir. Í flestum ríkjanna er stækkunarsamningur ESB þegar kominn í þinglega meðferð og í mörgum ESB ríkjum þarf tímafreka meðferð þjóðþinga til að ljúka slíkri fullgildingu.

Frumvarp til laga vegna breytinga á EES-samningnum verður lagt fyrir Alþingi í lok nóvember.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. nóvember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum