Hoppa yfir valmynd
3. júní 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Alþjóðavinnumálaþingið haldið í 104. sinn

Íslensku fulltrúarnir á þinginu
Íslensku fulltrúarnir á þinginu

Alþjóðlegur vinnumarkaður í ljósi loftslagsbreytinga er meðal umfjöllunarefna 104. þings Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem sett var í Þjóðabandalagshöllinni í Genf síðastliðinn mánudag. Helstu markmið stofnunarinnar eru að styrkja atvinnuréttindi fólks, hvetja til sæmandi atvinnutækifæra, auka félagslega vernd og vera vettvangur umræðu um vinnumál.

Helstu viðfangsefni þjóða heims á sviði vinnumála varða réttlæti, sjálfbærni, öryggi fólks og hreyfanleika vinnuafls, sagði framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, Guy Ryder, meðal annars í ávarpi sínu við setningu þingsins, þar sem sæti eiga um um 4.000 fulltrúar ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks frá 186 aðildarríkjum taka þátt í þinginu. Um 201 milljón jarðarbúa var án atvinnu árið 2014, sem er um 30 milljónum fleiri en fyrir upphaf efnahagskreppunnar 2008. Að auki þarf að skapa atvinnutækifæri fyrir um 40 milljónir manna sem árlega koma inn á vinnumarkaðinn. Áskoranir á sviði vinnumála eru því miklar.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þingsetninguna. Á henni eru frá vinstri: Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu, Martin Eyjólfsson, sendiherra gagnvart alþjóðastofnunum í Genf, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Samtökum atvinnulífsins, og Magnús Norðdahl, Alþýðusambandi Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum