Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2009 Dómsmálaráðuneytið

Nefnd fer yfir lög og reglur um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl., og alþjóðlegra skuldbindinga.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl., og alþjóðlegra skuldbindinga.

Björg Thorarensen, prófessor við HÍ, mun leiða starf nefndarinnar og aðrir sem eiga sæti í henni eru Trausti Fannar Valsson, lektor við HÍ, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við HÍ, Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða Krossi Íslands, og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. júní næstkomandi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
15. apríl 2009



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum