Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2017 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit.

Með reglugerðinni er m.a. lögð áhersla tæknilegar kröfur varðandi eldvarnir sem og fyrirbyggjandi aðgerðir og fyrirkomulag og framkvæmd eldvarnaeftirlits almennt. Þá er það einnig markmið að einfalda og samræma regluverk á þessu sviði. Reglugerðin mun koma í stað reglugerða um eigið eldvarnaeftirlit eigenda og forráðamanna með brunavörnum í atvinnuhúsnæði og reglugerð um eldvarnaeftirlit sveitarfélaga með atvinnuhúsnæði sem tekið hefur verið í notkun.

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 10. febrúar nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum