Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Boð til ÖSE um eftirlit með þingkosningum

Fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, í Vín, bauð stofnuninni í dag að hafa eftirlit með kosningunum sem áætlaðar eru hér á landi í vor. Öll þátttökuríki ÖSE eru skuldbundin til að bjóða stofnuninni að hafa eftirlit með þing- og forsetakosningum.

Ekki liggur fyrir hvort ÖSE mun þekkjast boðið, en íslensk stjórnvöld munu staðfesta kjördag, sem nú er áætlaður 25. apríl, um leið og formlega hefur verið boðað til kosninga.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum