Hoppa yfir valmynd
12. desember 2002 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur EFTA í Interlaken

Nr. 136

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ráðherrafundur EFTA í Interlaken


Í dag var haldinn ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Sviss. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, sat fundinn fyrir hönd Íslands í fjarveru utanríkisráðherra. Hann stýrði fundinum þegar fjallað var um samskipti EFTA ríkjanna við Evrópusambandið. Ráðherrarnir fjölluðu um gang mála í yfirstandandi fríverslunarviðræðum og stefnu EFTA við val á samningsaðilum í framtíðinni. Eftir fundinn undirrituðu ráðherrarnir og utanríkisráðherra Alsír yfirlýsingu um samstarf í viðskiptum.

Fríverslunarsamningunum fækkar verulega á næsta ári við aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu. EES samningurinn tekur þá við hlutverki fríverslunarsamninganna. Ráðuneytisstjóri fagnaði því hversu vel aðildarviðræðurnar milli umsóknarríkjanna og ESB ganga og lagði áherslu á mikilvægi komandi samningaviðræðna um aðild þessara ríkja að EES. Jafnframt lýsti hann yfir óánægju með ósanngjarnar og óraunhæfar kröfur framkvæmdastjórnar ESB um fjárframlög EFTA ríkjanna.

Ráðherrarnir héldu fundi með þingmannanefnd EFTA og ráðgjafarnefnd EFTA þar sem málefni EFTA og EES-samstarfsins eru rædd, auk þróunarinnar í Evrópu almennt.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning EFTA frá fundinum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. desember 2002.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum