Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2002 Matvælaráðuneytið

Byggðamál - Byggðaáætlun

Tillaga til þingsályktunar
um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005
(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001-2002)


Sjá einnig: Fréttatilkynning

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd stefnumótandi áætlunar um byggðamál fyrir árin 2002-2005. Meginmarkmið áætlunarinnar verði eftirfarandi:

· Að draga úr mismun sem er í lífskjörum og afkomumöguleikum fólks milli byggðarlaga í landinu og skapa íbúum á landsbyggðinni sem hagstæðust búsetuskilyrði.

· Að aðstoða byggðarlög á landsbyggðinni við að laga sig að örri sam-félags-þróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum með því að efla sveitarfélögin, veita markvissan stuðning við atvinnuþróun, menntun, trausta samfélags-þjónustu og uppbyggingu grunngerðar.

· Að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og bestu möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu.

· Að auðvelda byggðum landsins að rækta menningu sína, auðga með því þjóðlífið og skapa fjölbreytilegri kosti fyrir borgarana í búsetu og lífstíl. Í því felst m.a. að stuðla að varðveislu byggðar sem á sér rótgróna sögu og hefur menningarsögulegt gildi, svo og að virða tengsl fólks í fámennum byggðarlög-um við átthaga sína með því að gera þeim kleift að búa þar áfram.

· Að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi, jöfnun starfsskilyrða og að fyrirtæki á landsbyggðinni geti nýtt atvinnukosti sína sem best með sjálfbæra nýtingu auðlinda og góða umgengni um náttúru landsins að leiðarljósi.


Lagt er til að aðgerðir sem beitt verður til að ná fram meginmarkmiðum áætlunarinnar byggi á eftirtöldum fimm meginstoðum:

1. Traust og fjölbreytt atvinnulíf
Starfsskilyrði atvinnuveganna eru nokkuð mismunandi eftir byggðarlögum og lands-hlutum. Mikilvægt er að byggðarlögum og fyrirtækjum á landsbyggðinni sé sköpuð aðstaða til að nýta atvinnukosti sína sem best, að starfsskilyrði fyrirtækja séu sem jöfnust og að til staðar sé öflugt stuðningskerfi fyrir fyrirtæki og fólk sem er að byggja upp atvinnu-rekstur. Stuðla þarf að fjölbreytni í atvinnulífi með aukinni þekkingu og nýsköpun í hefðbundnum greinum og nýjum atvinnugreinum og með því móti fjölga sérhæfðum störfum. Þá er nauðsynlegt að stefna stjórnvalda í atvinnugreinum sem eru þýðingarmiklar á lands-byggðinni, svo sem landbúnaði og sjávarútvegi, dragi ekki úr nýliðun, frumkvæði og fjárfestingum í fámennum byggðarlögum, þar sem fárra annarra atvinnu-kosta er völ.

2. Öflug byggðarlög
Byggðarlögin og sveitarfélögin marka umgjörðina um daglegt líf og athafnir fólks og eru vettvangur íbúanna til samstarfs og sameiginlegra ákvarðana um staðbundna upp-bygg-ingu, samfélagsþjónustu og hagsmunamál sín. Kröfur fólks til heimabyggðar sinnar eru sífellt að aukast hvað varðar atvinnukosti, samgöngur, fjölbreytni í þjón-ustu, menningu, afþreyingu o.fl. Æ vandasamara er fyrir byggðarlög á landsbyggð-inni að uppfylla þær kröfur sem fólk gerir nú á tímum. Því er mikilvægt að treysta þær meginstoðir samfélagsins sem eru byggðarlögin og sveitar-félögin sem fólkið býr í og tryggja þeim tekjur til að standa undir nauðsynlegum verkefnum. Staða atvinnulífs og fjölbreytni þjónustu í einstökum byggðarlögum, ásamt framtíðar-horfum, hafa afgerandi áhrif á það hvar fólk kýs að búa.

3. Aukin þekking og hæfni
Aukin þekking og hæfni fólks á ýmsum sviðum er undirstaða þess að byggð og atvinnu-líf á landsbyggðinni geti eflst og dafnað. Kröfur atvinnulífsins um menntun og þekkingu starfsfólks eru sífellt að aukast, svo og kröfur til atvinnurekenda. Mennt-un íbúa á landsbyggðinni er almennt lakari en á höfuð---borgarsvæðinu. Mikil-vægt er að draga úr þessum mismun með fjölgun starfa og auknum viðskiptatækifær-um fyrir sérhæft og menntað fólk, jafnframt því að vinna markvisst að eflingu mennt-unar á landsbyggð-inni. Megin-markmið menntakerfisins er að börn og ungmenni hvar sem er á landinu hafi sambærilega möguleika til menntunar og þroska, og að fólk búi ekki við lakari mennt-unarskilyrði vegna búsetu.

4. Bættar samgöngur
Góðar samgöngur eru algjör nauðsyn fyrir fólk og fyrirtæki og grundvöllur traustrar byggðar í landinu. Fólk sættir sig almennt ekki lengur við að búa í byggðarlögum sem ekki búa við greiðar og nokkuð öruggar samgöng-ur og nútímalegur atvinnu-rekstur þrífst ekki án góðra samgangna. Lögð hefur verið fram 12 ára samgönguáætlun um áframhaldandi uppbyggingu samgöngukerfisins. Til að stuðla að góðum búsetu-skilyrðum og starfs-skilyrðum atvinnulífs á landsbyggðinni er lögð áhersla á áfram-haldandi uppbyggingu vegakerfisins og að jarðgangagerð verði hraðað, m.a. með því að taka upp vegtolla í meira mæli en verið hefur. Þá þarf að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu vega að fjölsóttum ferðamannastöðum og innan þjóðgarða og friðlýstra svæða.

5. Áhersla á sjálfbæra þróun
Byggðin, atvinnulífið og náttúrlegt umhverfi eru ekki andstæður heldur samverkandi þættir. Sjálfbær þróun miðar að því að samþætta efnahagsleg, félagsleg og umhverfis-leg markmið. Markmið sjálfbærrar þróunar og byggðastefnu eru mörg þau sömu. Lögð er áhersla á að opinberar aðgerðir sem ætlað er að efla atvinnulíf og að treysta byggð í landinu stuðli jafnframt að sjálfbærri þróun samfélagsins.

Lagt er til að ný byggðastefna taki til 12 stefnumarkandi áherslusviða sem myndi megininntak hennar. Auk þess eru nokkrir mála-flokkar, sem miklu máli skipta fyrir byggðaþróun í landinu, en eru á ábyrgð einstakra fagráðuneyta og bundnir stefnu-mörkun og áætlanagerð á þeirra vegum, sem ekki þykir ástæða til að taka sérstaklega upp í stefnumótandi byggðaáætlun að þessu sinni. Það eru heilbrigðismál, húsnæðis-mál og orkumál.

Lagt er til að í stefnumótandi áætlun um byggðamál fyrir árin 2002-2005 verði eftir-farandi 12 stefnu-markandi áherslusvið:

· Nýting sóknarfæra í atvinnulífi.
· Markvisst þróunarstarf í öllum landshlutum.
· Skilvirkt stuðningskerfi atvinnulífs.
· Stefnumótun innan atvinnugreina með framleiðslustýringu.
· Efling sveitarfélaga.
· Búsetuskilyrði.
· Starfsskilyrði atvinnuveganna.
· Mikilvægi menningar.
· Efling Akureyrar sem byggðakjarna fyrir Norður- og Austurland.
· Bættar samgöngur.
· Greiður aðgangur að fjarskipta- og upplýsingatækni.
· Aukið alþjóðlegt samstarf.


1. Nýting sóknarfæra í atvinnulífi
Sóknarfæri landsbyggðarinnar í atvinnumálum virðast liggja helst á eftirfarandi sviðum, (stafrófsröð): ferðaþjónusta, fiskeldi, líftækni, menningarstarfsemi, mennta- og rannsóknastofn-anir, nýjar búgreinar, opinber þjónusta og orkufrekur iðnaður. Mikilvægt er að sköpuð verði góð starfs-skilyrði og stutt eftir megni við uppbyggingu þessara greina, svo fyrirtæki og fólk í atvinnurekstri geti nýtt vel þessi sóknarfæri og aðra möguleika sem kunna að skapast:

q Ferðaþjónusta.
Þjónusta við ferðamenn er vaxandi atvinnugrein. Hún hefur byggst á tveimur megin-stoðum, íslenskri náttúru og menningu, svo og mikilli þekkingu atvinnu-rekenda og starfsfólks í ferðaþjónustu. Bylting í vegasam-göng-um, bætt gisti- og veitingaþjón-usta, fjölgun sumarhúsa (sem mörg eru nýtt allt árið) og aukið fram-boð á hvers kyns afþreyingu og menningarstarf-semi eru þættir sem hafa stutt þessa þróun, auk bættra lífskjara í Evrópu og Norður-Ameríku, þaðan sem flestir erlend-ir ferðamenn koma. Uppbygging greinarinnar á landsbyggðinni hefur takmarkast nokkuð af því hversu árstíða-bundin hún er og rekstrarerfiðleikar hafa hrjáð sum fyrirtæki í greininni. Þrátt fyrir þetta eru miklir vaxtar-mögu-leikar í ferðaþjónustu sem nýta þarf sem best. Búist er við verulegri aukningu erlendra ferðamanna hingað til lands á næstu árum, auk þess sem ferðir Íslendinga innanlands aukast stöðugt. Lykillinn að velgengni í ferðaþjónustu er aukin menntun og stöðug þjálfun þeirra sem starfa í greininni. Við stefnumótun í ferðaþjónustu þarf að leggja áherslu á sérkenni hvers landshluta og skipuleggja vaxtarsvæði.

q Fiskeldi.
Fiskeldi í heiminum hefur vaxið um 10% á ári síðustu árin á meðan veiddur afli úr sjó og ferskvatni hefur staðið í stað. Árið 1999 kom þriðjungur alls fisks í heim-in-um sem ætlaður var til manneldis úr fiskeldi. Fyrirsjáanlegt er að eftirspurn eftir sjávarafurð-um muni aukast í framtíðinni og þeirri eftir-spurn verður aðeins svarað með auknu fiskeldi. Ef svo heldur fram sem horfir mun meiri hluti fisks til mann-eldis koma frá fiskeldi fyrir árið 2030. Íslendingar hafa mikla möguleika á því að taka þátt í þessari þróun vegna sterkrar stöðu á alþjóð-legum mörkuðum fyrir sjávarafurðir, mikillar þekk-ingar á framleiðslu fiskafurða og ágætra skilyrða til fiskeldis hér á landi. Mikil sóknarfæri eru til þess að byggja upp margs konar fiskeldi víða um land vegna hagstæðra náttúrulegra skilyrða og vegna þess að fiskeldi fellur mjög vel að atvinnu-umhverfi í dreifbýli. Fisk-eldi er því atvinnugrein hinna dreifðu byggða. Jafnframt krefst þessi atvinnuvegur mikillar þekk-ingar, rann-sókna, markaðsstarfs, fjármagns og alþjóðlegs samstarfs sem verður til þess að fjölga sérhæfðum störfum á landsbyggð-inni.

q Líftækni.
Notkun lífvera og aðferða sem hafa þróast með líffræðilegum rannsóknum hafa lengi tíðkast í iðnaði. Má þar nefna brauðgerð, ostagerð og víngerð. Líftækni hefur hins vegar þróast mjög ört undanfarin ár og verið hagnýtt í auknum mæli m.a. við lyfja-gerð, nýtingu á lífrænum úrgangi úr landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi og hitakær-um örverum, svo og í þekkingargreinum eins og erfðafræði. Spáð er mjög örum vexti líftæknifyrirtækja í heiminum á næstu árum. Hagnýting líftækni byggist á mikilli þekkingu þess fólks sem við hana starfar, og krefst þar að auki mikils fjármagns og rannsókna. Líf-tækni--fyrirtæki hafa vaxið ört á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Telja verður að nokkrir möguleikar séu til uppbyggingar líftæknifyrirtækja á lands-byggðinni en til þess að svo megi verða þarf öflugar rannsóknir, öfluga fjárfesta og vel menntað starfsfólk

q Menningarstarfsemi.
Þróun í þessum atvinnuvegi er ör og vegur hans fer vaxandi, þ.e. störfum fjölgar og velta eykst. Hlutur fjölmiðlunar og menningar í landsframleiðslu er yfir 2% og ársverk á bilinu 3.500-4.000. Undanfarin ár hefur íslensk menning notið vaxandi athygli á alþjóðlegum vettvangi og á það jafnt við um dægurmenningu svo sem kvik-myndir og popptónlist, miðalda-menningu okkar svo sem sagnahefðina, og íslenskar nútímabókmenntir og samtímalist. Á landsbyggðinni er að finna menningar-minjar og sögu-lega arfleifð sem á komandi áratugum verður að varð-veita, rann-saka og kynna, þannig að úr verði menningarverðmæti. Í menn-ingar-arfinum felast því mikil tækifæri til atvinnu- og listsköpunar, sem skipa munu æ stærri sess á komandi árum, ekki síst með hliðsjón af menningartengdri ferðaþjón-ustu og útflutningi íslenskrar menningar. Mikilvægt er í þessu sambandi að efla kennslu í list-greinum á landsbyggðinni og byggja upp góða aðstöðu fyrir listsýn-ingar og listviðburði, svo og að efla starfsemi þeirra safna sem fyrir eru.

q Mennta- og rannsóknastofnanir.
Uppbygging menntastofnana á framhaldsskóla- og háskóla---stigi er þýðingarmikill hluti byggðastefnu stjórnvalda. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu fram-haldsskóla í landinu og miða við það að sem flest ungmenni geti sótt skóla dag-lega frá heimili sínu, a.m.k. til 18 ára aldurs. Einnig er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem eru til að byggja upp mennta-stofnanir er þjóna öllu landinu á þétt-býlissvæðum eins og t.d. Akur-eyri. Með samþykkt nýrra laga um búnaðarfræðslu árið 1999 og stofnun og stofnun landbúnaðarháskóla á Hvanneyri var stigið mikilvægt skref til eflingar búnaðarmenntunar og rannsókna og fræðastarfa á sviði landbúnaðar. Mikilvægt er að efla starf landbúnaðarháskólans m.a. með samstarfsverkefnum við erlendar systurstofnanir, og innlenda háskóla. Skoða þarf valkosti varðandi rekstrarform minni skóla á háskólastigi sem staðsettir eru á landsbyggðinni til þess að tryggja betur möguleika þeirra til að vaxa í nýju starfsumhverfi og ráða starfsfólk á breyttum forsendum. Starfsemi þeirra byggist orðið mikið á öðrum verk-efnum en hefðbund-inni kennslu, m.a. námskeiðum, símennt-un, fjarkennslu, þátttöku í evrópuverkefn-um, rann-sóknar- og þróunarstarfi í samstarfi við atvinnulífið, ráð-gjöf og sölu á sérfræði-þekk-ingu.

q Nýjar búgreinar.
Vaxtarmöguleikar í hefðbundnum búgreinum eru almennt mjög takmarkaðir og innan þeirra er frekari hagræðing og fækkun starfa fyrir-sjáanleg. Ýmsir mögu-leikar hafa komið fram á síðustu árum í nýjum búgrein-um sem stunda má á bújörðum þótt hefðbundinni framleiðslu sé hætt eða stunda má til hliðar við hefðbundna framleiðslu. Má þar nefna ferða-þjónustu , raforkuframleiðslu, skógrækt, lífræna framleiðslu, loð-dýrarækt, smáiðnað og bleikju-eldi. Þessar greinar geta einnig hentað sem stuðningsgreinar við hefðbundna framleiðslu s.s. sauðfjárrækt og hrossarækt sem að stórum hluta eru nú stundaðar sem hiðarstarf með annari ativnnu. Hagnýting þessara atvinnu-kosta krefst bæði þekkingar og fjármagns og er mikilvægt að bændur verði áfram studdir til að hasla sér völl í nýjum grein-um.


q Opinber þjónusta.
Í mörgum nágrannalöndum hefur verið tekið tillit til byggða-sjónarmiða við upp-byggingu opinberrar þjónustu. Þannig hefur stofnunum sem þjóna öllu land-inu verið valinn staður annars staðar en í höfuð-borginni. Þessari aðferð þarf að beita í meira mæli en gert hefur verið hér á landi. Í því sambandi er mikilvægt að horfa fyrst og fremst á helstu byggðakjarna á landsbyggðinni. Þetta má gera t.d. með eflingu þeirra stofn-ana sem fyrir eru og í tengslum við endurskipulagn-ingu stofnana, við stofnun nýrra stofn-ana, með flutningi verkefna frá opinberum aðilum til fyrirtækja og hugs-anlega með flutningi stofnana. Lögð er áhersla á að störfum og verkefn-um í opin-berri þjónustu verði fjölgað utan höfuðborgarsvæðis-ins með mark-vissu átaki næstu árin og að við hagræðingaraðgerðir í opinberum rekstri, sem m.a. leiða til fækkunar starfa í útibúum og svæðisskrifstofum, verði þess gætt að byggja þar í staðinn upp starfsemi sem þjónar öllu landinu.


q Orkufrekur iðnaður.
Landið er auðugt af orkulindum og býr því yfir ýmsum tækifærum til frekari upp-byggingar orkufreks iðnaðar. Almennt er góð reynsla af þeim orkufreka iðnaði sem nú þegar er í landinu. Frekari uppbygging orkufreks iðnaðar er mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Ýmis áform eru uppi um verkefni á þessu sviði, t.d. um byggingu álvers og virkjana á Austur-landi, stækkun álvers á Grundar-tanga og í Straumsvík. Þá er á vegum iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í samvinnu við heimamenn unnið að athugun á stóriðjukostum á Norð-Austurlandi. Mikilvægt er að unnið verði áfram að uppbygg-ingu orkufreks iðnaðar í landinu í samræmi við meginhugmyndir um sjálfbæra þróun.



2. Markvisst þróunarstarf í öllum landshlutum
Mikilvægt er að innleiða nýja hugsun í byggðaþróunarstarfi um allt land. Til þess að þróunar-starf sé árangursríkt þarf það að tengja saman sem flesta þætti samfélagsins, svo sem atvinnulíf, menntun og þekkingu, samfélagslega þjónustu, fjarskipti, orkumál og samgöngur. Þá er mikilvægt að forystuhlutverk í þróunarstarfi sé í höndum heima-manna á hverju svæði, en að jafnframt sé til staðar á landsvísu aðili sem vinnur að samræmingu, veitir faglegan stuðning, hefur forystu um alþjóðlegt samstarf í byggða-málum og skipuleggur fjármögnun starfseminnar af hálfu ríkisins.

Einnig má benda á að margbrotið stoðkerfi atvinnulífsins, sem hefur verið nokkuð fastbundið atvinnu-greinum, þ.e. landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu, og rígbundin verkaskipting milli ráðuneyta, hefur hamlað viðleitni hins opinbera til að styðja nýsköpun í atvinnulífinu. Atvinnugreinar eins og líftækni, hugbúnaðargerð, fiskeldi og ferða-þjónusta falla ekki vel að þessari skiptingu milli ráðuneyta. Í mörg-um nágrannalöndunum er þessi skipting milli atvinnu-greina að hverfa í stuðnings-kerfum hins opinbera. Má í því sambandi benda á Noreg, Skotland, Írland og Nýfundnaland.

Nauðsynlegt er að endurskipuleggja allt þróunarstarf á landsbyggðinni með það að markmiði að gera það skilvirkara, þ.e. að þeir fjármunir sem til þess fara verði nýttir betur og að árangur hvað nýsköpun í atvinnulífinu varðar verði meiri. Í því sambandi verði haft að leiðarljósi að sameina krafta þeirra opinberu aðila og félaga sem vinna að nýsköpun og eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Áhersla verði lögð á að örva frumkvæði og þróun nýrra viðskiptahugmynda er geti orðið til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífi. Sérstök áhersla verði lögð á ný atvinnutækifæri í minni byggðarlögum þar sem atvinnulíf er einhæft.

Lögð er áhersla á að árangur af starfsemi þessari byggist á því að tryggt verði nægi-legt fjármagn til að hún geti staðið fyrir og tekið þátt í margvíslegum samstarfs-verk-efnum í samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, háskóla, svæðisbundin félögin og aðra.

3. Skilvirkt stuðningskerfi atvinnulífs
Opinberir sjóðir sem veita lán eða fjárhagslegan stuðning til upp-byggingar atvinnulífs á landsbyggðinni eru Byggðastofnun, Ferða-málasjóður, Framleiðni-sjóður landbúnaðarins, Lánasjóður landbúnaðarins og Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsins, auk þess sem átak til atvinnusköpunar í iðnaðarráðuneytinu er af hliðstæðum toga. Fjár-hags-legur styrkur hvers og eins er ekki nægur og sumir þeirra eru of bundnir atvinnu-grein-um. Mikilvægt er að Byggðastofnun hafi forystu um að auka samvinnu og samstarf þeirra opinberu sjóða sem vinna að eflingu atvinnu-lífs á landsbyggðinni.

4. Stefnumótun innan atvinnugreina með framleiðslustýringu
Stefnumörkun hins opinbera í málefnum atvinnugreina hefur töluverð áhrif á byggða-þróun í landinu, einkum í sjávarútvegi, sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Við þá stefnumörkun þarf sérstaklega að taka tillit til fámennra byggða sem eiga í vök að verjast og byggja afkomu sína á útgerð smábáta eða sauðfjárrækt.


q Landbúnaður.
Stjórn landbúnaðarmála í sauðfjárrækt og mjólkurfram-leiðslu byggir í megin atriðum á samningum til nokkurra ára í senn milli ríkisins og bænda um stuðning ríkisins við framleiðslu tiltekins magns afurða fyrir innlendan markað. Framleiðsla umfram það er að mestu flutt úr landi á ábyrgð bænda sjálfra. Stefnumörkun í málefnum þessara greina er einnig fólgin í samningi ríkisins og samtaka bænda um framlög ríkisins samkvæmt búnaðarlögum til leiðbeiningarstarfsemi og þróunarverkefna á sviði jarðabóta og búfjárræktar og til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vegna atvinnuuppbyggingar í sveitum og verkefna sem stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði. Stuðningur ríkisins samkvæmt framangreindum samningum mun í framtíðinni í auknum mæli mótast af alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að og skilgreiningu þeirra á fyrirkomulagi styrkja. Vegna framleiðslutakmarkana í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt og lágs verðs fyrir framleiðslu umfram kvóta hafa margir bændur ekki séð sér hag í því að fullnýta framleiðslugetu búa sinna. Í mjólkurframleiðslu hefur framseljanlegur framleiðsluréttur þó leitt til þess að einingarnar hafa stækkað og hægræðing aukist.

Slíkan hvata til hagræðingar hefur vantað í sauðfjárframleiðslunni. Þegar sauðfjárgreiðslumark verður framseljanlegt, væntanlega í lok ársins 2002, er líklegt að sauðfjárrækt eflist í þeim héruðum þar sem landkostir henta best til slíkrar framleiðslu.

q Sjávarútvegur.
Sjávarútvegur er langmikilvægasta atvinnugrein landsbyggðarinnar. Samkvæmt lögum beinist stjórn fiskveiða í meginatriðum að þremur markmiðum, þ.e. að vernda fiski-stofnana, að stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Brýnt er fyrir útgerðarfyrirtækin og útgerðarstaðina að stöðugleiki ríki í stjórn fiskveiða og ekki sé sífellt verið að breyta reglunum. Huga þarf að stöðu nokkurra fámennra byggðarlaga sem eru háð útgerð smábáta og við-kvæm eru fyrir áhrifum af flutningi aflamarks milli byggð-ar-laga. Við endur-skoðun á stjórnkerfi fisk-veiða er mikilvægt að tryggja þessum byggðarlögum áfram aðgang að afla-marki sem hefur verið til ráð-stöf-unar fyrir staðbundna útgerð og fisk-vinnslu. Slíkt afla-mark á að vera tíma-bundið, óframseljanlegt og endurnýjun þess þarf að tengjast frammi-stöðu. Auk þess er mikilvægt að reglur um takmark-anir á stærð smábáta verði rýmk-aðar til að tryggja betur öryggi og rekstrar-grund-völl þeirra.

5. Efling sveitarfélaga
Ein árangursríkasta leiðin til að efla byggðarlögin í landinu er að styrkja sveitar-stjórna-stigið, þannig að sveitarfélögin verði öflugar stjórn-sýslueiningar, að verka-skipting þeirra og ríkisins verði skýr og að þeim verði tryggðar tekjur til að standa undir þeim verkefnum sem þeim eru falin að lögum.


q Stækkun sveitarfélaga.
Til að treysta sjálfsforræði byggðarlaga, gera stjórnsýslu þeirra markvissa, tryggja gæði þjónustu og efla staðbundið lýðræði er nauðsynlegt að stækka sveitarfélögin. Lagt er til að ríkis-valdið vinni að þessu markmiði í samstarfi við Samband íslenskra sveitar-félaga á næstu árum og í því sambandi hækka lágmarks-íbúatölu þeirra lögum samkvæmt.

q Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga.
Þýðingarmikið er að verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga sé skýr þannig að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð hjá hvoru stjórnsýslu-stigi um sig. Einkum er mikilvægt að breyta verkaskiptingunni á þann veg að framhalds-skólar, heilbrigðisþjónusta, heilbrigðiseftirlit og framhaldsnám við tón-listarskóla verði verkefni ríkisins. Þá er mikilvægt að gera verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í öldrunarmálum, hafnamálum, menningar-málum og ferða-málum skýrari en nú er. Lagt er til að ríkisvaldið vinni að þessum breytingum í samstarfi við Samband íslenskra sveitar-félaga.

q Tekjur sveitarfélaga.
Tekjustofnakerfi sveitarfélaga er stöðugum breytingum háð. Mikilvægt er að sveitar-félögunum verði tryggðir tekjustofnar til að standa undir þeim verkefnum sem þeim eru falin að lögum og að þeir skerði ekki sjálfsákvörðunarrétt sveitar-stjórna. Þá er lögð áhersla á að þegar lögum er breytt á Alþingi, eða ný lög sett, sem hafa áhrif með beinum eða óbeinum hætti á tekjur sveitarfélaga sé þess gætt að sveitarfélögin verði ekki fyrir tekjumissi og þeim séu tryggðar tekjur til að standa undir verk-efnum og skyldum. Einnig er þýðingarmikið að reglur um endurgreiðslu virðisauka-skatts sveitarfélaga verði rýmkaðar, bæði vegna kaupa á búnaði og vegna aðkeyptrar þjónustu. Núverandi reglur skerða möguleika sveitarfélaga til hagræðingar í rekstri og til endurnýjunar á búnaði.

q Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er ráðstafað til sveitarfélaganna árlega u.þ.b. 7 milljörðum króna vegna margvíslegra jöfnunargreiðslna. Mikilvægt er að reglur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga séu þannig að framlög úr sjóðnum séu fyrst og fremst til tekjujöfnunar sveitarfélaga og til að styðja sveitarfélög þar sem kostnað-ur við að veita lögbundna þjónustu er hár, svo sem vegna fámennis, mjög dreifðrar byggðar eða óhagstæðrar aldurssamsetningar íbúanna. Í því sambandi þarf að taka mið af eftir-farandi sjónarmiðum:

· Reglur sjóðsins byggi í eins miklum mæli og kostur er á almennum viðmið-unum og framlög verði í minna mæli háð því hvernig verkefni eru fram-kvæmd.

· Reglur sjóðsins virki ekki letjandi á stækkun sveitarfélaga.


q Lánasjóður sveitarfélaga.
Lánasjóður sveitarfélaga hefur gengt mikilvægu hlutverki og fjármagnað uppbyggingu þýðingarmikilla mannvirkja í sveitarfélögum um allt land síðustu 30-40 árin. Sjóðurinn er fjárhagslega sterkur. Mikilvægt er að sjóðurinn nýtist áfram til að efla uppbyggingu í sveitarfélögum í landinu.

6. Búsetuskilyrði
Þótt almennt sé nokkur munur í búsetuskilyrðum fólks milli höfuðborgarsvæðis og lands-byggðar- er líka töluverður munur á byggðar-lögum á landsbyggðinni. Þessi mis-munur kemur meðal annars fram hjá íbúunum í lægra kaup- og söluverði hús-næðis, hærri flutn-ings-gjöldum, hærra vöruverði, meiri kostnaði við menntun barna, sums staðar hærri hús-hitunarkostnaði og oft minni möguleikum á áhuga-verðum störfum.

Ýmsar greiðslur og styrkir til fólks og sveitarfélaga sem hafa það að markmiði að jafna búsetu-skilyrði í landinu, snerta hagsmuni og sjónarmið margra ólíkra hópa. Má þar nefna samtök atvinnurekenda og launafólks, samtök sveitarfélaga, flutninga-fyrirtæki, orkufyrir-tæki og skattyfirvöld. Nauðsynlegt er því að fram fari heildar-athugun á opinberum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna búsetuskilyrði í landinu að höfðu samráði við alla þá aðila sem málið snertir. Brýnt er að í tengslum við lagasetningu Alþingis sé jafnan hugað að búsetuáhrifum.

7. Starfsskilyrði atvinnuveganna
Almennt eru starfsskilyrði atvinnuvega, annarra en landbúnaðar og sjávarútvegs, nokkru lakari á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna að rekstrar-einingar eru yfirleitt minni, svo og hagnaður fyrirtækja, framboð á sérhæfðu og menntuðu starfsfólki minna og markaður í heimabyggð oft mjög smár. Fyrirtæki á landsbyggðinni þurfa að greiða hærri flutningskostnað, mismunandi eftir því hvar á landinu þau eru stað-sett, á bæði aðföngum og afurðum. Í því sambandi hefur álagning þungaskatts nokkur áhrif. Í mörgum tilvikum þurfa fyrirtæki á landsbyggðinni að greiða hærra orkuverð en á höfuð-borgarsvæðinu. Þá er veðhæfni atvinnuhúsnæðis almennt minni á landsbyggðinni og þar af leiðandi verður fjármagns-kostnaður fyrirtækja hærri en á höfuðborgarsvæðinu.

Brýnt er að könnuð verði áhrif þungaskatts, tryggingagjalds og virðisaukaskatts á starfsskilyrði fyrirtækja á landsbyggðinni, og hvaða leiðir séu færar til að draga úr þeim mun sem virðist vera á stöðu fyrirtækja á landsbyggðinni og höfuðborgar-svæðinu hvað þetta varðar. Í því sambandi verði athugað sérstaklega hvaða tak-markanir á hugsanlegum aðgerðum felast í EES-samningnum.

8. Mikilvægi menningar
Menning er allt það sem mennirnir taka sér fyrir hendur og skapa, sem einstaklingar og í samfélaginu, einkum í því skyni að gera líf sitt betra, fegurra og tilgangsríkara. Með menn-ingu er einnig átt við sögulegan arf í formi bókmennta, fornleifa eða menningar-minja, og siða og lífshátta. Þá er menning einnig tengd ýmiskonar starf-semi og atvinnu-rekstri, svo sem söfnum, leikhúsum og nú í vaxandi mæli menning-artengdri ferðaþjón-ustu. Stjórnvöld hafa mikilvægu hlutverki að gegna á öllum þess-um sviðum, meðal annars með því að stuðla að varðveislu og miðlun menningar-arfsins, og að örva menn-ingartengdar rannsóknir og atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á að stjórnvöld stuðli að uppbyggingu menningartengdrar starfsemi á landsbyggðinni með því að efla stofnanir er sinna vörslu, rannsóknum og kynningu á menn-ingar-minjum og sögu. Jafnframt þarf að horfa sérstaklega til menningartengdrar ferða-mennsku í stuðningi stjórnvalda við nýsköp-un og atvinnuuppbyggingu. Hér má hafa í huga að Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 2002 verði helgað varðveislu menningarverðmæta. Skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu sem unnin var á vegum samgönguráðuneytisins verður lögð til grundvallar sérstakri aðgerðaáætlun í menningartengdri ferðaþjónustu.

Mjög víða um land eru minjar um búsetu og menningarsögu sem hafa menningarlegt gildi fyrir þjóðina og eru þýðingarmiklar fyrir ferðaþjónustuna. Má þar nefna gömul hús, hleðslur, varir, sjóvarnagarða, götur og önnur mannvirki. Leggja þarf áherslu á varð-veislu þessara minja, fræðslu um þær og gott aðgengi fyrir fólk.

9. Efling Akureyrar sem byggðakjarna fyrir Norður- og Austurland
Byggðakjarni við Eyjafjörð með a.m.k. 40-50 þús. manns myndi bæta umtalsvert búsetuskilyrði í nærliggj-andi héruðum á Norðurlandi og Austurlandi á svipaðan hátt og bæir af þessari stærð gera, t.d. Tromsö í Noregi, Rovaniemi í Finnlandi, Inver-ness í Skotlandi og Corner Brook á Nýfundnalandi. Ef svo öflugur þéttbýlisstaður er innan t.d. 2-3 klst. akstursfjarlægðar fá íbúar á grannsvæð-um betri aðgang að þjónustu, afþreyingu, menningarstarfsemi, menntun og sér-hæfðri heilbrigðisþjónustu og þar með batna búsetuskilyrði þeirra. Skilyrði til atvinnurekstrar batna líka vegna nálægð-ar við þjónustu, þekkingu, stærri markað og meiri viðskiptatækifæri, auk þess sem ferðamannastraumur eykst.

Sérstök tillaga er gerð um eflingu Eyjafjarðar-svæð-is-ins í samstarfi við sveitar-félögin á svæðinu, atvinnulífið, samtök launafólks o.fl. aðila. Framlag ríkisvalds-ins verði efl-ing Akureyrar sem skólabæjar á fram-halds-skóla- og háskóla-stigi, flutningur starfa og verkefna í opinberri þjónustu til Akur-eyrar, m.a. á sviði sjávarútvegs, og stuðning-ur við eflingu ferðaþjónustu og þekk-ingarstarfsemi á svæðinu.

10. Bættar samgöngur
Á árinu 1999 ákvað samgönguráðherra að unnið skyldi að gerð samgönguáætlunar sem tekur yfir flugmálaáætlun, hafnaáætlun, vegáætlun og langtímaáætlun í vegagerð. Hefur sérstakur stýrihópur unnið að þessu verkefni. Frumvarp til laga um samgöngu-áætlunin var nýlega lagt fram í ríkisstjórn og áformað er að leggja fram þingsálykt-unartillögu um áætlun í samgöngumálum þjóðar--innar til 12 ára. Samgöngu-áætlunin verður annars vegar stefnumarkandi yfirlýsing og hins vegar útfærsla stefnunnar með ráðstöfun fjármuna í framkvæmdir og aðgerðir.

Til að, treysta búsetu og efla atvinnulíf á lands-byggðinni er lögð áhersla á greiðar samgöngur. Leggja verður áherslu á að tengja alla þéttbýliskjarna og fjölsótta ferðamannastaði meginsamgöngukerfinu. Ýmsar mikilvægar samgöngu-bætur þola ekki bið í 10-15 ár eftir að röðin komi að þeim á vegaáætlun. Mörg dæmi eru um það í byggðasögu landsins að samgöngubætur hafi komið of seint og því í raun verið sóun á fjármunum. Mikil verðmæti eru fólgin í því að samgöngubætur komi tímalega og þess vegna geta þeir sem njóta þess að samgöngu-bætur komi fljótt greitt hóflegt gjald í formi vegtolla. Sem dæmi um göng sem geta staðið undir nokkrum hluta fjárfestingar með vegtollum má nefna jarðgöng undir Vaðla-heiði og Almannaskarð og ný göng milli Eskifjarðar og Neskaupstað-ar.

11. Greiður aðgangur að fjarskipta- og upplýsingatækni
Aðgangur að fjarskipta- og upplýsingatækni skiptir æ meira máli fyrir almenna borgara, atvinnulífið og opinberar stofnanir. Hann verður sífellt mikilvægari þáttur í almennum lífsskilyrðum fólks, aðstöðu þess til að afla sér upplýsinga, hafa áhrif á samfélag sitt, menntast, eiga samskipti við aðra, og svo framvegis. Slíkur aðgangur hefur einnig vaxandi áhrif á möguleika fyrirtækja til að verða til, starfa og eflast. Síðast en ekki síst skiptir aðgangur að fjarskipta- og upplýsingatækni meginmáli fyrir opinberar stofnanir á borð við skóla, rannsóknasetur, bókasöfn og stjórnsýslu-stofnanir.

Nýting fjarskipta- og upplýsingatækni felur jafnframt í sér einstaka möguleika til að jafna aðstöðumun milli borgaranna, sem meðal annars getur skapast vegna fjarlægða og strjál-býlis. Svo dæmi sé tekið þá skapar hún forsendur fyrir því að íbúar í öllum landshlutum geti sótt sér háskólamenntun án þess að þurfa að flytja búferlum. Með fjarlækningum má í mörgum tilvikum bjóða sérhæfðari og fullkomnari heilbrigðis-þjónustu á landsbyggð-inni. Atvinnukostir fólks í dreifbýli aukast, meðal annars með fjarvinnu og með því að gefa fyrirtækjum á landsbyggðinni sem reiða sig á upplýs-inga-tækni og fjarskipti, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við sambærileg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nýting fjarskipta- og upplýsingatækni er því mikil-vægur liður í því að jafna almenn búsetu-skilyrði í landinu.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að uppbyggingu upplýsingakerfis sem þjóna á öllum bókasöfnum í landinu. Nýja upplýsingakerfið mun gjörbreyta starfsumhverfi bókasafna. Almenningur mun hafa aðgang að kerfinu í gegnum veraldarvefinn. Menntamálaráðuneytið hefur einnig samið um landsaðgang að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum, en það er mikilvægt skref í þá átt að jafna aðstöðu landsmanna til náms, rannsókna og starfa í þekkingarþjóðfélagi. Slíkur aðgangur gerir einnig fyrirtækjum sem starfa í þekkingariðnaði kleift að setja starfsstöðvar sínar niður á landsbyggðinni og möguleikar sérfræðinga til að búa á landsbyggðinni og starfa þar í fjarvinnu aukast. Þá hefur kennslu og námsefni í æ ríkari mæli verið miðlað í gegnum netið. Fyrir liggja tillögur um að koma á fjarkennsluneti sem tengi saman alla framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar.

Lagt er til að megin-markmið, hvað fjarskipta- og upplýsingamál varðar, verði eftir-farandi:

· Allir landsmenn hafi fullan og jafnan aðgang að þeim kostum sem standa til boða á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni.

· Fjarskipta- og upplýsingatækni verði markvisst nýtt til að bæta aðgengi og gæði grunnþjónustu á landsbyggðinni, svo sem á sviði menntunar- og heilbrigðisþjónustu.

· Fjarskipta- og upplýsingatækni verði hagnýtt til að skapa ný tækifæri í atvinnulífi á landsbyggðinni.


12. Aukið alþjóðlegt samstarf
Reynslan sýnir að fámennar og landfræðilega afskekktar þjóðir eins og Íslendingar hafa notið góðs af alþjóðlegu samstarfi á sviði menningar- og atvinnulífs. Svo dæmi sé tekið hefur Íslendingum að jafnaði gengið vel að nýta sér þau tækifæri sem þeim hafa boðist á þessu sviði, til dæmis með þátttöku í samstarfsáætlunum Evrópu-sambands-ins. Er þá ekki einungis átt við að Íslendingum hafi tekist að sækja fé í slíkar áætlanir umfram það sem þeir hafa lagt til þeirra heldur hefur þátttaka í þeim skilað sér ríkulega í ýmsum nýjungum í atvinnulífi og þjóðlífi, auk þekkingar og kunnáttu einstakl-inga sem nýtist samfélaginu nú og í framtíðinni.

Þennan góða árangur Íslendinga á undanförnum árum í alþjóðlegum samstarfs- og rann-sókna-verkefnum má á hinn bóginn einkum rekja til þátttöku fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Þátttaka fyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni í slíkum verk-efnum hefur verið hlutfallslega minni en búast mætti við. Brýnt er að bregðast við þessu með því að auka markvisst þátttöku atvinnulífs og stofnana á landsbyggðinni í alþjóð-legum samvinnuverkefnum. Vinna þarf að þessu markmiði meðal annars með því að efla rannsóknarstofnanir á landsbyggðinni og auka stuðning hins opinbera við alþjóðlegt samstarf fyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni.

TILLÖGUR UM AÐGERÐIR

Hér á eftir eru lagðar fram tillögur um beinar aðgerðir til að ná fram markmiðum áætlunar um stefnumótandi aðgerðir í byggðamálum 2002-2005. Tillögurnar eru byggðar á þeim 12 stefnumarkandi áherslusviðum sem mynda megininntak byggða-stefnunnar og rakin voru í kaflanum hér á undan.

Tillögurnar ná ekki til allra þeirra viðfangsefna sem fjallað er um í stefnumarkandi áherslusviðum, heldur fyrst og fremst til beinna aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í samkvæmt áætlun þessari.

Í tillögunum er kveðið á um það hvaða ráðuneyti eða stofnanir beri ábyrgð á fram-kvæmd viðkomandi tillögu. Til þess að tryggja sem best framgang samþykktrar byggðaáætlunar er áríðandi að sérstök verkefnisstjórn hafi yfirumsjón með fram-kvæmd hennar. Slík verkefnisstjórn yrði skipuð fulltrúum allra þeirra ráðu-neyta sem áætlunin snertir, en formaður hennar yrði skipaður af iðnaðarráðherra.

Tillögur að aðgerðum eru sem hér segir:

Heiti tillögu: Endurskipulagning atvinnuþróunar á landsbyggðinni – nýsköpunarmiðstöð á Akureyri

Meginhugmynd: Að ríkisvaldið hafi forystu um að sameina krafta þeirra opinberu aðila og félaga sem vinna að nýsköpun og eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sameiningu atvinnuþróunarstarfs á vegum iðnaðarráðuneytisins. Lagt er til að nýsköpunarmiðstöð, sbr. frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, verði falið að samræma þessa starfsemi á landsvísu og að veita henni faglegan stuðning. Gert er ráð fyrir að starfsemi nýsköpunarmiðstöðvar verði komið fyrir í fyrirhuguðu Rannsóknar- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri.

Markmið: Að efla nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni og hafa frumkvæði að þróun viðskiptahugmynda. Nýsköpunarmiðstöðinni verði tryggt fjármagn til að þróa verkefni í samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, háskóla og/eða aðra. Þannig verði meginmarkmið starfseminnar að auka fjölbreytni í atvinnulífi á landsbyggðinni. Sérstök áhersla verði lögð á að þróa ný atvinnutækifæri í minni byggðalögum þar sem atvinnulíf er einhæft. Áherslur í starfsemi nýsköpunarmiðstöðvarinnar taki mið af byggðaáætlun og áherslum Vísinda- og tækniráðs Íslands. Með þessu fyrirkomulagi verður atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni fært að nýskipan vísinda- og tæknimála.

Ábyrgð á framkvæmd: Iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitar-félaga, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun, Iðntæknistofnun, félags-málaráðuneyti, landbúnaðar-ráðuneyti, sam-gönguráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, Bændasamtök Íslands og háskólar.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Lagt er til að auk þeirra fjárveitinga sem nýsköpunarmiðstöð verður ætlað á fjárlögum til almenns rekstrar leggi ríkissjóður 1.000 milljónir króna til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni á árunum 2002-2005.

Heiti tillögu: Aukin samvinna opinberra sjóða sem vinna að eflingu atvinnulífs

Meginhugmynd: Að auka samvinnu þeirra opinberu sjóða sem veita lán eða fjár-hags-legan stuðning til nýsköpunar og upp-byggingar atvinnulífs, þ.e. Ferða-málasjóð, Fram-leiðnisjóð land-búnaðarins, Lána-sjóð landbúnaðar-ins, Nýsköpun-ar---sjóð atvinnulífsins, lánastarf-semi Byggða-stofnunar, og átak til atvinnusköpunar.

Markmið: Að samþætta krafta opinberra sjóða sem þjóna fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, með höfuðáherslu á landsbyggð-ina, hvað varðar alhliða lánastarfsemi, hluta-fjár-þátttöku, stofnstyrki, áhættulán og verkefnafjármögnun

Ábyrgð á framkvæmd: Byggðastofnun.

Aðrir þátttakendur: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Lánasjóður landbúnaðar-ins, Framleiðnisjóður land-búnaðarins, Byggða-stofnun, Ferðamálasjóður og iðnaðarráðuneytið.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður:



Annað: Ætla má að þær 300-400 milljónir króna sem varið er til atvinnuþróunarstarfsemi í landinu á hinum ýmsu sviðum nýtist betur með frekari samvinnu og sameiningu þróunarstarfs á landsbyggðinni. Nauðsynlegt er að fram fari reglubundið mat á árangrinum af starfsemi nýsköpunarmiðstöðvarinnar.

Heiti tillögu: Stækkun og efling sveitarfélaga

Meginhugmynd: Að ríkisvaldið hafi samráð við Samband íslenskra sveitar-félaga um að vinna markvisst að því að stækka sveitar-fél-ög-in í landinu á næstu árum. Þetta verði m.a. gert með hækk-un á lágmarksíbúatölu skv. sveitarstjórn-ar--lögum. Jafn-hliða verði reglum Jöfnunarsjóðs sveitar-félaga breytt til að þær stuðli markvisst að þessari þróun. Má þar nefna að tekjuhá sveit-ar-félög greiði til sjóðsins. Einnig að framlög úr sjóðn-um verði byggð á almennum reglum en í minna mæli á því hvern-ig sveit-arfélögin leysa verkefnin af hendi. Samhliða þessu verði undir forystu félagsmálaráðuneytisins unnið áfram að því að gera verkaskiptingu ríkis og sveitar-félaga markvissari og breyta tekjustofnum sveitarfélaga til samræmis við breytt verkefni.

Markmið: Að efla sveitarstjórnarstigið, treysta sjálfsforræði og sjálfsmynd byggð-arlaga, gera stjórnsýslu þeirra mark-vissa, tryggja gæði þjón----ustu og efla staðbundið lýðræði. Stækkun sveitarfélaga og efling sveitarstjórnarstigsins er mikil-vægur þáttur í að styrkja stöðu byggðarlaga hvar sem er á landinu.

Ábyrgð á framkvæmd: Félagsmálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Samband íslenskra sveitarfélaga.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Kostnaður verði greiddur af félagsmálaráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og sveitarfélögunum. Til lengri tíma litið mun þessi aðgerð leiða til þess að sveitarfélögin nýti fjármuni sína betur og hagræðing verði í rekstri og fjárfestingum.
Annað:

Heiti tillögu: Efling opinberra verkefna og þjónustu á landsbyggðinni

Meginhugmynd: Að gerð verði áætlun um að auka verkefni og fjölga störf-um í opinberri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins, t.d. með því að efla þær stofnanir sem fyrir eru, í tengsl-um við endurskipulagn-ingu opinberra stofnana, með fjarvinnu, með flutningi verkefna frá opin-berum aðilum til fyrirtækja, þegar nýjar opinberar stofn-anir eru settar á fót og hugsan-lega með flutningi stofnana.

Markmið: Að efla stærstu byggðarlögin á landsbyggðinni jafn-framt því sem opinber verkefni og þjónusta eru endur-skipulögð og starfsemin gerð árangursríkari.

Að opinberar stofnanir á landsbyggðinni hafi ekki aðeins svæðisbundið þjónustuhlutverk með höndum heldur verði stofnanir sem þjóna öllu landinu einnig staðsettar á landsbyggðinni.

Ábyrgð á framkvæmd: Forsætisráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Önnur ráðuneyti.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Óviss.

Annað:


Heiti tillögu: Athugun á búsetuskilyrðum fólks

Meginhugmynd: Að ríkisstjórnin láti fara fram heildarathugun á mismun-andi búsetuskilyrðum fólks í landinu. Jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra opinberu aðgerða sem hafa það að markmiði að jafna búsetuskilyrði í landinu og lagðar fram tillögur um breytingar ef þurfa þykir. Í því sam-bandi verði m.a. horft til reynslu nágrannaþjóða.

Markmið: Að fá fram vandaða rannsókn á því hver raunverulegur mismunur sé í búsetuskilyrðum í landinu. Jafnframt er mikilvægt að rannsökuð verði áhrif þeirra opinberu að-gerða sem þegar hefur verið beitt, m.a til niður-greiðslu á húshit-un, námskostnaði, jöfnun raforkuverðs og fram-lögum Jöfnunar-sjóðs sveitarfélaga. Þá er mikil-vægt að kanna möguleika á skattalegum aðgerðum, svo sem að kostnaður við atvinnusókn um lengri veg, t.d. meira en 20 km, verði frádráttabær frá skatti.

Ábyrgð á framkvæmd: Iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, Byggðastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Tímaáætlun: 2002-2003.

Kostnaður: Undirbúningskostnaður getur orðið allt að 10 milljónir króna en síðan þarf að leggja kostnaðarmat á þær tillögur um breytingar sem fram kunna að koma.

Annað: Mikilvægt er að horfa til þess hvernig nýta megi á árangursríkari hátt þær fjárhæðir sem nú þegar er varið til jöfn-unargreiðslna með það að markmiði að jafna búsetu-skilyrði.


Heiti tillögu: Athugun á starfsskilyrðum atvinnuveganna

Meginhugmynd: Að ríkisstjórnin láti fara fram heildarathugun á mismun-andi starfsskilyrðum atvinnuveganna eftir landshlutum og á áhrifum þeirra opinberu aðgerða sem þegar hefur verið beitt til jöfnunar starfsskilyrða. Skoðaðar verði sérstaklega skattalegar aðgerðir og í því sambandi horft til reynslu nágrannaþjóða. Á grundvelli rannsóknar verði lagðar fram tillögur um aðgerðir.

Markmið: Að fá niðurstöðu um það hver sé raunverulegur mis-munur á starfsskilyrðum fyrirtækja og sjálfstætt starf-andi atvinnurekenda eftir lands-hlutum, svo sem áhrif flutningskostnaðar og reglna um þungaskatt og áhrif tryggingargjalds og virðisauka-skatts. Jafnframt verði rannsökuð áhrif þeirra opinberu aðgerða sem þegar hefur verið beitt í þessu skyni.

Ábyrgð á framkvæmd: Iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Fjármálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðaráðuneyti, Byggðastofnun og Samtök atvinnulífsins.

Tímaáætlun: 2002-2003.

Kostnaður: Undirbúningskostnaður er áætlaður að hámarki 10 milljónir króna, en kostnaður við framkvæmd tillagna kemur fram síðar.

Annað: Mikilvægt er að kanna líka áhrif EES-samningsins á aðgerðir. Mismunandi tryggingagjald eftir svæðum í Noregi hefur til dæmis verið talið brjóta í bága við samn-inginn, en jöfnun á flutningskostnaði ekki.

Benda má á reynslu Kanadamanna og Bandaríkjamanna af því að veita skattaafslátt á völdum svæðum vegna fjárfestingarverkefna, stofnunar nýrra fyrirtækja, þjálf-un-ar og mennt-unar starfsfólks og vegna rannsókna- og þróunarstarfs.


Heiti tillögu: Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð

Meginhugmynd: Að ríkið og sveitarfélögin vinni saman að gerð byggða-áætlunar um það hvernig megi styrkja byggð við Eyja-fjörð svo fólki fjölgi þar á næstu árum um a.m.k. 2-3% á ári og að atvinnulíf og menningarlíf eflist. Unnið verði að eflingu Akur-eyr-ar sem skólabæjar og menn--ingarmiðstöðvar, svo og að eflingu ferða-þjón-ustu, fiskeldis og fleiri atvinnugreina á svæðinu. Einnig verði unnið að flutningi starfa og verkefna í opinberri þjónustu til svæðis-ins, t.d. á sviði sjávar-útvegs í tengslum við uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri. Þá felast margvísleg sóknarfæri í að efla starfsemi Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri.

Markmið: Að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið sem öflugasta þétt-býlis-svæð-ið utan höfuðborgarsvæðisins og styrkja þannig jafnframt byggð á Mið-Norðurlandi. Mikilvægt er í því sambandi að horfa ekki eingöngu til uppbygg-ingar atvinnu-lífs heldur stefna líka að því að efla hvers kyns þjónustu, afþreyingu, menningarstarfsemi og ann-að það sem bætir mannlíf á staðnum og dregur fólk að.

Ábyrgð á framkvæmd: Iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir við Eyjafjörð og Atvinnuþróunar-félag Eyjafjarðar.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Kostnaður við gerð byggðaáætlunar er áætlaður 20 milljónir króna en ekki er hægt á þessu stigi að áætla kostnað við aðgerðir sem koma í kjölfarið.

Annað: Áhrifa af eflingu Eyjarfjarðarsvæðisins mun gæta mun víð-ar á Norðurlandi og jafnvel til Austurlands.

Heiti tillögu: Efling núverandi landbúnaðarskóla sem fræðslu- rannsókna og þróunarsetur

Meginhugmynd: Land-búnaðar-háskólinn á Hvann-eyri var stofnaður árið 1999. Skólinn er vísindalega fræðslu- og rannsóknarstofnun á háskólastigi á sviði landbúnaðar sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun í búfræði er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað og unnið að rannsóknum í þágu hans. Nauðsynlegt er að treysta forystuhlutverk skólans á sviði fræðslu og rannsókna í þágu landbúnaðarins í samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal og Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. Með markvissu samstarfi öðlast þessar stofnanir meiri burði til þess að sinna hlutverki sínu á sviði rannsókna og fræðslu og keppa um innlent og erlent rannsóknarfé og hæfustu starfskrafta en nú er. Nauðsynlegt getur verið að huga að breytingum á rekstrarformi skólanna sem geri þeim kleift að afla sérstekna með sölu þjónustu og samstarfi við fyrirtæki, samtök o.fl. aðila.

Markmið: Að sameina krafta rannsókna- og fræðslustofnana landbúnaðarins í öflugu átaki til eflingar landbúnaði og atvinnulífi í sveitum almennt..

Ábyrgð á framkvæmd: Landbúnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Fjármálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Land-búnaðarháskólinn á Hvanneyri, Hólaskóli og Garð-yrkjuskóli ríkisins.

Tímaáætlun: 2002-2003.

Kostnaður: Óviss.

Annað:


Heiti tillögu: Efling fiskeldis

Meginhugmynd: Að ríkisvaldið geri sérstaka áætlun um uppbygg-ingu fisk-eldis í landinu þar sem lögð verði áhersla á rann-sókna- og þróunarstarf, fræðslu og meiri fjárhagslegan stuðning við þróunar- og markaðsstarf í greininni. Áhersla verði lögð á að byggja upp seiða-eldi á þorski.

Markmið: Að tryggja áfram sterka stöðu Íslendinga á alþjóðlegum mörkuðum fyrir sjávarafurðir, þar sem samkeppni við eldis-afurðir fer vaxandi. Að nýta þau sóknarfæri sem eru í uppbygg-ingu þessarar atvinnugreinar á Íslandi, m.a. með nýtingu jarðhita og aðgangi að sjó og fersku vatni. Að efla atvinnugrein sem hentar vel til uppbygg-ingar í dreifbýli, en mun byggjast mjög hægt upp ef ekki kemur til öflugur stuðn-ingur hins opinbera við rannsóknir og markaðsþróun.

Ábyrgð á framkvæmd: Sjávarútvegsráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Fiskeldisfyrirtæki, mennta- og rannsóknastofnanir.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Annað: Lögð er áhersla á alþjóðlegt samstarf um þessa uppbyggingu.


Heiti tillögu: Fjarskiptamál í dreifbýli

Meginhugmynd: Skipaður verði starfshópur á árinu 2002 er fjalli um fjar-skipta-mál í dreifbýli. Skal starfshópurinn kanna mögu-leika á að leggja ljósleiðara til allra lögheimila í dreif-býli. Telji hann slíka framkvæmd fýsilega skal hann setja fram áætlun um hvernig þetta skuli gert, hvenær og hve mikið framkvæmdin kosti. Skal starfs-hópurinn skila af sér fyrir árslok árið 2002.

Markmið: Að kanna hvort fýsilegt sé að leggja ljósleiðara um sveitir landsins og leysa þannig þarfir dreifbýlisins fyrir góðar tengingar. Með slíkum ljósleiðara er hægt að bjóða alla fjarskiptaþjónustu þ.á m. stafrænt sjónvarp og útvarp. Með ljósleiðaravæðingu fæst góð lausn fyrir fjarskipta-tengingar bæði heimila og fyrirtækja. Ljós-leið-ar-ar geta borið nærri ótakmarkaðan gagnaflaum, takmörkin eru einungis í búnað-inum sem tengdur er við ljósleiðara. Ljósleiðarar eru ódýrir en endabúnaðurinn er dýr og dýrt er að leggja ljós-leiðara langar vega-lengd-ir. Tækniframfarir í ljósleiðara-tækni eru stórstígar nú um stundir og búnaður lækkar óðum í verði.

Ábyrgð á framkvæmd: Samgönguráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Íbúar í sveitum.

Tímaáætlun: 2002.

Kostnaður: Ljóst er að hér er um mjög dýra framkvæmd að ræða en þó er tímabært að gefa þessari lausn gaum.

Annað: Fordæmi eru fyrir því erlendis að bændur og aðrir húseig-endur í sveitum plægi sjálfir fyrir ljósleiðara-lögnum og taki þannig þátt í hluta kostnaðar.


Heiti tillögu: Jöfnun verðs á gagnaflutningi

Meginhugmynd: Notendur greiði sama verð fyrir gagnaflutninga á landinu öllu.

Markmið: Að mishár fjarskiptakostnaður skekki ekki samkeppnis-stöðu fyrirtækja og stofnana eftir staðsetningu þeirra. Að þessi munur verði jafnaður með jöfnunargreiðslum úr ríkissjóði. Þessu má líkja við jöfnun á raforkukostn-aði sem hefur tíðkast á Íslandi um árabil. Nú er svo komið að aðgengi að góðum fjarskiptum fer að vega álíka við rekstur fyrirtækja og aðgengi að raforkunetinu. Jöfnun fjarskiptakostnaðar lýtur því sömu rökum og jöfnun raforkukostnaðar.

Ábyrgð á framkvæmd: Samgönguráðuneyti.

Aðrir þátttakendur:

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Hér er um mikinn kostnað að ræða.

Annað:


Heiti tillögu: Efling náms með fjarskipta- og upplýsingatækni

Meginhugmynd: Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur mikið verið unnið að stefnumörkun á sviði "rafrænnar" menntunar, auk þess sem mikið hefur unnist í þessum málaflokki. Lagt er til að haldið verði markvisst áfram á þeirri braut sem ráðuneytið hefur markað. Í því sam-bandi er lögð áhersla á að starfsemi símenntunarstöðva verði efld með auknum fjár-veitingum, að meira verði fjárfest í fjarfundabúnaði, að starfsnám verði gert að-gengilegt með fjarnámi og að stofn-að verði til "raf-rænna" nemendahópa við kennslu á grunn-skóla- og framhaldsskólastigi. Einnig að fólki hvar sem er á landinu verði gert kleift að stunda háskólanám í fjar-námi.

Markmið: Að styrkja byggð á landsbyggðinni með bættu aðgengi að menntun á öllum stigum, þ.e. grunnskóla, framhalds-skóla og háskóla. Þetta á einnig við um starfs-nám, þar sem nem-endur geta sinnt bóklegu námi í fjarnámi, en verklegu námi í heimabyggð. Þá hefur mikilvægi símenntunar aukist á undanförnum árum og þarf hún að standa almenningi til boða óháð búsetu.

Ábyrgð á framkvæmd: Menntamálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Símenntunarstöðvar og skólastofnanir.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Óviss.

Annað:


Heiti tillögu: Efling fjarvinnu hjá hinu opinbera

Meginhugmynd: Hið opinbera geri fjarvinnuáætlun fyrir ráðuneyti og opin-berar stofnanir þar sem fram komi hvernig opinber-um starfs-mönnum verði gert kleift að vinna störf sín að hluta eða öllu leyti í fjar-vinnu. Einnig hvernig hið opinbera geti í auknum mæli keypt fjarvinnuverkefni í verktöku af fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi verk-tökum.

Markmið: Að skapa tækifæri fyrir fólk til að búa fjarri vinnustað ríkisstofnanna og eiga þannig kost á störfum við hæfi óháð búsetu. Fjölmörg störf í þekkingarsamfélagi nútímans eru þess eðlis að í stað þess að starfsmaður mæti daglega á vinnu-stað nægir að hann mæti til dæmis 1-3 daga í viku. Þetta gerir að verkum að fólk getur ferðast mun lengri vega--lengd á vinnustað sinn en ef því væri skylt að mæta þangað dag-lega. Fjarvinna eykur jafnframt möguleika fólks til "tvö-faldrar búsetu", en hún hefur aukist á undan-förnum árum. Einnig eykur fjarvinna möguleika á sveigjan-legum vinnutíma sem er kostur fyrir fjölskyldufólk. Ef kostir fjarvinnu verða hagnýttir fyrir umtalsverðan hluta vinnu-markaðarins er líklegt að það dragi úr umferð vegna færri ferða fólks til og frá vinnu og bjóði jafnframt upp á nýjar og hag-kvæm-ar lausnir í skipulagsmálum. Loks má nefna að fjarvinna getur sparað ríkinu húsnæðiskostnað.

Ábyrgð á framkvæmd: Fjármálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Ráðuneyti og opinberar stofnanir.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Undirbúningskostnaður er einhver. Fjarvinna á ekki að auka kostnað af starfsemi hins opinbera en er hagkvæm fyrir þjóðarbúið. Þó þarf að gera ráð fyrir stofnkostnaði.

Annað:


Heiti tillögu: Verkefnið "rafrænt samfélag"

Meginhugmynd: Stofnað verði til verkefnisins "rafrænt" samfélag, sem felur í sér að bjóða 2-3 framsæknum byggðarlögum framlag úr ríkissjóði á móti eigin framlagi til að hrinda í framkvæmd metn-aðar-full-um aðgerðum sem hafa að mark-miði að auka nýsköpun í atvinnulífi og bæta afkomu íbúanna, auka menntun og menningarstarfsemi, bæta heilsugæslu og félags-legar aðstæð-ur og efla lýðræðið.

Markmið: Þróun búsetu og atvinnulífs á landsbyggðinni mun m.a. byggjast á því hvernig einstaklingum og fyrirtækjum tekst að tileinka sér upplýsinga- og fjarskiptatæknina og hagnýta sér hina margvíslegu notkunarmöguleika hennar. Internet-notkun á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum, enda er markviss notkun netsins einn mikil-vægasti þáttur í því að bæta alþjóðlega samkeppnisstöðu okkar. Til þess að landsbyggðin verði virkur þátttakandi í þessari þróun þarf að treysta stöðu "upplýsingasamfélagsins" út um landið. Í þeim tilgangi er lögð fram þessi tillaga að framsæknu reynslu-verkefni sem getur orðið fyrirmynd að uppbyggingu upplýsinga-samfélags-ins víðsvegar um land.

Ábyrgð á framkvæmd: Byggðastofnun.

Aðrir þátttakendur: Samband íslenskra sveitarfélaga og þau 2-3 byggðarlög sem valin verða til þátttöku í verkefninu.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: 30-40 milljónir króna á ári í 3-4 ár.

Annað: Hliðstætt verkefni hefur gefið góða raun í Kanada.


Heiti tillögu: Alþjóðlegt samstarf í byggðamálum

Meginhugmynd: Alþjóðlegt samstarf í byggðamálum verði aukið veru-lega frá því sem nú er. Í því sambandi er lagt til að stuðlað verði að þátttöku sveitarfélaga, atvinnuþróunar-félaga og fyrir-tækja í alþjóð-legum verkefnum og að Ísland taki þátt í Northern Peri-phery verkefninu.

Markmið: Að auka þátttöku landsbyggðarfyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi, sem hefur verið fremur lítil. Þátttaka Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi hefur aukist verulega á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar EES samningsins. Íslendingar hafa náð mjög góðum árangri á sumum sviðum alþjóðlegs samstarfs, einkum með þátttöku í rammaáætlun-um Evrópu-sambandsins. Þá þurfa Íslending-ar að fylgjast vel með stefnu annarra þjóða í byggða- og atvinnumálum og nýta sér þær hugmyndir sem líklegar eru til að geta gagn-ast í þeim málaflokkum hér á landi. Mikil-vægt er að samþætta ólíkar aðgerðir stjórnvalda í byggða-málum, svo sem í samgöngumálum, menntamálum, heil-brigðis-málum, atvinnumálum, félagsmálum og umhverfis-málum. Í því sambandi er gagnlegt að draga lærdóm af reynslu annarra þjóða af samræmdri byggðastefnu.

Ábyrgð á framkvæmd: Iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Sveitarfélög, fyrirtæki og Byggðarannsóknastofnun.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: 30 milljónir króna á ári úr ríkissjóði árin 2002-2005, auk mótframlaga þátttakenda.

Annað:


Heiti tillögu: Aukið verðmæti sjávarfangs - líftækni

Meginhugmynd: Að ríkisvaldið láti gera áætlun um hvernig hægt sé að auka verðmæti sjávarfangs og fiskeldis með sérstakri áherslu á nýtingu aukaafurða. Gert verði yfirlit yfir allar þær aukaafurðir sem ekki eru nýttar og sett fram áætlun um hvernig hægt verði að nýta þær í framtíðinni. Stuðlað verði að samstarfi sjávar-útvegsfyrirtækja, háskóla, sjóða og rannsóknarstofnana um rannsóknir og frumkvöðla-starf á þessu sviði með sérstakri áherslu á líftækni og nýjar vinnsluleiðir.

Markmið: Að auka verðmætasköpun og fjölbreytni í sjávarútvegi og fiskeldi og stuðla þannig að sterkari stöðu til sjávar og sveita.

Ábyrgð á framkvæmd: Sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Sjávarútvegsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki, háskólar, rann-sóknarstofnanir og sjóðir.

Kostnaður: Samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Annað: Lögð er áhersla á alþjóðlegt samstarf um rannsóknir.


Heiti tillögu: Stefnumörkun þjóðmenningarstofnana um starfsemi á landsvísu

Meginhugmynd: Að landsstefna verði mótuð fyrir þjóðmenningar-stofn-anir til að bæta þjónustu þeirra við landsbyggðina. Þetta er nauðsynlegt skref í kjölfar lagasetningar t.d. á sviði minjavörslu, samninga ríkis og sveitarfélaga, nýrra leiða í rekstri og fjármögnun menningarmála, samninga um árangursstjórnun við stofnanir og átaks í upplýsinga-tækni. Nýleg lög, samningar og reglugerðir gera ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum m.a. með tilkomu nýrra stofnana. Verkefni á sviði rannsókna, varðveislu og miðlunar menn-ingar eru orðin mjög aðkallandi. Því er brýnt að stofnanir og einstaklingar sem starfa á þessu sviði stilli saman strengi við nýjar aðstæður.

Markmið: Að þjóðmenningarstofnanir bæti og efli samstarf og þjón-ustu við landið allt með því að taka faglega forystu um stefnumótun í menningarmálum, sem geti orðið grundvöll-ur frekari samninga- og áætlanagerðar stofnana, sveitarfélaga og einkaaðila sem starfa að menn-ingarmálum á landsbyggðinni.

Ábyrgð á framkvæmd: Menntamálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Höfuðsöfn þ.e. Landsbókasafn, Listasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn og safnaráð; þjóðmenningarstofnanir þ.e. Fornleifavernd ríkisins, Ríkis-útvarpið, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: 8 milljónir króna.

Annað:


Heiti tillögu: Efling símenntunarmiðstöðva á Ísafirði og Egilsstöðum

Meginhugmynd: Að stofnað verði til samstarfs við háskólastofnanir með skipulögðum hætti undir forsjá miðstöðvanna og á grundvelli óska þeirra.

Markmið: Að bæta möguleika fólks á Vestfjörðum og Austur-landi á að afla sér háskólamenntunar og skapa þar um leið forsendur fyrir fjölbreytilegra atvinnulífi og sér-hæfðari störfum. Að efla fræðslu- og rann-sóknasamstarf háskólastofnana og heima-manna í þessum landshlutum og vera nemendum og kennurum þeirra hvatning til að efna til og efla samstarf við fyrirtæki og stofnanir í landshlutunum.

Ábyrgð á framkvæmd: Menntamálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Símenntunarmiðstöðvar, háskólar, sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörð-um og Austurlandi.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Kostnaður er óviss.

Annað:


Heiti tillögu: Uppbygging ferðaþjónustu í dreifbýli

Meginhugmynd: Að ríkisvaldið geri sérstaka áætlun um uppbygg-ingu ferðaþjónustu í dreifbýli þar sem lögð verði áhersla á rannsókna- og þróunarstarf, tengsl við skipulagsvinnu sveit-ar-félaga og markaðssetningu ferðaþjónustu í dreif-býli. Jafnframt verði stóraukin fræðsla og starfsmenntun í greininni. Þetta verði gert með fjárhagslegum stuðn-ingi við þróunar- og markaðsstarf í greininni. Lögð sé áhersla á að uppbygging sé háð getu hvers svæðis á því að þróa ferðaþjónustu án þess að það komi niður á umhverfislegum, félagslegum eða menningarlegum þáttum svæðisins.

Markmið: Að tryggja markvissa uppbyggingu og sjálfbæra þróun greinarinnar. Bæta arðsemi fjárfestinga hins opinbera og einkaaðila. Auka samkeppnishæfi einstakra svæða á landsbyggðinni og efla þar með íslenska ferðaþjónustu almennt.

Ábyrgð á framkvæmd: Samgönguráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Landbúnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti, fyrirtæki í ferðaþjónustu, sveitarfélög og atvinnu-þróun-ar-félög, rannsóknar- og menntastofnanir á sviði ferðamála.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Annað:


Heiti tillögu: Endurgreiðsla námslána

Meginhugmynd: Að bjóða ungu fólki sem sest að á svæðum þar sem skortur er á fólki með háskólamenntun afslátt af endurgreiðslu námslána tímabundið.

Markmið: Að hvetja ungt fólk með menntun á háskólastigi til að setjast að og starfa í byggðarlögum og taka þannig þátt í uppbyggingu byggðarlaga þar sem menntað fólk vantar til starfa og til að byggja upp ný fyrirtæki.

Ábyrgð á framkvæmd: Fjármálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Lánasjóður íslenskra námsmanna.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Samkvæmt nánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis.

Annað: Við útfærslu á reglum um lægri endurgreiðslu námslána verði höfð hliðsjón af góðri reynslu Norðmanna af þess-ari aðgerð í fylkjunum Nordland, Troms og Finn-mörk. Einnig þarf að huga að því að slík aðgerð brjóti ekki í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.


Heiti tillögu: Efling umhverfisstarfsemi sveitarfélaga

Meginhugmynd: Að efla umhverfisstarfsemi sveitarfélaga með áherslu á framkvæmd Staðardagskrár 21, jafnframt því að mynda stuðningsnet fyrir umhverfisnefndir og þá sem vinna að umhverfismálum hjá sveitarfélögum.

Markmið: Að efla sveitarstjórnir og starfsmenn þeirra og að fylgja eftir hugmyndum um sjálfbæra þróun.

Ábyrgð á framkvæmd: Umhverfisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Samband ísl. sveitarfélaga, verkefnið Staðardagsskrá 21, og sveitarfélög.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: Óverulegur.

Annað:


Heiti tillögu: Landupplýsingakerfi og sveitarfélög.

Meginhugmynd: Að sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins verði gert kleift að nýta sér í vaxandi mæli landupplýsingakerfi í stjórnsýslu. Jafnframt geti þau nýtt sér kosti landupplýsingakerfa við ákvarðanatöku, samþættingu á skráðum upplýsingum og við að auðvelda aðkomu almennings að athöfnum stjórnsýslunnar.

Markmið: Að bæta grundvöll ákvarðanatöku sveitarfélaga og auka aðgengi almennings að upplýsingum.

Ábyrgð á framkvæmd: Umhverfisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Aðrir þátttakendur: Landmælingar Íslands, Fasteignamat ríkisins (Landskrá fasteigna), LÍSA og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Tímaáætlun: 2002-2005.

Kostnaður: 5 milljónir króna í fyrstu en síðar með sérstökum ákvörðunum umtalsverðar upphæðir í tilraunaverkefni.

Annað: Á vegum umhverfisráðuneytis starfar Samráðsnefnd um þróun landupplýsingakerfa með þátttöku fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis auk Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar.

Greinargerð

Samkvæmt 7. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 skal iðnaðarráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir hvert fjögurra ára tímabil. Áætlunin skal lýsa markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum, áætlunum um aðgerðir og tengsl byggðastefnu við almenna stefnu í efnahags- og atvinnumálum og áætlunum á sviði opinberrar þjónustu í landinu. Í byggðaáætlun skal gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu. Byggðaáætlun skal unnin í sam-vinnu við Byggðastofnun og við gerð hennar skal iðnaðarráðherra hafa samráð við önnur ráðuneyti, sveitarfélög og aðra aðila eftir þörfum.

Með erindisbréfi dags. 13. júní 2001 skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra sex manna verkefnisstjórn, auk þriggja starfshópa, til að vinna að undirbúningi og gerð tillögu um 4ra ára byggðaáætlun fyrir árin 2002-2005. Í skipunarbréfi verkefnisstjórnar segir: "Fjallað verði um tengingu byggðaáætlunar við aðra áætlanagerð á sviði opin-berrar þjónustu í landinu. Jafnframt verði sérstaklega fjallað um aðkomu sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga að byggðaáætlun. Þá verði fjallað um aðgerðir sem geti orðið til þess að bæta almenn skilyrði til búsetu á landsbyggðinni. Í vinnu sinni skal verkefnisstjórnin og starfshóparnir taka mið af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, megináherslum ráðherra byggðamála 2001-2003, þeirri reynslu sem fengist hefur við framkvæmd gildandi byggðaáætlunar og reynslu annarra þjóða."

Í verkefnisstjórn áttu sæti:
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, formaður.
Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri.
Finnbogi Jónsson, verkfræðingur.
Guðjón Guðmundsson, alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður.
Sigfús Jónsson, ráðgjafi.

Starfshópunum þremur var falið að undirbúa sérstakar tillögur á sviði alþjóða-samskipta, atvinnumála og fjarskipta- og upplýsingatækni.

Í starfshópi um alþjóðasamvinnu áttu sæti:
Elísabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands, formaður. Andrés Magnússon, forstöðumaður Impru.
Ingunn H. Bjarnadóttir, starfsmaður Byggðastofnunar.
Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur.
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Fjárvaka.

Í starfshópi um atvinnumál áttu sæti:
Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka, formaður.
Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri.
Daníel Árnason, framkvæmdastjóri.
Guðmundur Guðmundsson, starfsmaður Byggðastofnunar.
Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Í starfshópi um upplýsinga- og fjarskiptamál áttu sæti:
Ingvar Kristinsson, Gopro Landsteinum Group hf., formaður.
Dagný Sveinbjörnsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Helga Waage, OZ hf.
Stefán Jóhannesson, Þekkingu hf.
Sveinn Þorgrímsson, iðnaðarráðuneytinu.
Sæmundur Þorsteinsson, Landssímanum hf.
Þórarinn Sólmundsson, starfsmaður Byggðastofnunar.

Starfsmaður verkefnisstjórnar og starfshópanna var Jón Kalmansson. Ennfremur starfaði Halldór Árnason, framkvæmdastjóri, með atvinnumálahópnum.

Verkefnisstjórn hélt alls 15 fundi. Hún hélt fundi með starfshópunum og auk þess tvo fundi með formönnum þeirra, þann síðari 26. október, er starfshóparnir luku störfum og skiluðu tillögum sínum til verkefnisstjórnar. Ennfremur fékk hún aðra aðila á sinn fund, meðal annars Hallgeir Aalbu, forstjóra Nordregio, norrænu byggðamála-stofnun-ar-innar (Nordregio). Þá fékk verkefnisstjórnin nokkra sérfróða aðila til að vinna grein-ar-gerðir og tillögur á tilteknum sviðum.

Starfshóparnir fengu til fundar við sig ýmsa sérfróða aðila. Þá efndi atvinnumála-hópurinn til tveggja svokallaðra hugarflugsfunda, sá fyrri með fólki víða að af landinu og sá síðari með ungu fólki frá ýmsum stöðum á landinu, þar sem leitað var eftir fram-tíðarsýn þess til þróunar þjóðfélagsins og hugmyndum um hvernig stefna stjórn-valda í byggðamálum geti tekið mið af þeirri þróun. Alls tóku hátt í þrjátíu manns þátt í þessum fundum.

Í vinnu við mótun tillagna sinna naut verkefnisstjórnin aðstoðar og ráðgjafar ýmissa aðila, meðal annars formanna starfshópanna, og starfsmanna Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaga. Verkefnisstjórnin skilaði tillögum sínum til iðnaðarráðherra í byrjun janúar. Í framhaldi af því voru tillögurnar teknar til umfjöllunar í ríkisstjórn og þá átti iðnaðarráðherra fundi með einstökum ráðherrum þar sem farið var yfir tillögur verkefnisstjórnarinnar. Eftir þá yfirferð voru gerðar nokkrar breytingar og viðbætur við tillögur verkefnisstjórnarinnar.

ÁSTAND OG HORFUR Í ÞRÓUN BYGGÐAR Í LANDINU

Íbúaþróun

Á árunum 1991-2001 fjölgaði landsmönnum um 10,3% eða tæplega 27 þús. manns. Sé aðeins horft til síðustu 5 ára, þ.e. 1996-2001 varð nokk-ur breyting frá fyrra 5 ára tímabili 1991-1996. Íbúum landsins fjölgaði að meðaltali um 0,77% á ári 1991-1996 en 1,20% á ári 1996-2001 því aðflutningar fólks til lands-ins jukust milli þessara 5 ára tímabila. Á Suðvesturlandi, þ.e. frá Árnessýslu og upp í Borgarfjörð, búa nú um 215 þúsund manns, - eða um 75% þjóðarinnar.

Breytingar á íbúafjölda 1991-2001 voru mjög mismunandi eftir landshlutum og má skipta landinu í fjóra flokka í því sambandi. Á höfuð-borgar-svæðinu fjölgaði íbúunum um 19,1%, á grannsvæði þess (Suðurnes, Akranes, Árborg, Hveragerði og Ölfus-hrepp--ur) um 10,2%, á Akureyri um 8,3% en á öðrum landssvæðum til samans fækk-aði fólki um 9,0%.

Ofangreind skipting landsins í fjóra flokka gefur aðeins heildarmynd af þróuninni. Sé horft nánar til síðastnefnda flokksins blasir mjög mismunandi mynd við. Fólksfjölgun hefur verið í uppsveitum Árnessýslu, Borgarbyggð og á norðanverðu Snæfellsnesi. Fólki fækkaði mest í Dalabyggð, á Vestfjörðum, á Siglufirði og Ólafsfirði, á svæðinu milli Kópaskers og Vopnafjarðar, á útgerðar-stöðunum á Mið-Austurlandi og í Skaftár-hreppi.

Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir því að íbúum landsins fjölgi úr 280 þús. árið 2000 í 317 þús. árið 2025. Er þá reiknað með jöfnum fjölda þeirra sem flytja til landsins og þeirra sem flytja frá því. Framreikningur mannfjöldans sýnir einnig að vænta má mikilla breytinga í aldurs-samsetningu þjóðarinnar. Ef áhrif búferlaflutninga til og frá landinu eru ekki tekin með mun landsmönnum 50 ára og eldri fjölga úr 70 þús. árið 2000 í 112 þús. árið 2025, en landsmönnum 0-49 ára fækka úr 210 þús. árið 2000 í 205 þús árið 2025. Mest áberandi er þó fjölgunin í aldurshópnum 60-79 ára en fjöldi fólks á því aldursskeiði mun tvöfaldast á þessum tíma.

Vegna áhrifa búferlaflutninga er erfitt að meta líklegar breytingar á aldurssamsetningu íbúa einstakra landshluta umfram þá þróun sem á sér stað á landinu öllu. Búferla-flutn-ingar eru stærsti óvissuþátturinn í mannfjöldaþróuninni næstu árin. Þannig hefur aðflutningur erlendra ríkisborgara, sem margir eru á aldrinum 20-35 ára, skapað ákveðið jafnvægi í aldursdreifingu margra sjávarbyggða, en íbúar á þessum aldri eru einmitt stærsti hópurinn sem flytur á brott. Þá vekur athygli að aðflutningur fólks frá útlöndum hefur upp á síðkastið vegið þyngra í íbúa-fjölgun höfuðborgar-svæðisins en flutningur fólks af landsbyggðinni.

Á höfuðborgarsvæðinu eru konur um 2.500 fleiri en karlar. Á hinn bóginn eru fleiri karlar á landsbyggðinni. Þetta skýrist m.a. af því að atvinnumöguleikar kvenna eru mun fjölbreyttari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, einkum í þjónustu- og þekk-ingargreinum, sem 80% kvenna starfa við. Konur hafa almennt betri möguleika til framfærslu og félagslífs á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Nýbúum hefur fjölgað á Íslandi undanfarin ár. Þetta er fólk sem komið hefur víða að úr heiminum. Vegna mikils framboðs á atvinnu og góðu samfélagslegu stuðningskerfi má búast við því að nýbúum haldi áfram að fjölga á næstu árum.

Á landsbyggðinni er mikið um erlent vinnuafl í fiskvinnslu og nokkur dæmi um að yfir10% íbúanna séu erlendir ríkisborgarar, t.d. á Tálknafirði og Bakkafirði. Athygli vekur líka að aldurs-skipting erlendra ríkisborgara hér á landi er frábrugðin því sem gildir um þjóðina alla, auk þess sem konur eru nokkru fleiri en karlar. Þannig er um 8% kvenna á aldrinum 20-29 ára erlendir ríkisborgarar.


Atvinnu- og samfélagsþróun
Samfélagið hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Á síðustu 5-6 árum hefur mikill hagvöxtur verið í landinu og kaupmáttur fólks aukist töluvert. Á sama tíma hefur störfum fjölgað og atvinnuleysi minnkað. Markaðsumbætur, aukin samkeppni og skýrari leik-reglur eru taldar hafa leitt af sér aukna framleiðni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Í þessu umhverfi hafa nýjar þekkingar-greinar vaxið. Má þar nefna fjár-málaþjónustu og -umsýslu, hugbún-aðar-gerð, sérfræðiþjónustu, fjölmiðlun, marg-miðlun, líftækni, lyfjafram-leiðslu og fjarskiptaþjónustu. Sem dæmi um umsvif þessara greina hefur Þjóðhagsstofnun áætlað að velta í upplýsingatæknigreinum á árinu 2001 hafi verið um 70 milljarðar króna og um 20 milljarðar króna í síma og fjarskiptaþjónustu.

Þá hefur aukin þekking og tæknivæðing verið innleidd í hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og matvæla-iðnað. "Nýja hagkerfið" hefur sett svip sinn á hagþróun-ina og virðast Íslendingar standa framarlega á því sviði. Einnig hefur verið nokkur vöxtur í framleiðslu áls og ferða-þjónustu. Á árinu 2000 fjölgaði ferðamönnum sem komu til Íslands um 15%. Þá hafa Íslendingar verið að hasla sér völl erlendis í ríkara mæli en áður, ekki síst á sviði hugbúnaðar, sjávarútvegs og fjármála-þjónustu.

Nýju þekkingargrein-arnar hafa vaxið langmest á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, en í mjög tak-mörk-uðum mæli á landsbyggðinni. Utan höfuðborgarsvæðisins er sjávarútvegur lang þýðingarmesta atvinnugreinin og verður ekki annað séð en að það verði svo áfram. Meðallaun í fiskveiðum eru mun hærri en í öllum öðrum atvinnu-greinum á landsbyggðinni, bein og óbein atvinnusköpun sjávarútvegs er mikil og útsvarstekjur sveitarfélaga við sjávarsíðuna eru mun hærri en í sveitum og þéttbýlis-stöðum inn til landsins.

Alþjóðlegir straumar hafa haft aukin áhrif á þróun samfélagsins hér á landi. Má þar nefna aukna hnattvæðingu í efnahagslífi og viðskiptum, auk hnattvæðingar hugar-farsins, byltingu í upplýsingatækni, meiri umhverfishyggju, aukna markaðshyggju og alþjóðlega samkeppni, auk víðtækra áhrifa frá samrunaþróuninni í Evrópu. Margt af því sem hið opinbera sinnti áður hefur á síðustu árum verið að færast í hendur einka-fyrirtækja, bæði í nágrannalöndunum og hér á landi.

Atvinnuleysi er mjög lítið hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Sé horft til síðustu ára má segja að stór hluti fólks sem hefur verið atvinnulaust til lengri tíma, hafi verið fólk sem hefur ekki næga þekkingu eða líkamlegt atgervi til að vinna þau störf sem í boði eru. Þess vegna hefur orðið að flytja inn vinnuafl. Tölulegar upplýsingar gefa ekki til kynna að fólk hafi þurft í miklum mæli að flytja búferlum frá lands-byggð-inni vegna atvinnuleysis. Hins vegar er vitað að vegna einhæfni atvinnulífs víða á landsbyggðinni og mikils fjölda starfa á höfuð-borgarsvæðinu flytja margir búferlum fremur en að verða atvinnulausir.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefur orðið mikill munur á tekjuþróun eftir búsetu undanfarin ár. Meðaltekjur á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað meira en á landsbyggðinni. Á tekjuárinu 2000 var vísitala atvinnutekna á höfuðborgarsvæðinu 104 en var 101 árið 1995. Á landsbyggðinni var vísitala atvinnutekna 92 árið 2000 en var 99 árið 1995. Á landsbyggðinni lækkaði vísitala atvinnutekna í öllum skatt-um-dæm--um. Langmest var lækkunin á Vestfjörðum eða úr 111 árið 1995 í 92 árið 2000. Ljóst er að á höfuðborgarsvæðinu er hátt hlutfall tekjuhárra atvinnugreina og að innan margra atvinnugreina eru tekjur þar hærri en á landsbyggðinni, svo sem í opinberi þjónustu, verslun, viðskiptum og ýmsum þjónustugreinum sem einkaaðilar starfrækja.

Tekju- og eignabil milli fólks virðist hafa aukist í þjóðfélaginu. Í þeim nýju þekk-ingargreinum, sem hafa vaxið hratt að undanförnu er mikið framboð af áhugaverðum og vel launuðum störfum fyrir ungt menntað fólk. Þessi unga kynslóð nýtur nú betri lífskjara og hefur meiri tækifæri til að efnast en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þá hefur ör þróun á fjármagnsmarkaði m.a. stuðlað að því að margir einstaklingar hafa getað selt hlut sinn í fyrirtækjum, t.d. í sjávarútvegi, og ávaxtað fé sitt á markaði. Atvinnu-tekjur eru því ekki lengur sami mælikvarði á tekju-skiptingu í þjóðfélaginu og áður var. Til hefur orðið á nokkrum árum hópur fólks sem á miklar eignir sem það getur nýtt til fjárfestinga eða tekju-auka. Margt bendir til að tekju- og eignabilið í þjóð-félaginu muni halda áfram að aukast á næstu árum. Það eykur hættuna á að þjóð-félags-legt misrétti aukist og að ýmis þjóð-félagsleg vandamál verði erfiðari úrlausnar. Meðal annars eykur þetta bilið milli höfuðborgar-svæðis og landsbyggðar þar sem eignarhald á fyrirtækjum og hlutabréfum þjappast í æ ríkari mæli saman á fyrrnefnda svæðinu. Fyrirtæki á landsbyggðinni eru nú í mun meira mæli en áður í eigu annarra en heimamanna. Þetta er nú m.a. orðið mjög áberandi á Akureyri og í sjávarútvegi víða um allt land. Eignaskiptingin í landinu tengist orðið æ meira búsetu. Þeir eignameiri búa flestir á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölskyldugerð er svipuð hér á landi og í öðrum vestrænum ríkjum. Þeim sem búa í kjarnafjölskyldu fer fækkandi og æ fleiri kjósa að búa þar sem fjöldi í heimili er aðeins 1 eða 2. Þegar þjóðin eldist fjölgar þeim sem misst hafa maka sinn, unga fólkið hefur sambúð og eignast börn seinna en það gerði fyrir 10-20 árum síðan, m.a. vegna lengri skólagöngu. Skilnaðir eða sambúðarslit eru algeng, einstæð-ir foreldrar eru margir og töluvert er um að fólk á miðjum aldri sé ógift. Einnig fer fæð-ingartíðni lækkandi. Breytingar í fjölskyldugerð hafa áhrif á þróun byggðar. Í sveit-um, þorpum og minni bæjum á landsbyggðinni eru fjölskyldutengsl oft sterk og þessar byggðir eru gjarnan samfélög fjölskyldna. Þeir sem búa einir og njóta mikilla félags-legra tengsla utan nánustu fjölskyldu virðast almennt njóta sín betur á höfuð-borgar-svæðinu.

Menntunarstig þjóðarinnar fer stöðugt hækkandi, þátttaka kvenna í atvinnulífinu breytist hratt og hlutur þeirra í stjórnunar- og sérfræðistörfum fer vaxandi, orkunotkun á mann eykst stöðugt, neysluvenjur fólks eru sífellt að breytast með aukinni hagsæld, bifreiðaeign og bifreiðanotkun er að aukast og samgöngur innan og á milli landshluta verða sífellt greiðari, upplýsinga-tækninni fleygir fram, gildismat í þjóðfélaginu breyt-ist hratt, fólk verður sífellt kröfuharðara sem neytendur og tæknibreytingar eru örar.


Samanburður við önnur lönd
Við nánari athugun á byggðarþróun hér á landi síðustu árin og á aðgerðum hins opinbera sem ætlað hefur verið að hafa áhrif á þessa þróun er gagnlegt að leita samanburðar við önnur sambærileg svæði við norðanvert Atlantshaf. Má í því sambandi nefna Norður-Noreg, vesturströnd Írlands, Wales, Hálönd Skotlands og eyjarnar, Færeyjar, Nýfundnaland, Nova Scotia og Prince Edward Island í Kanada, og Maine í Bandaríkjunum.

Í samanburði við ofgreind svæði má segja að almennt skeri Ísland sig úr hvað varðar þróun efnahags- og atvinnulífs og almenna velmegun. Síðustu áratugi hefur fólksfjölg-un verið hlutfallslega meiri hér á landi, hagvöxtur meiri, atvinnuleysi minna og með-al-tekjur hærri. Öll þessi svæði, að Íslandi undanskildu, njóta margvíslegra utanað-komandi styrkja svo sem frá viðkomandi ríkisstjórnum eða Evrópusambandinu. Ísland sker sig einnig úr að því leyti að ekkert borgarsvæði í hinum löndunum hefur vaxið jafn hratt og Reykjavíkur-svæðið né boðið upp á sambærileg tækifæri fyrir fólk úr strjálbýli hvað snertir atvinnu og tekjuöflun. Þrándheimur, Bergen eða Oslo hafa ekki vaxið eins hratt og Reykja-vík, ekki heldur Dublin, Cork eða Galway á Írlandi, né heldur Aberdeen, Dublin, Edinborg og Glasgow í Skotlandi. Svipaða sögu er að segja vestanhafs. St. Johns á Nýfundna-landi, Halifax í Nova Scotia, Charlottetown á Prince Edward Island og Bangor og Portland í Maine, eru allt borgir sem hafa vaxið hægt í samanburði við höfuðborgar-svæðið hér á landi. Flestar þessara borga hafa um áratugaskeið haft minna aðdráttar-afl fyrir fólk búsett í dreifbýli en hefur verið reyndin hér á landi. Þess vegna eru sum héruð í dreifbýli í nágrannalöndunum ofsetin fólki, miðað við þá atvinnustarfsemi sem þar er í boði og atvinnuleysi alvarlegt. Einkum er þetta áberandi í Atlantshafsfylkjum Kanada. Styrkur íslensks atvinnulífs í samanburði við áðurnefnd svæði er eftirfarandi:

· Íslenskur sjávarútvegur býr við mun auðugri fiskimið og er að því er virðist tæknivæddari og almennt arðbærari en á hinum svæðunum.

· Ísland býr yfir verðmætum orkulindum í jarðhita og fallvötnum, en ekkert af þeim jaðarsvæðum sem áður voru nefnd á sambærilegar orkulindir.

· Ísland er fullvalda ríki og getur skipulagt efnahagsstarfsemi sína eins og best hentar undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þau jaðarsvæði í öðrum löndum sem hér eru til samanburðar þurfa gjarnan að sæta því að þeirra hagsmunir, t.d. í sjávarútvegsmálum víki fyrir öðrum mikilvægari hagsmunum þjóðar sinnar.

· Íslendingar eru almennt vel menntaðir og hafa, í mun meira mæli en þekkist á hinum svæðunum sótt háskólamenntun til annarra landa. Þetta háa menntastig og alþjóðleg þekking stuðlar að vexti nýrra þekkingargreina hér á landi svo og að hagnýtingu nýrrar tækni og alþjóð-legrar þekkingar í hefðbundnum greinum sem eru mikilvægar á landsbyggðinni.

Hagsaga Evrópu og Norður-Ameríku sýnir að breytingin úr sjálfþurftarbúskap í markaðshagkerfi leiddi yfirleitt til mikillar samþjöppunar fólks, fjármagns og atvinnu-starfssemi úr dreifbýli í þéttbýli, eftir því sem markaðshagkerfið eflist. Fólk og fjár-magn eru hreyfanlegir framleiðsluþættir sem leita gjarnan þangað sem tækifæri gefast. Breyttir atvinnuhagir kalla á búsetubreytingar fólks.

Hinn öri vöxtur Reykjavíkur á 20. öld hafði þau áhrif að draga til sín fólk af landsbyggðinni, jafnframt því sem atvinnulífið þar fékk tækifæri til endur-skipulagn-ingar samfara fólksfækkun. Eftir því sem tækninni fleygði fram þurfti færra fólk til starfa í landbúnaði eða sjávarútvegi. Mörg önnur sambærileg svæði í nágranna-löndum höfðu ekki sömu tækifæri þannig að íbúarnir sátu eftir, atvinnulitlir og tekju-lágir og atvinnuvegirnir ofsetnir fólki. Við slíkar aðstæður er kallað á aðgerðir stjórnvalda til að hægja á tækniframförum og hagræðingu. Dæmi um slíkt eru alkunn úr sjávarútvegi á austurströnd Kanada, í Norður-Noregi og í landbúnaði á Írlandi.


Horfur og væntingar
Horfur og framtíðarmöguleikar eru mismunandi eftir landshlutum, héruðum og byggðarlögum og verður fjallað stuttlega um þá helstu hér á eftir. Ítrekað skal að ekki er nóg að ýmsir atvinnukostir og sóknarfæri séu fyrir hendi ef ekki er til staðar áræði, þekking, fólk og fjármagn til að nýta þá.

q Suðvesturland utan höfuðborgarsvæðisins.
Helstu kostir þessa svæðis eru nálægð við höfuðborgarsvæðið sem nýta má til eflingar byggð á Suðurnesj-um, í Árnessýslu, auk Akraness og Borgarbyggðar. Suð-vestur-land, allt frá Árnessýslu til Borgarfjarðar er smám saman að verða eitt atvinnu- og þjón-ustu-svæði. Íbúar á svæðinu hafa góðan aðgang að allri þeirri þjónustu og þekk-ing-ar-starfsemi sem í boði er á höfuðborgarsvæðinu og samgöngur eru greiðar um svæðið. Vænta má að byggð-arlög á þessu svæði haldi áfram að eflast á næstu árum.

q Eyjafjörður.
Í Eyjafirði hefur fólksfjölgun verið lítil síðustu 10-20 árin. Hún hefur verið nokkur á Akureyri eða 0,8% á ári. Hins vegar fækkaði fólki í flestum öðrum sveitarfélögum, einkum út með firði. Störfum í iðnaði fækkaði mjög, sjávarútvegur efldist verulega en störfum fjölgað fyrst og fremst í þekkingar- og þjónustugreinum. Í Eyjafirði búa nú u.þ.b. 20 þúsund manns. Þetta er fjöl-mennasta og öflugasta þéttbýlissvæðið á landsbyggðinni og það svæði utan Suð-vest-urlands sem líklegast er að laði til sín fólk og fyrirtæki í einhverri í samkeppni við höfuð-borgarsvæðið.

Sérstök tillaga er um að gerð verði byggðaáætlun um eflingu Eyjafjarðar-svæð-is-ins í samstarfi við sveitar-félögin á svæðinu, atvinnulífið, samtök launafólks o.fl. aðila. Framlag ríkisvalds-ins verði efling Akureyrar sem skólabæjar á fram-halds-skóla- og háskóla-stigi, flutningur starfa og verkefna í opinberri þjónustu til Akur-eyrar, m.a. á sviði sjávarútvegs, og stuðningur við eflingu ferðaþjónustu og þekk-ingarstarfsemi á svæðinu.

q Vesturland.
Byggðin á Akranesi, við norðanverðan Hvalfjörð og í Borgarbyggð hefur vaxið og atvinnulíf eflst. Tilkoma Hvalfjarðarganga og uppbygging orkufreks iðnaðar á Grundar-tanga hefur haft þar mikil áhrif. Þá hefur ferða--þjónusta eflst, svo og menntastofnanir á svæðinu. Þar má einkum nefna Viðskiptaháskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og starfsemi Kennaraháskóla Íslands á Varmalandi. Telja verður að horfur séu almennt góðar fyrir byggð á þessu svæði, einkum þéttbýlið, vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið, vaxandi umferðar, fjölgunar ferðafólks og góðra horfa á áframhaldandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Grundartanga.

Snæfellsnes liggur vel við samgöngum til og frá Reykjavík og hafa Hval-fjarðargöng haft mikil áhrif í því sambandi, auk almennra vegabóta. Á þéttbýlisstöðunum á norðanverðu nesinu er atvinnuástand almennt gott, en þó fremur einhæft. Sjávarútvegur er fjölbreyttur og byggist mjög á sókn á nálæg fiskimið. Ferða-manna-þjónusta er vaxandi á nesinu, m.a. vegna fjölbreyttrar náttúru, góðra samgangna allan ársins hring og aðdráttarafls Breiðafjarðar. Nýta má svæðið enn betur fyrir sumarhúsabyggð og til ferðaþjónustu, m.a. mun Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sem stofnaður var í lok júní árið 2001 skapa ný sóknarfæri. Þá liggja nokkrir möguleikar í fiskeldi og frekari nýtingu jarðhita á svæðinu.

Í Dalabyggð og Reykhólahreppi hefur fólki fækkað mikið og samdráttur verið í atvinnulífi, einkum í landbúnaði. Þetta svæði þyrfti verulegan stuðning af opinberri hálfu einungis til þess að treysta þá búsetu sem þar er nú fyrir hendi. Nefna má sem dæmi möguleika á uppbyggingu ferðaþjónustu sem byggir á sögulegri arfleifð í Dalasýslu og hugsanleg tækifæri til frekari uppbyggingar Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum.

q Vestfirðir.
Á norðanverðum Vestfjörðum er eðlilegt að horfa til Ísafjarðarbæjar, Bolungar-víkur og Súðavíkur sem eins þéttbýlissvæðis, sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á sjávarútvegi og þjónustu við íbúana. Næg atvinna hefur verið á svæðinu en störfin fremur fábreytt. Flytja hefur þurft inn vinnuafl til starfa í fiskvinnslu. Nokkrir möguleikar eru þar á uppbyggingu fiskeldis og árstíðarbundinnar ferðaþjónustu. Markaðssetning svæðisins hefur vakið athygli, t.d. hlutu Vestfirðir Scandinavian Travel Award fyrir árið 2001. Brýnt er að efla háskólamenntun á svæðinu.

Í Vestur-Barðastrandarsýslu hefur fólki fækkað mikið undanfarin ár. Atvinnuástand hefur verið þokkalegt á svæðinu og jafnvel þurft að flytja inn erlent vinnuafl til starfa í fiskvinnslu. Atvinnulífið er fremur einhæft og byggir aðallega á sjávarútvegi. Svæð-ið er afskekkt og því áríðandi að bæta samgöngur að og frá svæðinu, m.a. með heilsárssamgöngum við norðanverða Vestfirði. Helstu sóknarfæri auk sjávarútvegs eru talin vera í ferðaþjónustu og fiskeldi.

Í Strandasýslu stendur byggð höllum fæti og þar hefur fólki fækkað stöðugt. Byggðin er mjög dreifð og hefur atvinnulífið fyrst og fremst byggst á landbúnaði í sveitum og sjávarútvegi á Hólmavík og Drangs-nesi. Atvinnuástand hefur verið nokkuð gott á Hólmavík og Drangsnesi en atvinnulífið er einhæft.

Ekki er ráðlegt að gera ráð fyrir að íbúum fjölgi á Vestfjörðum á næstu árum. Opin-berar aðgerðir þurfa fyrst og fremst að beinast að því að bæta búsetuskilyrðin til að treysta byggðina, m.a. með samgöngubótum, eflingu menntunar og þekkingar og stuðningi við framfarir í atvinnulífi.

q Norðurland vestra.
Fólki hefur fækkað mikið í Húnaþingi undanfarin ár og atvinna dregist saman, jafnt í þéttbýli sem sveitum. Tekjur á þessu svæði eru almennt lágar nema á Skagaströnd, en þar hefur fólksfækkun verið minnst. Atvinnulífið byggist upp á landbúnaði, sjávar-útvegi og þjónustu. Ekki er útlit fyrir annað en að fólki muni halda áfram að fækka á svæðinu nema eitthvað nýtt komi til. Á Blönduósi er mögulegt að byggja upp þjónustu- og verslunarmiðstöð við þjóðveginn.

Atvinnulíf í Skagafirði, einkum á Sauðárkróki, er tiltölulega fjölbreytt og stærstu fyrir-tækin á staðnum standa nokkuð traustum fótum, m.a. Fiskiðjan Skagfirðingur, Kaup-félagið og Steinullarverksmiðjan. Þá er opinber þjónusta þar í góðu horfi. Tækifæri til uppbyggingar menningartengdrar ferðaþjónustu hafa verið nýtt í nokkr-um mæli en þau má nýta betur. Einnig eru fyrir hendi töluverðir möguleikar í fisk--eldi og nýjum búgreinum í Skagafirði, t.d. tengdir hrossarækt. Hólaskóli hefur eflst á undanförnum árum sem þekkingarmiðstöð í héraðinu. Nýr vegur yfir Þverárfjall mun auka hlutverk bæjarins sem þjónustumiðstöðvar á Norðurlandi vestra og styrkja tengslin milli Sauðárkróks, Blönduóss og Skagastrandar.

Fólki á Siglufirði hefur fækkað um helming á s.l. 40 árum. Ástæður þess eru m.a. lega staðarins og einhæfni í atvinnulífi. Með nýjum jarðgöngum munu tengsl stað-arins við Eyjafjarðarsvæðið styrkjast. Ekki er ráðlegt að gera ráð fyrir að fólki muni fjölga á Siglufirði á næstu árum.

q Þingeyjarsýslur.
Atvinnulíf á Húsavík hefur átt undir högg að sækja og rekstrarerfiðleikar verið hjá fyrirtækjum. Þó hefur ferðaþjónusta þar verið í sókn. Áríðandi er að styrkja stoð-ir atvinnulífs á staðnum, m.a. í sjávarútvegi, til að treysta byggðina Staðurinn hefur töluverða möguleika til að nýta jarðhita til iðnaðar og fiskeldis, svo og til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu. Mikilvægt er að áfram verði haldið rann-sóknum á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum.

Byggð stendur mjög höllum fæti í Norður-Þingeyjarsýslu. Fólki hefur fækkað mjög í héraðinu undanfarin ár. Samgöngur við svæðið eru erfiðar og það er úr alfaraleið. Atvinnulífið er einhæft og tekjur lágar. Þurft hefur að flytja inn erlent vinnuafl til starfa í fiskvinnslu á Raufarhöfn og Þórshöfn. Héraðið hentar vel til eflingar sauð-fjárræktar og árstíðarbundinnar ferðaþjónustu. Mikilvægt er að bæta vegasamgöngur við svæðið.

q Austurland.
Á Mið-Austurlandi eru áform um uppbyggingu vatnsafls-virkjana á hálendinu norðan Vatnajökuls, orkufreks iðnaðar í Reyðarfirði, svo og um eflingu fiskeldis, allt frá Berufirði til Seyðisfjarðar. Þá eru nokkur sóknar-færi í nýjum búgreinum, einkum á Fljótsdalshéraði. Talsverðir möguleikar eru í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu, m.a. vegna millilandaflugvallar á Egilsstöðum og ferjusiglinga til Seyðisfjarðar.

Uppbygging orkufreks iðnaðar er mjög þýðingarmikil fyrir byggð á Austurlandi. Áríðandi er að ríkið ásamt sveitarfélögunum á svæðinu standi skipulega og tímanlega að öllum undirbúningi verkefnisins svo uppbyggingin verði til sem mestra hagsbóta fyrir svæðið. Í því sambandi þarf m.a. að huga að bygg-ingu íbúðarhúsnæðis, mennta-stofnana, opinberrar þjónustu og samgangna, svo og að styðja fyrirtæki á Austurlandi við að nýta þau viðskiptatækifæri sem munu skapast í framkvæmdum og þjónustu.

Mikilvægt er að bæta samgöngur til Vopnafjarðar með nýjum vegi um Hofsárdal. Það háir byggð-inni á Vopnafirði hve afskekkt hún er. Atvinna hefur verið nokkuð góð á staðn-um, en fábreytt, og hefur hún byggist að verulegu leyti á sjávarútvegi. Ef áform um uppbyggingu virkjana á Austurlandi ná fram að ganga munu einstakl-ingar og fyrir-tæki á Vopnafirði njóta þess í auknum viðskipta- og starfstækifærum.

Nokkurrar stöðnunar hefur gætt í atvinnulífi á Hornafirði undanfarin ár eftir mikla uppbyggingu síðustu 2-3 áratugi, m.a. vegna hagræðingar og samdráttar í sjávar-útvegi og landbúnaði. Hornafjörður hefur vegna legu sinnar og nálægðar við Vatnajökul möguleika til uppbyggingar ferðaþjónustu, auk þess sem sjávar-útvegur í bænum stendur nokkuð traustum fótum. Á staðnum er framhaldsskóli og verið er að byggja upp Nýheima, þróunar- og menntasetur staðarins.

q Suðurland.
Á síðustu árum hefur fólki fjölgað í Árnessýslu og atvinnulíf eflst. Ekki er að sjá annað en sú jákvæða þróun haldi áfram. Það er m.a. vegna góðra landkosta, þétt-býlis og nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Selfoss gegnir miklu hlutverki sem þjónustu-miðstöð alls Suðurlands. Byggð í Rangárþingi og Vestur-Skaftafells-sýslu hefur ekki vaxið að sama skapi og byggð í Árnessýslu og reyndar verið mikil fækkun í Skaftár-hreppi. Sóknarfærin þar liggja helst í nýjum búgreinum, matvælaiðnaði og ferða-þjónustu.

q Vestmannaeyjar.
Í Vestmannaeyjum hefur byggðin átt í vök að verjast undan-farin ár og fólki fækkað. Vestmannaeyjar hafa mikla sérstöðu hér á landi vegna legu sinnar, mikilvægis sjávar-útvegs, sérstakrar náttúru og sögu, og eyja-sam-félagsins. Leita þarf allra leiða til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Greiðar samgöngur eru forsenda þess að hægt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífi og treysta byggðina.

Nýir áhrifaþættir í þróun byggðar; áhersla á byggðakjarna
Á undanförnum árum hefur höfuðborgarsvæðið verið langöflugasta vaxtarsvæðið á landinu, og raunar það svæði sem hlutfallslega hefur vaxið örast á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað í Evrópu og Norður-Ameríku. Mestur vöxtur hefur verið þar, einkum í þekkingar-greinum, þjónustugreinum og fjárfestingum. Hin öri vöxtur og fjölbreyttni í atvinnu og þjónustu hefur laðað fjölda nýrra íbúa til svæðisins bæði af landsbyggðinni og í auknum mæli erlendis frá. Ekkert bendir til annars en að höfuðborgar-svæðið verði áfram helsta vaxtarsvæði landsins.

Nauðsynlegt er að taka raunsætt mið af yfirburðarstærð og vægi höfuðborgar-svæðis-ins í íslensku samfélagi við stefnumótun stjórnvalda í byggðamálum. Annars vegar er höfuðborgarsvæðið alþjóðlega samkeppnishæft borgarsvæði sem þjónar öllu landinu. Það gegnir lykilhlutverki fyrir smáþjóð á borð við Ísland sem vill bjóða landsmönnum sambærileg lífsskilyrði, atvinnukosti, menntun, menningu og þjónustu og eru meðal stórþjóða. Á hinn bóginn er aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins fyrir fólk, fyrirtæki og fjármagn svo sterkt að önnur byggðarlög í landinu eiga í erfiðleikum með að halda sínum hlut í samkeppninni, einkum þau sem ekki njóta nálægðar við það.

Nú á tímum er sú byggðastefna líklegust til árangurs hér á landi sem eflir þau byggðarlög er fjöl-menn-ust eru og eiga mesta möguleika til vaxtar í samkeppni við höfuðborgar-svæðið. Fjölbreytni í atvinnulífi, menningu og opinberri þjónustu þrífst fyrst og fremst á fjölmennum þéttbýlisstöðum. Stærstu byggðarlögin hafa því að jafnaði mest að-drátt-arafl fyrir fólk og geta jafnframt virkað sem þjónustukjarnar og þekkingarmiðstöðvar fyrir heila landshluta. Uppbygging öflugra byggða-kjarna er þó ekki á kostnað fámennari byggðarlaga. Þvert á móti sýnir reynslan að nálægð við fjölmenna og vaxandi þéttbýlisstaði hefur mjög jákvæð áhrif fyrir sveitir og minni þéttbýlisstaði. Má þar nefna sem dæmi Eyjafjarðarsveit og uppsveitir Árnessýslu.

Eftir því sem höfuðborgarsvæðið stækkar og samgöngur batna verða áhrif þess á byggð í næstu héruðum meiri og ná smám saman lengra. Horfur eru á að allt svæðið frá Rangárþingi til Snæfellsnes verði smám saman að einni öflugri heild þar sem byggðin muni standa traustum fótum. Þótt Akureyri vaxi jafnt og þétt er bærinn enn það fámennur að áhrif hans á byggðarlög utan Eyjafjarðar eru fremur takmörkuð, þó meiri til austurs en vesturs.

Mikil samþjöppun byggðar á Suðvesturlandi undanfarna áratugi er alveg hliðstæð þróun við það sem hefur gerst í nágrannalöndunum. Fámenn afskekkt byggðarlög eiga almennt undir högg að sækja, en byggðir nálægt fjöl-menn-um þéttbýlisstöð-um eflast. Margir kjósa gjarnan að búa í fámennu byggðarlagi ef þeir geta jafnframt notið atvinnukosta og þjónustu borgarsamfélagsins. Samþjöpp-un byggðar er ferli sem verður ekki stöðvað. Það er verkefni stjórnvalda að taka þátt í þeirri þróun og beina henni í skynsamlegan farveg en ekki að berjast gegn henni.

UM BYGGÐASTEFNU

Hvað er byggðastefna?

Stjórnvöld í flestum ríkjum Evrópu og Norður-Ameríku hafa um áratuga skeið beitt byggðastefnu í einni eða annarri mynd. Vegna þess hve byggðaþróun er í eðli sínu flókið og síbreytilegt viðfangsefni er byggðastefna sífelldum breytingum undiropin. Aðstæður til að beita henni eru líka mjög mismunandi eftir löndum.

Byggðastefna er hugtak sem ekki hefur alveg skýra merkingu. Í hugtakinu felst þó jafnan að það sé skipuleg viðleitni stjórnvalda til að hafa áhrif á þróun byggðar í tilteknum landshlutum, héruðum eða byggðarlögum. Það er samheiti yfir margvís-legar opinberar aðgerðir sem ætlað er að styðja þau byggðarlög, héruð eða landshluta þar sem búsetuskilyrði fólks og starfsskilyrði atvinnuvega eru lakari en í landshlutum þar sem byggð dafnar, atvinnulíf gengur vel og mannfjöldi er mestur. Í byggðastefnu einstakra landa og svæða eru mismunandi áherslur. Þannig er byggðastefna Evrópu-sambandsins með öðrum áherslum en byggðastefna Norðmanna svo dæmi sé tekið.

Byggðastefna tekur til fjölda málaflokka og varðar ýmsa þætti í stefnumörkun stjórnvalda; hún byggist meðal annars á því að samræma og samhæfa framkvæmdir og starfsemi á ýmsum sviðum hins opinbera. Þær opinberu aðgerðir sem eru liður í byggðastefnu geta verið af ýmsu tagi. Má þar nefna:

Beinar lán- og styrkveitingar til brýnna verkefna; stuðning við rannsóknir, ráðgjöf, nýsköpun og uppbyggingarstarf í atvinnulífinu; stefnumótun innan atvinnugreina sem mikilvægar eru á landsbyggðinni, t.d. landbúnaðar og sjávarútvegs; uppbyggingu samgöngu-, orku- og fjarskiptakerfa; stjórnsýslulega valddreifingu, t.d. með eflingu sveitarfélaga; skattaívilnanir, og svo mætti áfram telja.

Þótt framkvæmd byggðastefnu sé á ábyrgð eins ráðuneytis snertir hún starfsemi flestra þeirra með einum eða öðrum hætti.

Byggðastefna er í senn pólitískt og faglegt viðfangsefni. Í rökræðu um byggðastefnu hafa tekist á ólík pólitísk sjónarmið, svo sem um ríkis-forsjá og markaðshyggju, um það hversu langt eigi að ganga í jöfnunaraðgerðum milli svæða, um valddreifingu milli stjórnsýslustiga og um það hversu mikla áherslu eigi að leggja á að byggja upp kjarnasvæði og hve mikla áherslu eigi að leggja á að viðhalda byggðum sem eru fámennar, afskekktar og hnignandi. Á hinn bóginn er það faglegt úrlausnarefni að greina þróun byggðarinnar, orsakir hennar og árangursríkastu leiðirnar til treysta byggðir í landinu. Stuðningsaðgerðir hins opinbera þurfa að vera hagkvæmar og árangursríkar og forðast ber handahófskenndar og dýrar stuðningsaðgerðir sem gagnast fáum og eru aðeins til skamms tíma. Jafnframt þarf sífellt að leita leiða til að meta árangur af framkvæmd stuðningsaðgerða svo þær séu á hverjum tíma í sem bestu samræmi við aðstæður og þarfir einstaklinga, byggðarlaga og atvinnulífs.

Hvers vegna er þörf fyrir byggðastefnu ?
Segja má að byggðastefna eigi að vera liður í því almenna hlutverki hins opinbera að skipuleggja samfélagið og hafa áhrif á þróun þess til heilla fyrir borgarana. Rökin fyrir því að hið opinbera hafi áhrif á þróun byggðar í landinu má í megindráttum flokka í fernt og kenna við menningu, nýtingu auðlinda, jafnrétti borgaranna og aðlögun byggðar.

Menning: Menning þjóða þrífst á fjölbreytileika í lífsháttum og siðum, náttúru og sögulegum arfi: Hún dafnar best þegar hver einstaklingur og hvert hópur hefur skilyrði til að þroska eðli sitt og sérstöðu og gagnast með því sjálfum sér, og um leið sam-félag-inu í heild. Á tímum þegar ákveðin ógn steðjar að fjölbreytileika í heiminum, hvort sem er á sviði náttúru eða menningar, er það brýnna en áður að varðveita ólíka menningu, sögu og lífshætti og stuðla að sjálfbærri þróun lífríkis og byggðar. Hvert byggðarlag á Íslandi hefur ákveðna sérstöðu í náttúru, menningu og sögu, atvinnu- og lífsháttum sem hefur gildi fyrir þjóðina og auðgar hana sem eina heild. Það er því eftirsóknarvert fyrir Íslendinga sem sjálfstæða þjóð að mannlíf og menning dafni um allt landið. Með því ávaxtar þjóðin menningu sína og sögu, og varðveitir best sjálfsmynd sína og tilfinningu fyrir því hver hún er. Menning tengist jafnframt þeim þáttum sem hér koma á eftir, þ.e. nýtingu náttúruauðlinda, jafnrétti borgarana og aðlögun byggðar.

Nýting auðlinda: Náttúruauðlindir þjóðarinnar er að finna um allt landið, auk fiski-miða. Það stuðlar að hagkvæmri nýtingu margra þessara náttúruauðlinda að landið sé í byggð. Þrátt fyrir að tækniframfarir og samgöngubætur geri að verkum að byggð þurfi ekki að vera eins dreifð og áður, til dæmis vegna öflugri og hraðskreiðari fiskiskipa, stóraukinna landflutninga, og tæknivæðingar og hagræðingar í landbúnaði, þá er engu að síður mikilvægt fyrir nýtingu auðlindanna að landið sé í byggð. Forsenda þess, að nýjar atvinnugreinar, á borð við ferðaþjónustu, fiskeldi og orkufrekan iðnað, geti áfram byggst upp á Íslandi er ennfremur sú að þar séu blómlegar byggðir sem geta skapað þau skilyrði sem þessar greinar þurfa á að halda. Þá eru þeir sem á land-inu búa og byggja afkomu sína á gæðum þess jafnan best til þess fallnir að hafa um-sjón með auðlindum landsins og nytja þær af skynsemi:

Íbúar landsins eru bestu vörslu-menn þess. Síðast en ekki síst er þjóðinni nauðsyn að virkja þá auðlind sem býr í fólkinu í landinu, þekkingu þess hæfni og starfsorku. Atvinnuuppbygging og hag-vöxtur á Íslandi sem og annars staðar mun í vaxandi mæli byggjast á því að finna nýjar leiðir við að nýta það sem landið og fólkið gefur af sér. Byggðastefna á að stuðla að því að þetta markmið náist.

Jafnrétti borgaranna: Meginhlutverk hins opinbera er að skapa öllum borgurum sem hagstæðust skilyrði til þroska, og ennfremur sem jöfnust tækifæri til að nýta hæfileika sína og taka þátt í samfélaginu. Þetta hlutverk felur sér í ákveðnar skyldur stjórnvalda til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir jafnrétti borgaranna, sem til dæmis skapast vegna búsetu. Líta má á byggðastefnu sem lið í þeirri viðleitni stjórnvalda að tryggja öllum borgurunum, upp að ákveðnu marki, jafnan rétt og jöfn tækifæri í lífinu. Þannig á búseta til dæmis ekki að hafa áhrif á möguleika barna og ungmenna til að afla sér haldgóðrar menntunar. Þá er mikilvægt að stjórnvöld virði þau sterku tengsl sem fólk myndar við heimabyggð sína, átthaga og umhverfi. Byggðastefna á að vera liður í viðleitni stjórnvalda til að gera fólki, sem til dæmis vegna aldurs eða veikinda þarf á vissri opinberri þjónustu að halda, kleift að búa áfram í sinni heimabyggð.

Aðlögun byggðar: Í þjóðfélagi sem einkennist af örum breytingum á flestum sviðum, eru breytingar á byggð óhjákvæmilegar og oft æskilegar. Hagur einstaklinga og þjóða byggist í vaxandi mæli á hæfni þeirra til að laga sig að nýjum aðstæðum og nýta sér þau tækifæri sem þær hafa í för með sér. Sveiganleiki í búsetu er einn þáttur í þessari nauðsynlegu aðlögunarhæfni. Á hinn bóginn geta skyndilegar og róttækar breytingar í aðstæðum byggðarlaga haft óæskilegar afleiðingar í för með sér fyrir þau og íbúa þeirra. Svo mjög getur grafið undan grundvelli byggðarinnar að einstaklingar og fyrirtæki flosna upp án þess að fá sanngjarnt verð fyrir eigur sínar og eftir standa verðlitlar og vannýttar fasteignir og fjárfestingar. Þróun af þessu tagi er íþyngjandi fyrir einstaklinga, byggðarlög og þjóðina í heild. Það er því mikilvægt að hið opinbera aðstoði byggðarlög eftir megni við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, svo sem með samgöngubótum, aðstoð við umsköpun í atvinnulífi, aðgangi að ráðgjöf og þekkingaröflun.

Byggðastefna hér á landi
Stjórnvöld hér á landi hafa um áratugaskeið beitt margvíslegum aðgerðum í nafni byggðastefnu í því skyni að hafa áhrif á þróun byggðar í landinu. Einkum hefur henni verið beitt í þágu byggðarlaga þar sem fólki hefur fækkað, tekjur eru lágar, atvinnulíf er ótraust og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði og atvinnufyrirtækjum hafa verið takmark-aðar.

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda í byggðamálum má rekja allt aftur til kreppuáranna. "Stjórn hinna vinnandi stétta" kom t.d. á fót skipulagsnefnd atvinnumála árið 1934. Nefndin hafði mjög víðtækt valdsvið og verkefni, m.a. til að útrýma atvinnuleysi. Margar aðgerðir nýsköpunarstjórnarinnar 1944-1947 báru einnig keim af byggða-sjónarmiðum, m.a með kaupum á nýsköpunartogurum, Svíþjóðarbátum og uppbygg-ingu síldarverksmiðja og hraðfrystihúsa. Sérstakri stofnun, Framkvæmdastofnun ríkisins, var komið á fót 1972, m.a. til að vinna að framkvæmd byggðastefnu, en þar á undan var það eitt af hlutverkum Efnahagsstofnunar. Árið 1985 var Byggðastofnun komið á fót. Á áttunda og níunda áratugnum var miklu varið af opinberum fjármunum til stuðnings atvinnulífi á landsbyggðinni, mest með lánsfé á lágum vöxtum. Einkum var það sjávarútvegur sem naut slíks stuðnings. Á níunda og tíunda áratugnum urðu miklar breytingar í starfsumhverfi sjávarútvegs á landsbyggðinni, sem höfðu mikil áhrif í ýmsum sjávarbyggðum.

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun, sem fyrst voru sett 1985 en hefur síðan verið breytt, er tillaga að stefnumótandi byggðaáætlun til fjögurra ára lögð fyrir Alþingi. Það var fyrst gert 1993, síðan 1997 og nú í þriðja sinn. Þótt í stefnumótandi byggða-áætlun felist áætlun um margvíslegar opinberar aðgerðir sem hafa það að markmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni má segja að fjölmargar aðrar aðgerðir hins opinbera hafi ekki síður áhrif á þróun byggðar í landinu. Má þar nefna stefnu í sveitarstjórnarmálum, landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, samgöngu-málum og umhverfismálum.

Almenn búsetuskilyrði
Byggðastefna snýst um fólk, þarfir þess og óskir um lífsskilyrði. Hún byggist á þekk-ingu á því hverjar þessar þarfir og óskir eru og á raunhæfum leiðum til að bregð-ast við þeim. Rannsóknir sýna að afstaða fólks til byggðarlaga og búsetu tekur mið af atvinnukostum, þar sem gerðar eru sífellt meiri kröfur um fjölbreytni í starfs-vali, áhugaverð og krefjandi störf og góð starfskjör, auk krafna um ýmsa aðra þætti tengda þjónustu og umhverfi. Byggðastefna þarf því að styrkja marga búsetu-þætti í senn. Hér er hlutverk ríkisins þýðingarmikið, bæði vegna þess að það ber ábyrgð á skipulagi og rekstri opinberrar þjónustu og vegna þess að það getur með stefnumörk-un og laga-setningu í ýmsum málaflokkum, opinberum framkvæmdum og ýmsum aðgerðum, haft áhrif á almenn búsetuskilyrði fólks.

Aukin menntun og nýjar atvinnugreinar sem byggjast í vaxandi mæli á þekkingu, útivinna beggja foreldra, meiri hreyfanleiki og vaxandi velmegun, er meðal þess sem veldur því að almenningur gerir nú kröfur um fjölbreytilegri atvinnukosti og betri þjónustu en áður var. Flest bendir til að áhersla á góða menntun og fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu muni að öllum líkindum halda áfram að aukast á komandi árum.

Auknar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga um að skapa góð og nokkuð örugg búsetu-skilyrði sem laða að fólk og fyrirtæki. Hætt er við að sveitarfélög sem ekki geta boðið upp á góð búsetuskilyrði eigi í vök að verjast. Þó er rétt að hafa í huga að alls ekki er víst að þetta muni eiga við alls staðar. Fjölbreytt atvinnulíf og þjónusta er ekki það eina sem gerir byggðarlög áhugaverð og eftirsóknarverð til búsetu. Áfram munu verða á Íslandi mörg tiltölulega fámenn og frekar afskekkt byggðarlög þar sem afkoma fólks byggist nær eingöngu á sjávarútvegi eða landbúnaði og geta, eðli máls samkvæmt, ekki boðið upp á mikla fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu. Með því að nýta sér vel undirstöðuauðlindir þjóðarinnar geta mörg þeirra staðið undir góðu mannlífi og íbúarnir notið nærveru við náttúru landsins. Byggðarlög af þessu tagi hafa upp á margt að bjóða til dæmis fyrir þá sem lifa vilja kyrrlátara lífi í nánu sam-býli við náttúruna. Tilvist slíkra byggðarlaga eykur í reynd fjölbreytileika þjóðlífsins og skapar tækifæri fyrir fólk til ólíkra lífshátta. Mestu skiptir að slíkum byggðarlög sé með einhverju móti tryggður aðgangur að náttúruauðlindunum, þar sé góð og örugg grunnþjónusta, og samgöngur og fjarskipti séu greið.

Á hinn bóginn er útlit fyrir að almennt fækki störfum í hefðbundnum landbúnaði á komandi árum og ef til vill einnig að einhverju marki í sjávarútvegi. Þetta setur mörg byggðar-lög í vanda sem ljóst er að bregðast verður við með því að byggja upp atvinnu og þjónustu á öðrum sviðum. Byggðarlög sem ætla sér að vaxa og dafna, þurfa að geta boðið upp á skilyrði sem gera það áhugavert fyrir ungt fólk að setjast að og ný fyrir-tæki að hefja starfsemi. Þau þurfa að geta boðið upp á góða, aðgengilega og stöðuga uppeldis- og velferðarþjónustu, öflugt atvinnulíf, hæft og menntað fólk, og fjölþætta atvinnumöguleika, verslun og þjónustu. Þau þurfa ennfremur að vera vakandi fyrir breytingum í samfélaginu og geta brugðist við nýjum aðstæðum í atvinnulífi eða nýjum kröfum einstaklinga og fyrirtækja um þjónustu, samgöngur, fjarskipti, og fleira.

Heimildaskrá

Atlantic Canada Opportunities Agency. Upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðu þeirra http://www.acoa.ca.
Byggðastofnun (1997) Stefán Ólafsson: Búseta á Íslandi. Rannsókn á orsökum búferlaflutninga.
Byggðastofnun (2001) Framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum 1999-2001. Greinargerð Byggðastofnunar í apríl 2001.
Byggðastofnun (2001) Atvinnuþróun og stoðkerfi atvinnulífs á landsbyggðinni.
Byggðastofnun (2001) Byggðarlög í sókn og vörn – 1 Sjávarbyggðir.
Byggðastofnun (2001) Byggðarlög í sókn og vörn – 2 Landshlutakjarnar.
Eastern Maine Development Corporation. Upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðu þeirra http://www.emdc.org
Elsie Hellerström et al (2001) Fungerande partnerskap för regional utveckling – Erfarenheter från tre regioner i Sverige og Norge. Nordregio working paper 2001:9.
Enterprise Cape Breton Corporation. Upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðu þeirra http://www.ecbc.ca
Erhvervsministriest (2001) Regional Erhvervspolitisk Redegörelse .reg 21 (http://www.em.dk).
Hagstofa Íslands (2001) Landshagir 2001.
Highlands and Islands Enterprise Board. Upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðu þeirra http://www.hie.co.uk.
Industry, Trade and Rural Development, Newfoundland and Labrador. Upplýsingar um 20 atvinnuþróunarsvæði (economic Zones) er að finna á heimasíðu ráðuneytisins http://www.gov.nf.ca/itrd/ eða http://www.linkproject.nf.ca.
Jan Mönnesland (2001) Kommunale inntektssystemer i Norden. NIBRs Pluss-Serie 2-2001.
Jon P. Knudsen (2001) "Nordic Regional Imbalance on the Increase", pp. 4-5 in Journal of Nordregio Vol 1, No. 3.
Kommunal og regionaldepartmentet (2000) St. Meld. Nr. 31 Kommune, fylke, stat- en bedre opgavefordeling.
Kommunal og regionaldepartmentet (2000) St. Meld. Nr. 34 Om distrikts- og regionalpolitikken.
Nordregio (1999) Hallgeir Aalbu og Göran Hallin: When Policy Regimes Meet: Structural Funds in the Nordic Countries 1994-99.
Nordregio (2001) Keith Clement and Malin Hansen: Sustainable Regional Dvelopment in the Nordic Countries, Nordregio report 2001:8.
Nordregio (2001) Cluster Policies – Cluster Development? A contribution to the analysis of the new learning economy. Edited by Åge Mariussen. Nordregio report 2001:2.
Nordregio (2001) Innovation and learning for competitiveness and regional growth – a policy challenge. Editor Peter Maskell. Nordregio report 2001:4.
Reyðarál hf. (2001) Mat á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum álvers í Reyðarfirði.
Riksdagen (2001) Regeringens proposition 2001/02:4. En politik för tillvaxt och livskraft i hela landet.
Selskapet for industrivekst (SIVA). Upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra http://www.siva.no.
Statens nærings- og distriktsutviklingsfonden (SND). Upplýsingar um starfsemi sjóðsins er að finna á heimasíðunni http://snd.no.
Task Force on Community Economic Development in Newfoundland and Labrador (1995) Community Matters: The New Regional Economic Dvelopment.
Wales Development Agency. Upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðu þeirra http://www.wda.co.uk.
Þjóðhagsstofnun (2001) Fréttir nr. 8. Íbúaþróun á Íslandi.
Þjóðhagsstofnun (2001) Fréttir nr. 12. Tekjur, eignir og dreifing þeirra árin 1998 og 1999.
Þjóðhagsstofnun (2001) Hagvísar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum