Hoppa yfir valmynd
12. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Lög um afkynjanir felld brott

Alþingi samþykkti í gær frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella brott lög frá árinu 1938 um afkynjanir, sem heimiluðu í ákveðnum tilfellum aðgerðir á fólki sem kæmu í veg fyrir að það gæti aukið kyn sitt.

Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um brottfall laganna á Alþingi í mars síðastliðnum. Þá benti ráðherra á að meginefni laganna nr. 16/1938 hafi verið fellt úr gildi með lögum nr. 25/1975, um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.  Ákvæði um afkynjanir, sem skilgreint er sem brottnám á eistum karla og eggjastokkum kvenna, hélt þó gildi sínu.

Engar afkynjanir hafa verið gerðar hér á landi frá árinu 1971, en á tímabilinu 1938-1971 voru gerðar fjórar afkynjanir á körlum.

Heilbrigðisáðherra sagði í ræðu sinni á þingi að löngu væri tímabært að nema þessi lög úr gildi. Ljóst væri „að sú hugmyndafræði sem fyrrgreind lög byggðu á og nefnd voru mannkynbótastefna, samrýmist ekki nútímahugmyndum um virðingu fyrir einstaklingum og réttindum þeirra”.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum