Hoppa yfir valmynd
2. mars 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Heimsókn ráðherra á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Frá heimsókn ráðherra í Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - mynd

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, heimsótti Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á ferð sinni til Akureyrar á dögunum. Stofnunin er samstarfsvettvangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða hér á landi og er ætlað að efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi á því sviði.

Stjórnendur fóru yfir helstu þætti í starfsemi stofnunarinnar en stofnunin er meðal þátttakanda í nýju norrænu öndvegissetri um norðurslóðarannsóknir sem fékk á dögunum úthlutað ríflega 400 milljón króna styrk úr rannsóknasjóðum NordForsk. Framundan í hinu nýja öndvegissetri er umfangsmikið og þverlegt samstarf sem verður sett í gang á ýmsum sviðum eins og í loftslagsfræðum, umhverfishagfræði, rannsóknum á hafi og hafís, sjávarútvegsfræðum og áhrifum mannsins á vistkerfi norðurhjara.

Heimsóknin var upplýsandi og fróðleg til að fá betri innsýn inn í starfsemi Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og kynnast starfsfólki stofnunarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum