Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra styrkir Íþróttasamband fatlaðra

Ásmundur Einar ásamt Þórði Árna Hjaltested - myndMynd af vef Íþróttasambands fatlaðra

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Íþróttasambandi fatlaðra 1,0 milljón króna í styrk af ráðstöfunarfé sínu til verkefna sem miða að  því að auka þátttöku fatlaðra  barna í íþróttum.

Við afhendingu styrksins ræddi Ásmundur Einar um hve starf og verkefni Íþróttasambands fatlaðra væru áhugaverð og mikilvæg: „Í starfinu er þess m.a. freistað að sporna gegn félagslegri einangrun fatlaðra barna og unglinga og er það mikilvægur liður í aðgerðum sem við þurfum að grípa til sem samfélag“.

Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, þakkaði Ásmundi Einari ráðherra fyrir styrkinn, lýsti mikilli ánægju með þann áhuga sem hann hefur sýnt starfsemi sambandsins og sagði þann velvilja ómetanlegan og hvatningu til enn frekari eflingar íþróttastarfs fatlaðra á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira