Hoppa yfir valmynd
26. september 2011 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi

Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2012-2013.

Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2012-2013.  Auk styrkja til háskólanáms og rannsóknastarfa eru veittir styrkir til tungumálanáms, kynnisheimsókna, starfsþjálfunar á ákveðnum sviðum svo og eru veittir sérstakir styrkir til listamanna. Einnig eru í boði styrkir fyrir fyrrverandi DAAD-styrkþega.

Vinsamlega athugið að umsækjendur sem dvalið hafa í Þýskalandi í ár eða lengur koma ekki til greina.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á eftirfarandi vefslóðum:


Frekari upplýsingar veitir einnig Jessica Guse, lektor í þýsku við Háskóla Íslands ([email protected]).
Umsóknum skal skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í síðasta lagi 24. október 201
1.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum