Hoppa yfir valmynd
23. maí 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun úr Sprotasjóði 2018

Hlutverk Sprotasjóðs er að við styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 38 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið styrkveitinganna nú eru á verklegt nám, vellíðan og menntun fyrir alla. Alls bárust 83 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 190 milljónir.

„Sprotasjóður er gegnir afar mikilvægu hlutverki í þróun og nýsköpun í íslensku skólastarfi. Það er ánægjulegt að sjá hversu margar metnaðarfullar og vel útfærðar umsóknir berast frá kennurum á öllum skólastigum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Salaskóli er meðal þeirra skóla sem fengið hafa styrki úr sjóðnum en Hafsteinn Karlsson, skólastjóri hans, segir að styrkir úr sjóðnum ráði oft úrslitum um hvort farið sé af stað í ákveðin verkefni og þau komist af hugmyndastiginu: „Þessir styrkir skipta okkur skólafólk miklu máli til að þróa okkar starf og prófa nýja hluti. Við í Salaskóla fengum til að mynda styrk til þess að þróa nýsköpunarverkefni tengt fjármálalæsi og þar varð til mjög gott og gagnlegt efni sem við notum áfram og kynnum líka fyrir öðrum skólum. Þetta var dýrt í framkvæmd og við hefðum ekki haft bolmagn til að fara af stað með það án styrksins.“

Úthlutanir sjóðsins nú skiptast svo:

Umsýsla Sprotasjóðs er hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) en stjórn sjóðsins metur umsóknir hverju sinni.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um úthlutanir til stakra verkefna.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum