Hoppa yfir valmynd
19. október 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Hjúkrunarnemum fjölgar

Hjúkrunarnemum við Háskóla Íslands fjölgar um 25 á ári næstu ár. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga. Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga 2006 er lagt til að fjárframlög til Háskóla Íslands aukist um rúmlega níu milljónir króna til að standa straum af kostnaði vegna fleiri hjúkrunarfræðinema. Ákvörðunina um aukið fé til að mennta hjúkrunarfræðinga má rekja til samkomulags sem heilbrigðis- og menntamálaráðherra gerðu um ráðstafanir til að fjölga starfandi hjúkrunarfræðingum. Starfsmannaskortur hefur sett svip sinn á starfsemi heilbrigðisstofnana eins og Landspítala – háskólasjúkrahús undanfarið svo sem fram kom á opinberum vettvangi fyrr á árinu. Þá strax lýsti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra yfir því að hún hygðist gera það sem í sínu valdi stæði til að stuðla að fjölgun nema.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum