Hoppa yfir valmynd
26. september 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Stóraukin rafræn þjónusta Sjúkratrygginga Íslands

Einstaklingar geta nú nálgast á rafrænan hátt upplýsingar um eigin réttindi og stöðu í sjúkratryggingakerfinu, sótt afsláttarkort og skoðað reikningyfirlit og endurgreiðslur vegna heilbrigðisþjónustu. Á sama hátt geta veitendur heilbrigðisþjónustu nálgast upplýsingar til að ákvarða rétta kostnaðarþátttöku sjúklinga án frekari staðfestinga eða framvísunar á afsláttarskírteinum.

Sagt er frá þessari þjónustu í 5. tölublaði Fréttabréfs Sjúkratrygginga Íslands og því lýst hvernig hægt er að nýta sér hana.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum