Hoppa yfir valmynd
28. október 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aðgerðir til að draga úr tjóni bænda af völdum ágangs gæsa og álfta á ræktunarlönd

Heyskapur í Landsveit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa ákveðið að unnið verði að aðgerðaáætlun vegna ágangs gæsa og álfta í akra og tún bænda og fela stofnunum sínum að vinna að framgangi hennar.

Starfshópur, sem falið var að útfæra aðgerðir vegna vandans, skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tillögum sínum fyrr á árinu. Þar eru lagðar til ýmsar tillögur um aðgerðir og samhæft verklag milli umhverfis- og landbúnaðaryfirvalda til að vinna gegn þessum ágangi. Ráðuneytin taka undir tillögur stofnananna og telja að með þeim sé komin farvegur með raunhæfum aðgerðum til að draga úr tjóni svo sem með skráningu bænda á ágangi og tjóni, ráðgjöf til bænda um aðgerðir og að bæta tjón af völdum fuglanna.

Með samþykkt búvörusamninga á Alþingi núna nýverið fékkst vilyrði fyrir fjármögnun á mögulegum greiðslum til bænda til að bæta það tjón sem ágangur veldur, líkt og víða þekkist í nágrannalöndunum. Umhverfisstofnun verður gert betur kleift að sinna hlutverki sínu við að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra fuglategunda.

Samkvæmt aðgerðaáætluninni eru það Umhverfisstofnun og Matvælastofnun sem bera ábyrgð á þessum verkefnum í samstarfi við Bændasamtökin og fleiri aðila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum