Hoppa yfir valmynd
7. október 2014 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp um samræmdan rétt flóttamanna til sjúkratrygginga

Vegvísir á sjúkrahúsi
Vegvísir á sjúkrahúsi

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem tryggja á samræmdan rétt þeirra sem fá stöðu flóttamanna hér á landi til sjúkratrygginga og jafna þannig stöðu þeirra, verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir ríkisstjórn í dag.

Samkvæmt gildandi lögum um sjúkratryggingar eru flóttamenn sem ríkisstjórnin býður til Íslands sjúkratryggðir frá komudegi hafi Útlendingastofnun staðfest að viðkomandi hafi verið veitt réttarstaða flóttamanns samkvæmt lögum um útlendinga. Þeir sem koma til landsins á eigin vegum og fá stöðu flóttamanns eftir hælismeðferð þurfa aftur á móti að bíða í sex mánuði eftir því að verða sjúkratryggðir hér á landi. Á því tímabili hafa þeir getað keypt sér sjúkratrygginigu hjá vátryggingafélagi og í bráðatilvikum hafa þeir átt rétt á heilbrigðisþjónustu án endurgjalds.

Markmiðið með frumvarpi heilbrigðisráðherra er að samræma rétt flóttafólks þannig að allir sem fá stöðu flóttamanns, hvort sem það eru kvótaflóttamenn, einstaklingar sem lokið hafa hælismeðferð eða sem koma hingað vegna fjölskyldusameiningar verði sjúkratryggðir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira