Hoppa yfir valmynd
19. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Pohamba, forseti Namibíu
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Pohamba, forseti Namibíu

Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, afhenti þann 21. nóvemeber 2007 Pohamba, forseta Namibíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Namibíu með aðsetur í Pretoríu. Sendiherra átti einnig fund með utanríkisráðherra um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, tvíhliða viðskiptasamninga og fleira. Jafnfram átti sendiherra fund með framkvæmdastjórn Tollabandalags Suður-Afríkjuríkja (Southern African Custom Union, SACU) vegna fullgildingar EFTA-SACU fríverslunarsamningsins og með menntamálaráðherra um ýmis verkefni á sviði menntamála sem ÞSSÍ vinnur. Íslendingar hafa stundað þróunarsamvinnu í Namibíu frá því landið varð sjálfstætt árið 1990 og í viðræðum sendiherra við ráðamenn kom fram afar jákvætt viðhorf til samstarfsins við Íslendinga, jafnt í Namibíu sem á alþjóðavettvangi.



Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Pohamba, forseti Namibíu
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Pohamba, forseti Namibíu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum