Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2022 Utanríkisráðuneytið

Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum. Þetta kemur fram í skýrslu hjálparsamtakanna, Oxfam, sem birt var í aðdragana vorfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en fundurinn fer fram þessa dagana í Washington.

Fjölgun sárafátækra um 263 milljónir jafngildir því að allir íbúar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar hefðu um 250 krónur íslenskar í tekjur á dag, en viðmiðunarmörk sárafátæktar eru 1,90 bandarískir dalir. Oxam segir í skýrslunni – First Crisis, Then Catastrophe – að líklegt sé að í árslok búi um 860 milljónir manna við sárafátækt.

Að mati Oxfam er hætta á að framfarir síðustu tveggja áratuga þurrkist út vegna innrásarinnar í Úkraínu með hækkun matvælaverðs, uppskerubresti og truflunum á flutningi hrávöru. Meðal ríkra þjóða er matarkostnaður um 17 prósent að útgjöldum heimila en allt að 40 prósent í fátækari ríkjum eins og í löndunum sunnan Sahara í Afríku.

Í skýrslunni er bent á að fjölmargar ríkisstjórnir lágtekjuríkja séu komnar í alvarlega skuldakreppu og þær gætu neyðst til þess að skera niður opinber útgjöld til að greiða kröfuhöfum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

1 Engin fátækt
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum