Hoppa yfir valmynd
19. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag í Berlín

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda í Berlín - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag í Berlín. Þær ræddu m.a. samskipti þjóðanna, stöðu stjórnmála í Þýskalandi nú þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við og einnig um ýmis málefni á alþjóðavettvangi. Fjölluðu þær m.a. um mannréttindamál, jafnrétti kynjanna, málefni flóttafólks og hælisleitenda, varnarmál, umhverfismál, málefni norðurskautsins, menningarmálefni og áhuga Þjóðverja á Íslandi, sem m.a. endurspeglast í fjölda þýskra ferðamanna hér á landi. Jafnframt var rætt um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og stjórnmálaástandið á Íslandi. Þá var mál Hauks Hilmarssonar tekið upp á fundinum.

„Þetta var mjög gagnlegur fundur þar sem við ræddum ýmis málefni sem varða báðar þjóðir og m.a. um stöðuna í þýskum stjórnmálum, Evrópu og í alþjóðasamfélaginu. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að rækta okkar góðu samskipti við Þýskaland á tímum áskorana og breytinga á alþjóðavettvangi“, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundinum.
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands funda í Berlín - mynd
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands - mynd
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda í Berlín - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum