Hoppa yfir valmynd
12. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Íslenskir sprengjufræðingar til Írak

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðunneytið hefur gert um það samkomulag við Dani að Íslenska friðargæslan leggi til tvo sprengjusérfræðinga til starfa í Írak. Mennirnir tveir sem tiheyra sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eru þegar farnir á vettvang.

Hlutverk þeirra er að eyða og gera óvirkar sprengjur sem ógna öryggi almenningis í Írak og hamlar uppbyggingarstarfi í landinu. Vegna verkefnisins sóttu þeir sérstaka viðbótar þjálfun til Danmerkur og munu þeir starfa með danskri sérfræðingasveit að verkefninu.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 12. desember 2003




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum