Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2004. Greinargerð: 6. janúar 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - nóvember 2004

Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs til nóvemberloka. Framsetning afkomuyfirlits hefur verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar upp með sambærilegum hætti og áður.

Greiðsluafkoma. Samkvæmt nóvemberuppgjöri reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 8,2 milljarða króna sem er 14,5 milljörðum betri staða en á sama tíma í fyrra. Áætlun gerði á þeim tíma ráð fyrir um 10,9 milljarða króna lakari stöðu.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 247,7 milljörðum króna og hækkuðu um rúma 18 milljarða frá sama tímabili í fyrra eða um 8%. Skatttekjur ríkisins námu þar af 230,3 milljörðum króna sem er 13,7% meiri innheimta miðað við sama tíma í fyrra eða um 10,3% hækkun að raungildi. Innheimta skatttekna á tekjur og hagnað nam tæplega 72,4% og hækkuðu um 17% frá fyrra ári. Þar af hækkuðu tekjuskattar einstaklinga um tæpa 6 milljarða og tekjuskattur lögaðila um tæpa 2 milljarða. Innheimta tryggingagjalda jókst einnig á þessu tímabili eða um 10,3% frá því í fyrra en til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,6% á sama tímabili. Innheimta eignaskatta nam tæpum 11 milljörðum króna í nóvemberlok sem er aukning upp á 44,2%. Hér ber að nefna að aukning í innheimtu stimpilgjalda nam tæplega 62,8% frá fyrra ári enda hefur landslagið á lánamarkaðinum tekið miklum breytingum á árinu sem hefur stuðlað að því að margir sjá kostina við að skuldbreyta lánum sínum. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs hefur einnig aukist eða um 12,7% frá fyrra ári sem nemur 9,3% að raungildi. Þar munar mestu um innheimtu tekna af virðisaukaskatti, sem jafngildir 9,7% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að talsverð aukning var í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða um 36,4%. Sú aukning stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða en nýskráning bifreiða hefur, á fyrstu ellefu mánuðum ársins, aukist um 27,6% frá sama tímabili í fyrra.

Gjöld. Útgreiðslur fyrstu ellefu mánuði ársins nema 257 milljörðum króna og hækka um 16,6 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 11,6 milljörðum króna, eða um 4,8%. Hækkun milli ára kemur að langmestu leiti fram í félagsmálum, eða 14,1 milljarður. Undir þann málaflokk falla nær 2/3 hlutar af öllum útgjöldum ríkisins. Þannig hækka greiðslur til heilbrigðismála um 5,4 milljarða, hækkun almannatrygginga nemur 3,6 milljörðum og 2,5 milljarðar eru vegna fræðslumála. Þar næst munar mest um 2 milljaðra hækkun löggæslu og almennra opinberra mála. Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 0,8 milljarð milli ára og greiðslur til atvinnumála hækka um 0,7 milljarða sem er innan við 2%. Í heild eru greiðslurnar 700 milljónum umfram áætlun fjárlaga að viðbættum fluttum fjárheimildum frá árinu 2003. Þar vegur þyngst að greiðslur til almannatrygginga eru 3,6 milljörðum umfram áætlun. Greiðslur til heilbrgiðismála eru 2,1 milljarði umfram áætlun fjárlaga. Útgjöld til samgöngumála eru 3,2 milljörðum innan áætlunar þegar ónýttrum heimildum fyrra árs er bætt við fjárlagaáætlun. Önnur frávik eru minni.

Lánamál. Lántökur námu 27,6 milljörðum króna en afborganir voru 32,3 milljörðum. Þá voru greiddir 6,9 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs lækkaði um 2,1 milljarð á fyrstu ellefu mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

184.588

196.407

206.478

229.442

247.748

Greidd gjöld....................................................

175.616

200.379

221.362

240.313

256.960

Tekjujöfnuður.................................................

8.972

-3.972

-14.884

-10.871

-9.213

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

-

-3

-3.252

-11.313

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-851

-2.885

-1.465

-503

1.036

Handbært fé frá rekstri..................................

8.121

-6.860

-19.601

-22.687

-8.177

Fjármunahreyfingar.......................................

1.051

-15.851

9.585

21.056

17.734

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

9.172

-22.711

-10.016

-1.631

9.557

Afborganir lána..............................................

-34.443

-22.310

-32.463

-30.666

-32.321

Innanlands....................................................

-20.910

-7.506

-12.382

-18.216

-7.138

Erlendis.........................................................

-13.534

-14.804

-20.081

12.450

-25.183

Greiðslur til LSR og LH.................................

-5.500

-11.875

-8.250

-6.875

-6.875

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-30.771

-56.895

-50.728

-39.172

-29.639

Lántökur.........................................................

27.793

65.227

46.826

39.087

27.567

Innanlands....................................................

6.061

16.532

16.054

33.367

11.440

Erlendis........................................................

21.731

48.695

30.772

5.720

16.127

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-2.978

8.332

-3.902

-86

-2.072

Tekjur ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

188.379

202.617

230.302

6,0

3,5

7,6

13,7

Skattar á tekjur og hagnað.............

59.293

63.850

74.711

14,6

4,2

7,7

17,0

Tekjuskattur einstaklinga...............

47.134

49.800

55.627

17,1

7,0

5,7

11,7

Tekjuskattur lögaðila.....................

5.102

5.996

7.830

9,3

-28

17,5

30,6

Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

7.057

8.054

8.896

4,0

22,4

14,1

10,5

Tryggingagjöld................................

20.459

22.716

25.048

11,1

7,1

11,0

10,3

Eignarskattar...................................

9.696

7.582

10.931

12,9

1,6

-21,8

44,2

Skattar á vöru og þjónustu.............

98.308

107.849

121.531

-0,5

2,5

9,7

12,7

Virðisaukaskattur..........................

64.672

70.652

79.903

1,8

4,2

9,2

13,1

Aðrir óbeinir skattar.........................

33.636

37.197

41.628

-3,0

-0,6

10,6

11,9

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

2.689

4.095

5.585

-40,2

-5,2

52,3

36,4

Vörugjöld af bensíni.....................

6.799

6.973

7.859

-0,8

-1,9

2,6

12,7

Þungaskattur.............................

4.607

4.781

5.683

5,3

-0,9

3,8

18,9

Áfengisgjald og tóbaksgjald........

7.874

8.918

9.180

-1,7

0,7

13,3

2,9

Annað............................................

11.666

12.430

13.321

2,6

0,7

6,5

7,1

Aðrir skattar......................................

621

618

439

13,0

14,8

-0,5

-29,0

Aðrar tekjur.........................................

18.099

26.825

17.445

11,3

25,8

48,2

-35,0

Tekjur alls...........................................

206.478

229.442

247.748

6,4

5,1

11,1

8,0



Gjöld ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

24.027

24.432

26.434

4,5

16,0

1,7

8,2

Almenn opinber mál.........................

13.398

13.464

14.211

3,9

15,8

0,5

5,5

Löggæsla og öryggismál..................

10.629

10.968

12.223

5,2

16,2

3,2

11,4

Félagsmál..........................................

137.368

153.551

167.645

14,7

12,4

11,8

9,2

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

28.914

31.270

35.433

17,4

11,1

8,1

13,3

Heilbrigðismál..........................

56.408

63.270

68.655

10,0

13,4

12,2

8,5

Almannatryggingamál..............

44.077

50.112

53.739

19,3

12,4

13,7

7,2

Atvinnumál........................................

32.987

38.148

38.875

17,0

3,9

15,6

1,9

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

10.099

10.089

10.641

21,2

5,6

-0,1

5,5

Samgöngumál..........................

14.589

18.056

18.902

15,8

2,9

23,8

4,7

Vaxtagreiðslur...................................

17.600

13.502

12.681

4,7

6,3

-23,3

-6,1

Aðrar greiðslur..................................

9.378

10.679

11.325

45,3

2,5

13,9

6,0

Greiðslur alls.....................................

221.361

240.313

256.960

14,1

10,5

8,6

6,9



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum