Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drögað lagabreytingum á sviði fjarskipta til umsagnar

Drög að breytingum á lögum um fjarskipti, lögum um Póst- og fjarskiptstofnun og lögum um fjarskiptasjóð eru nú til umsagnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið [email protected].

Drög að breytingum á lögum um fjarskipti, lögum um Póst- og fjarskiptstofnun og lögum um fjarskiptasjóð eru nú til umsagnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið [email protected].

Breytingunum er ætlað að stuðla að markmiðum fjarskiptaáætlunar: Annars vegar að stuðla að sanngjarnari gjaldtöku fyrir tíðniheimildir og hins vegar að framlengja gildistíma laga um starfsemi fjarskiptasjóðs en samkvæmt sólarlagsákvæði laganna ganga þau úr gildi um næstu áramót.

Breyting á lögum um fjarskipti nr. 81/2003

PFS hefur samþykkt að framlengja gildistíma tveggja tíðniheimilda í kjölfar samráðs um tíðnirnar. Til þess að halda samræmi í gjaldtöku fyrir afnot tíðnanna þarf heimild í bráðabirgðaákvæði til þess að heimila gjaldtökuna. Verði það ekki gert má segja að verið sé að ívilna þessum tilteknu fjarskiptafyrirtækjum umfram það sem almennt tíðkast með því að framlengja tíðniheimildirnar án þess að nokkurt gjald komi fyrir.

Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003

Lögð er til lækkun á árgjaldi vegna notkunar tiltekinna tíðna sem rennur til stofnunarinnar. Annars vegar til að stuðla að bættum fjarskiptum á stöðum þar sem sérstaklega erfitt getur reynst að leggja ljósleiðara, er lagt til að hægt verði að nota þráðlaus fastasambönd í stað ljósleiðaraheimtauga og ekki tekið árlegt gjald fyrir notkunina í slíkum tilvikum. Gert er ráð fyrir að aðeins sé um örfáa staði að ræða sem fjarskiptasjóður hefur hingað til styrkt. Hins vegar er lagt til að til þess að stuðla að uppbyggingu háhraðafarnets (5. kynslóð farneta) verði breytt árlegu gjaldi fyrir tíðnir fyrir farnet. Mikill eðlismunur er á lægri tíðnisviðum og þeim hærri og að sama skapi endurspeglar núverandi fyrirkomulag ekki raunvirði tíðna á hærri tíðnisviðum sem ekki hafa verið tekin í notkun. Er því lagt til að gjaldinu verði þrískipt eftir því hvort um er að ræða tíðnir á lægri eða hærri tíðnisviðum og gjald fyrir hærri tíðnisviðin lækkað umtalsvert. Ekki er gert ráð fyrir því að tekjur stofnunarinnar lækki þar sem þessar breytingar munu frekar leiða til þess að þær aukist með aukinni nýtingu umræddra tíðna.

Breyting á lögum um fjarskiptasjóð nr. 132/2005

Hlutverk fjarskiptasjóðs er að úthluta fjármagni til verkefna til uppbyggingar fjarskipta sem ekki verður ráðist í á markaðsforsendum í samræmi við fjarskiptaáætlun. Meðal verkefna sem heyra undir verkefni fjarskiptasjóðs er átakið Ísland ljóstengt. Verkefnið felur í sér hagsbætur fyrir landsbyggðina, fyrir íbúa og fyrirtæki og þeirra sem ferðast um landið þar sem uppbygging ljósleiðarainnviða leiðir jafnframt af sér bætt þráðlaus fjarskipti víða um land. Breytingin sem hér er lögð til stafar af því að í lögunum er að finna sólarlagsákvæði sem felur í sér að lögin falla úr gildi í árslok. Þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi verkefnum sjóðsins á komandi árum er því hér lagt til að gildistíminn verði framlengdur til loka ársins 2022, svo hægt verði að ná markmiðum landsátaksins Ísland ljóstengt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum