Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2017 Innviðaráðuneytið

Drög að breyttum reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa til umsagnar

Drög að breytingum á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið [email protected].

Með drögunum er lögð til breyting á ákvæði reglnanna sem fjallar björgunarför fiskiskipa, nánar tiltekið ákvæði 5.2.2 sem segir að fiskiskip, styttri en 12 m að lengd, skuli búin gúmmíbjörgunarbáti sem rúmar a.m.k. alla skipverja.

Með erindi Fiskistofu var vakin athygli á vandkvæðum tengdum þessu ákvæði í framkvæmd en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða geta sérstakir eftirlitsmenn Fiskistofu farið í veiðiferðir með fiskiskipum. Þar sem fyrrgreint ákvæði kveður á um að gúmmíbjörgunarbátur skuli rúma a.m.k. alla skipverja, þ.e. þá sem lögskráðir eru um borð, hefur ekki verið tekið tillit til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu þurfi starfa sinna vegna að vera um borð. Þá er ákvæðið einnig í ósamræmi við önnur ákvæði reglnanna þar sem ávallt er gert ráð fyrir að björgunar- og öryggisbúnaður skuli miðast við alla um borð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum