Hoppa yfir valmynd
25. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

19. - 25. maí 2001

Fréttapistill vikunnar
19. - 25. maí 2001



Færustu sérfræðingar heims í lækningum á mænuskaða funda á Íslandi

Helstu sérfræðingar heims i lækningum á mænuskaða hittast á vinnufundi sem haldinn verður í Reykjavík 31. maí - 2. júní nk. Á fundinn koma 28 sérfræðingar á þessu sviði frá 10 löndum. Fundurinn er haldinn með stuðningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Fjallað verður um helstu nýjungar í lækningum á mænuskaða, ólíka meðferðarmöguleika, endurhæfingu mænuskaðaðra o.m.fl. Vinnuheiti fundarins er Human Spinal Cord Injury - New and emerging approach to treatment.
Dagskrá...

Upplýsingar um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á árunum 1990 - 2000. Í svarinu eru upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað úr sjóðnum til hvaða framkvæmda og hve miklu fé hefur verið úthlutað til einstakra framkvæmda.
SVAR RÁÐHERRA...

Reglur LSH um meðferð og afhendingu heilsufarsupplýsinga
Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur samþykkt reglur um meðferð heilsufarsupplýsinga og heimildir til að veita aðgang að slíkum upplýsingum eða afhenda þær. Reglurnar fjalla um meðferð heilsufarsupplýsinga í vörlsu sjúkrahússins og heimild til að veita aðgang og/eða afhenda slíkar upplýsingar. Reglurnar taka hins vegar ekki til afhendingar á heilsufarsupplýsingum til rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heilbrigðissviði.
REGLUR LSH...

Norrænt þing æðaskurðlæka haldið í Reykjavík
Norrænt þing æðaskurðlækna verður haldið í Reykjavík 7. til 9. júní 2001. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar sjá um skipulag þessa þings.Í undirbúningshóp þingsins sitja Stefán E. Matthíasson, Halldór Jóhannsson, Georg Steinþórsson, Helgi H. Sigurðsson og Haraldur Hauksson. Þingið verður haldið í aðstöðu Háskóla Íslands í Odda. Í tengslum við það verður haldinn postgraduate kúrs fyrir verðandi æðaskurðlækna. Einnig munu fyrirtæki halda sýningu á framleiðsluvörum sem notaðar eru við æðaskurðlækningar. Dagkskrá þingsins er aðgengileg á heimsíðu þess: http://www2.landspitali.is/isvs

Ný gjaldskrá vegna eftirlits Geislavarna ríkisins
Tekið hefur gildi gjaldskrá nr. 383/2001 vegna eftirlits á vegum Geislavarna ríkisins fyrir árið 2001. Gjaldskráin er aðgengileg á heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
GJALDSKRÁ...


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
25. maí 2001

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum