Hoppa yfir valmynd
29. júní 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar til maí 2006 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu eykst handbært fé frá rekstri um 28,3 milljarða króna innan ársins, sem er 16,7 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 21,5 milljörðum hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust um 18,5 milljörðum hærri en í fyrra á meðan að gjöldin lækka um 0,4 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 25,9 milljarða króna sem er 7,8 milljörðum betra en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – maí 2006

(Í milljónum króna)

      

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

91.868

108.695

109.190

136.556

155.065

Greidd gjöld

100.746

106.315

113.248

126.546

126.171

Tekjujöfnuður

-8.878

2.380

-4.057

10.009

28.894

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-12.059

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-1.462

173

1.110

1.557

-613

Handbært fé frá rekstri

-10.340

-9.506

-2.947

11.566

28.281

Fjármunahreyfingar

2.173

16.858

3.428

6.537

-2.428

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-8.167

7.352

481

18.102

25.853

Afborganir lána

-18.348

-17.929

-28.389

-29.994

-38.104

   Innanlands

-8.207

-5.521

-3.389

-13.770

-15.231

   Erlendis

-10.141

-12.408

-25.000

-16.224

-22.873

Greiðslur til LSR og LH

-3.750

-3.125

-3.125

-1.550

-1.650

Lánsfjárjöfnuður. brúttó

-30.265

-13.702

-31.033

-13.442

-13.901

Lántökur

28.324

16.540

40.861

9.273

11.010

   Innanlands

9.035

15.160

17.318

4.005

2.910

   Erlendis

19.289

1.380

23.544

5.268

8.100

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

-1.941

2.838

9.828

-4.168

-2.890

Heildartekjur ríkissjóðs námu 155 ma.kr. á fyrstu fimm mánuðum þessa árs sem er tæpum 19 ma.kr meiri innheimta en á sama tíma í fyrra, eða 13,6% aukning. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur hækkunin liðlega 11%. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust meira eða um tæp 18% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5,2% og raunaukning skatttekna og tryggingagjalda var því tæp 12%. Arðgreiðslur vegna Landsímans á þessu tímabili í fyrra skýra 42% samdrátt annarra rekstrartekna milli ára.

Skattar á tekjur og hagnað námu 56 ma.kr. og jukust um 14 ma.kr. frá síðasta ári, eða 32%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 11% og lögaðila um 76% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu) og fjármagnstekjuskattur um 43%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 15% milli ára en launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,5% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 4,7 ma.kr. sem er 25% minna en á sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 3,5 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman um 15% frá fyrra ári, meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Almennir veltuskattar hafa hækkað um rúm 17% frá fyrra ári, eða 11,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 18% sem jafngildir 12% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar en sé litið á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánaða kemur fram að hægt hefur á raunvexti tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu. Af einstökum liðum hafa vörugjöld af ökutækjum aukist mest en þau skiluðu 25% meiri tekjum en á sama tíma í fyrra.

Greidd gjöld nema 126,2 milljörðum króna og lækka um 0,4 milljarða milli ára, eða um 0,3%. Vaxtagreiðslur lækka um 7,7 milljarða, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl í fyrra. Að vöxtum undanskildum hækka heildargjöldin um 7,3 milljarða eða um 6,5%. Mestu munar um 1,9 milljarða hækkun  heilbrigðismála og 1,8 milljarða hjá almannatrygginga- og velferðarmálum. Þá hækka greiðslur til menntamála um 1,4 milljarða. Samtals vega þessir þrír málaflokkar tæplega af heildargjöldum ríkissjóðs fyrir utan vexti. Greiðslur til löggæslu hækka um 0,7 milljarða og greiðslur til menningarmála um 0,6 milljarða. Greiðslur til efnahags- og atvinnumála standa í stað milli ára.

Lántökur ársins nema aðeins 11 milljörðum króna þrátt fyrir 38,1 milljarðs afborganir lána. Mismunurinn er fjármagnaður með handbæru fé frá rekstri.

Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 milljarð króna á árinu og 1,7 milljarðar voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar–maí 2006

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

101.481

121.223

145.768

 

15,4

19,5

20,2

Skattar á tekjur og hagnað

35.893

42.189

55.847

 

17,3

17,5

32,4

Tekjuskattur einstaklinga

25.873

28.494

31.711

 

10,7

10,1

11,3

Tekjuskattur lögaðila

3.721

3.963

10.214

 

169,0

6,5

157,7

Skattur á fjármagnstekjur

6.298

9.732

13.922

 

7,5

54,5

43,1

Eignarskattar

3.942

6.276

4.740

 

15,6

59,2

-24,5

Skattar á vöru og þjónustu

49.399

58.435

68.517

 

14,1

18,3

17,3

Virðisaukaskattur

33.100

39.683

46.799

 

16,1

19,9

17,9

Vörugjöld af ökutækjum

2.297

4.017

5.009

 

44,6

74,9

24,7

Vörugjöld af bensíni

3.333

3.514

3.471

 

14,7

5,4

-1,2

Skattar á olíu

2.186

2.535

2.489

 

15,1

16,0

-1,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald

3.841

4.106

4.242

 

2,1

6,9

3,3

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

4.643

4.580

6.506

 

0,1

-1,3

42,1

Tollar og aðflutningsgjöld

1.140

1.233

1.567

 

12,0

8,1

27,1

Aðrir skattar

217

273

315

 

.

26,0

15,0

Tryggingagjöld

10.890

12.817

14.782

 

14,1

17,7

15,3

Fjárframlög

166

209

268

 

-42,5

26,0

28,3

Aðrar rekstrartekjur

7.541

15.053

8.742

 

-9,7

99,6

-41,9

Sala eigna

2

70

287

 

-

-

-

Tekjur alls

109.190

136.555

155.065

 

0,5

25,1

13,6



Gjöld ríkissjóðs janúar–maí 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

10.527

28.501

21.771

 

170,7

-23,6

Þar af vaxtagreiðslur

8.406

14.066

6.389

 

67,3

-54,6

Heilbrigðismál

17.146

32.614

34.526

 

90,2

5,9

Almannatryggingar og velferðarmál

15.084

27.193

29.011

 

80,3

6,7

Efnahags- og atvinnumál

8.535

15.366

15.329

 

80,0

-0,2

Menntamál

7.446

12.565

13.946

 

68,8

11,0

Menningar-, íþrótta- og trúmál

3.271

5.331

5.893

 

63,0

10,5

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

2.141

3.625

4.324

 

69,3

19,3

Umhverfisvernd

842

1.183

1.187

 

40,5

0,4

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

48

169

183

 

253,7

8,4

Gjöld alls

65.039

126.546

126.171

 

94,6

-0,3



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum