Hoppa yfir valmynd
2. september 2020

Opnun áritanadeildar í London og þriggja afgreiðslustaða í Bretlandi

Opnun áritanadeildar í London og þriggja afgreiðslustaða í Bretlandi - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sendiráðið í London opnaði formlega áritanadeild í gær og um leið voru opnaðir afgreiðslustaðir þjónustuaðilans VFS í London, Edinborg og Manchester.

Til stóð að hefja afgreiðslu fyrr á þessu ári, en vegna heimsfaraldursins var opnun slegið á frest. Með því að fara af stað með verkefnið í miðjum heimsfaraldri gefst sendiráðinu aukið rými til að læra á nýtt verklag og búa sig undir aukið álag sem viðbúið er að verði þegar ferðatakmörkunum verður aflétt.

Áritunardeild utanríkisráðuneytisins mun sjá um afgreiðslu umsókna sem berast sendiráðinu en utanumhald um umsóknargögn og útgáfa vegabréfsáritana fer fram í sendiráðinu sjálfu. 

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á vefsíðu VFS

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum