Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2003 Utanríkisráðuneytið

Handbók stjórnarráðsins um EES

Nr. 013

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Út er komin handbók Stjórnarráðsins um EES. Handbókinni er ætlað að vera hentugt upplýsingarit fyrir þá sem starfa með einhverjum hætti að EES-málum. Þar er m.a. lýst verklagi við upptöku gerða Evrópusambandsins í EES-samninginn og innleiðingu þeirra en frá því að samningurinn öðlaðist gildi hafa mótast ýmsar reglur, bæði lagareglur og verklagsreglur um hvernig það skuli gert. Með handbókinni er bætt úr brýnni þörf en upplýsingar sem þar er að finna hafa ekki verið aðgengilegar á einum stað áður.

Utanríkisráðuneytið gefur bókina út og er hún seld í afgreiðslu ráðuneytisins og Bóksölu stúdenta. Bókin kostar 1500 krónur.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20.02.2003



Handbók stjórnarráðsins um EES

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum