Hoppa yfir valmynd
10. september 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála til umsagnar

Drög að reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála er nú til umsagnar. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á póstfangið [email protected] til 21. september næstkomandi.

Með reglugerðadrögum þeim sem hér eru til umsagnar er innleiddur í íslenskan rétt viðauki nr. 15 við Chicago samninginn um alþjóðlegt almenningsflug ( Convention on International Civil Aviation ) en hann fjallar um upplýsingaþjónustu flugmála.
Ísland hefur verið aðili að Chicago samningnum frá árinu 1947 og hefur ákvæðum hans verið framfylgt hér á landi. Næstkomandi október er fyrirætluð allsherjar úttekt Alþjóðaflugmálastjórnarinnar (ICAO) á flugmálum á Íslandi og af því tilefni hefur verið ráðist í að innleiða með formlegum hætti viðauka við samninginn. Eru meðfylgjandi reglugerðardrög þáttur í þeirri innleiðingu.

Er uppsetning gerðarinnar með þeim hætti að reglugerðin sjálf saman stendur af nokkrum almennum ákvæðum en í viðauka við gerðina eru nánari efnisákvæði. Viðaukinn er hluti af reglugerðinni. Reglugerðin fjallar m.a. um þær kröfur sem gerðar eru til upplýsingaþjónustu flugmála, útgáfu flugmálaupplýsinga (AIP), útgáfu NOTAM, fyrirvaradreifingu (AIRAC) útgáfu upplýsingabréfa flugmála (AIC) o.s.frv.

Setning reglugerðar þessara felur ekki í efnislega breytingu á þeim kröfum sem gerðar eru til upplýsingaþjónustu flugmála enda hefur ákvæðum viðauka 15 við Chicago samninginn almennt verið framfylgt hér á landi.

Sérstaklega skal tekið fram að vegna tímaskorts til frágangs og útgáfu reglugerðarinnar verður ekki veitt framlenging á ofangreindum fresti til að skila umsögn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira