Hoppa yfir valmynd
25. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Rafræn sjúkraskrá - samvirkni upplýsinga og öryggi sjúklinga

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan í upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu á Íslandi verður haldin dagana 2. til 4. júní n.k., en þar gefst tækifæri til að kynnast því sem efst er á baugi í málefnum rafrænnar sjúkraskrár og samvirkni heilbrigðisgagna.

Efni ráðstefnunnar er aukin rafræn samskipti í heilbrigðiskerfinu bæði innan lands og milli landa. Þar verður lögð áhersla á að kynna hina ýmsu þætti sem hafa áhrif, fjallað um samtengingu heilbrigðisgagna og þýðinguna sem það hefur á öryggi sjúklinga.

Rætt verður um samvirkni og sendingar heilbrigðisgagna milli staða, samræmingu í notkun rafrænna sjúkraskrárkerfa, rekjanleika upplýsinga, notkun staðla, öryggi sjúklinga og atriði sem snerta aukinn aðgang einstaklinga að sjúkraskrám.

Í tengslum við ráðstefnuna verður sameiginlegur vinnufundur alþjóðlegra staðlasamtaka (HL7 og GS1) meðal annars um rekjanleika heilbrigðisupplýsinga. Einnig verður kynning á Evrópuverkefnum um samvirkni upplýsinga.

Ráðstefnan er ætluð fólki úr heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni, háskóla- og vísindasamfélaginu, hugbúnaðargeiranum og úr atvinnulífinu.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á vef skýrslutæknifélagsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum