Hoppa yfir valmynd
9. mars 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Til umsagnar: Tvö lagafrumvörp á sviði ferðamála

Norden.org - Yadid Levy - mynd

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að tveimur lagafrumvörpum á sviði ferðamála. Drögin hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda við almenning og er unnt að senda umsagnir um drögin til 16. mars nk.

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun laga um skipan ferðamála, nr. 73/2005, og munu þau lög falla úr gildi verði frumvarpið að lögum. Frumvarpið felur í sér skýrari afmörkum á verkefnum Ferðamálastofu, breytt hlutverk ferðamálaráðs, breyttar skilgreiningar sem tengjast innleiðingu á tilskipun um pakkaferðir, kröfur til ferðaþjónustuaðila um öryggisáætlanir og skilvirkari þvingunarúrræði Ferðamálastofu.

Drög að frumvarpi til laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun (ESB) 2015/2302 og brottfall laga um alferðir, nr. 80/1994. Í tilskipuninni eru nokkur nýmæli og er gildissvið hennar rýmra en eldri tilskipunar sem hefur í för með sér að fleiri ferðir falla undir gildissvið hennar og þar með munu fleiri ferðamenn njóta þeirra réttinda sem þar er kveðið á um. 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira