Hoppa yfir valmynd
18. september 2015 Utanríkisráðuneytið

Landgræðsluskóli HSÞ útskrifar 13 sérfræðinga 

Útskriftarhópur Landgræðsluskóla HSÞ
Útskriftarhópur Landgræðsluskóla HSÞ

Í gær útskrifuðust 13 sérfræðingar úr sex mánaða þjálfun við Landgræðsluskóla HSÞ, sjö konur og sex karlar. Nemendurnir að þessu sinni komu frá Gana, Eþíópíu, Malaví, Namibíu, Úganda, Mongólíu og Kirgistan, en frá upphafi starfseminnar (2007) hafa 76 nemendur útskrifast úr skólanum.

Við útskriftina hélt Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, ávarp, þar sem hann áréttaði mikilvægi sjálfbærrar nýtingu lands og baráttunnar gegn landeyðingu. Lýsti hann m.a. yfir ánægju með ný markmið SÞ um sjálfbæra þróun sem samþykkt verða á leiðtogafundi í New York 25.-27. september n.k., en eitt markmiðið snýr sérstaklega að sjálfbærri nýtingu lands, endurheimt landgæða og baráttunni gegn landhnignun. Í ávarpinu greindi hann frá starfi stjórnvalda þar að lútandi, en á vettvangi SÞ hefur Ísland verið ötull málsvari málefnisins með stuðningi Landgæðrsluskólans.

Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Auk Landgræðsluskólans er það Jarðhitaskóli HSÞ, Sjávarútvegsskóli HSÞ og Jafnréttisskóli HSÞ. Skólarnir fjórir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.

Ávarp Stefáns Hauks

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum