Hoppa yfir valmynd
23. maí 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum

Fjallað er um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum og umsýslu með þessum málaflokki í nýrri skýrslu sem danska greiningarfyrirtækið KORA tók saman fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf þjóðanna í lyfjamálum.

Í formála skýrslunnar segir að Norðurlöndin standi frammi fyrir fjölda áskorana í lyfjamálum sem tengjast meðal annars  mismunandi stærð landana, efnahagsstöðu og skipulagi heilbrigðisþjónustu . Löndin eiga það sammerkt að leita leiða til að ná tökum á lyfjakostnaði um leið og þau reyna að tryggja sjúklingum eins góðan aðgang að nauðsynlegum lyfjum og mögulegt er.  

Innleiðing nýrra og mjög kostnaðarsamra lyfja er ein helsta áskorunin sem þjóðirnar standa frammi fyrir, þar sem reynir á fjárlagagerð, fyrirkomulag verðlagningar, innkaup og útboð lyfja. Ný lyf geta verið umtalsvert betri og öflugri en eldri lyf en verið jafnframt margfalt dýrari. Við ákvörðun um innleiðingu nýrra lyfja standa þjóðirnar frammi fyrir því að finna út og forgangsraða í hvaða tilfellum ábati vegna nýrrar lyfjameðferðar er læknisfræðilega og kostnaðarlega réttlætanlegur og innan fjárheimilda á hverjum tíma.

Önnur áskorun tengist aðgengi að ódýrum samheitalyfjum og skynsamlegri lyfjanotkun.

Í skýrslunni er umsýsla lyfja borin saman á Norðurlöndum í tengslum við þessar tvær helstu áskoranir.

Úttekt KORA sýnir að:

  • Noregur og Svíþjóð eru komin lengst í að þróa verklag til að takast á við áskoranir vegna innleiðingar nýrra og dýrra lyfja. Þetta er gert með forgangsröðun sem byggir á kostnaðar- og ábatagreiningu. Kostnaðarhagkvæmni er metin með tilliti til viðmiðunarmarka fyrir hversu mikið samfélagið er tilbúið að borga fyrir einstaka meðferð. Með þeim hætti hefur Noregi og Svíþjóð tekist að bæta samningsstöðu sína gagnvart verðumsóknum lyfjafyrirtækja.
  • Danmörk (og óbeint Grænland, sem almennt fylgir Danmörku í lyfjamálum og kaupir lyf gegnum Danmörku) er undir það búin að taka upp svipuð vinnubrögð og Noregur og Svíþjóð þ.e. með því að beita hagfræðilegri greiningu við innleiðingu á nýjum og dýrum lyfjum.
    Fjallað er um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum og umsýslu með þessum málaflokki í nýrri skýrslu sem danska greiningarfyrirtækið KORA tók saman fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf þjóðanna í lyfjamálum.
  • Á Íslandi og Finnlandi eru þessi mál í athugun en engar ákvarðanir verið teknar.
  • Ljóst er að stærð landanna og stjórnsýslugeta hefur áhrif á möguleika þeirra til að nýta kostnaðar- og ábatagreiningu við innleiðingu nýrra lyfja.

Meiri hluti þeirra lyfja sem Norðurlandaþjóðirnar nota eru ódýrari samheitalyf, líftæknihliðstæður (biosimilars) og ódýrari lyf með sambærilega verkun (analog-lyf). Valkostir eru fleiri þegar slík lyf eiga í hlut en á við um ný og dýr lyf og það gefur aukin tækifæri á sviði samkeppni og hagkvæmari innkaupa. Hér koma aftur á móti upp spurningar um hvernig ákveða skuli hvaða lyf geti talist „jafngild“ og með „sambærileg“ áhrif og hvernig nýta megi samkeppnismöguleikana til að fá hagstæðara lyfjaverð

Greining KORA sýnir eftirfarandi:

  • Öll löndin nýta sér ofangreinda samkeppnismöguleika til að ná niður lyfjakostnaði en þó í mismiklum mæli.
    Mismunandi reglur gilda í löndunum um samheitalyf og samhliða innflutt lyf. Munur á reglum milli landanna er enn meiri vegna lyfja með sambærileg áhrif eða svo kölluð analog-lyf. Munurinn kemur fram í ólíkum viðhorfum til þess hvaða áhrif teljast sambærileg og í hvaða mæli þau viðhorf takmarka val á lyfjum.
  • Skýrsla KORA  er byggð á birtum gögnum og viðtölum við lykilpersónur í stjórnsýslu lyfjamála í löndunum. Hér á landi var rætt við fulltrúa velferðarráðuneytisins, Lyfjagreiðslunefndar, Lyfjastofnunar, Landspítalans og Sjúkratrygginga Íslands.

    Kortlægning af lægemiddelområadet i de nordiske land

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum