Hoppa yfir valmynd
26. október 2012 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 24. október um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2013:

Almenn jöfnunaframlög til reksturs grunnskóla

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla nemi allt að 5.442 m.kr. á árinu 2013, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 351/2002 með síðari breytingum. Þar af eru 60 m.kr. vegna áætlaðs uppgjörs framlaga ársins 2011.

Áætlun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Áætlun um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002, mun verða birt á mánudag.

Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um úthlutun framlaga vegna sérstakrar íslenskukennslu nýrra Íslendinga, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 351/2002,  nemi samtals 167,1 m.kr.

Útgjaldajöfnunarframlög

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga  sjóðsins, sbr.  13. gr. reglugerðar, nr. 960/2010 nemi 5.100 m.kr.  

Til úthlutunar nú koma  4.925 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna að fjárhæð 175 m.kr. koma til úthlutunar í desember 2013 á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur úr dreifbýli.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember 2013.


Áætluð framlög vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum

Áætlanir sveitarfélaga um heildargreiðslur almennra húasleigubóta á árinu 2013 nema 3.649,4 m.kr. Um óverulega breytingu á heildargreiðslum húsaleigubóta er að ræða á milli ára sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2012.

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum nemi 53,0% á árinu 2013.

Áætlanir sveitarfélaga um greiðslur á sérstökum húsaleigubótum á árinu 2013 nema samtals  um 1.178,3 m.kr. Sé tekið mið af áætlunum sveitarfélaga um greiðslur á árinu 2012 er um 7,6% hækkun á greiðslum bótanna að ræða á milli ára..

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs vegna greiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum nemi 60% á árinu 2012, sbr. samkomulag ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur er tók gildi 1. apríl 2008.

Áætlanir um úthlutanir   framlaga munu verða teknar til endurskoðunar í ársbyrjun 2013, þegar fyrir liggja upplýsingar um fjárlög ársins 2013, endanlegur álagningarstofn útsvars fyrir árið 2011 og íbúafjöldatölur í sveitarfélögum 1. janúar 2013.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum