Hoppa yfir valmynd
31. október 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Hreyfing fyrir alla - tilraunaverkefni

Árið 2007 munu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Lýðheilsustöð og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands standa fyrir tilraunaverkefninu Hreyfing fyrir alla í samstarfi við viðeigandi aðila á tilteknum svæðum.

Markmið verkefnisins er að fjölga tilboðum á skipulagðri hreyfingu fyrir fullorðna og eldra fólk. Ætlunin er að höfa til mismunandi hópa sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Hugmyndin er að styrkja starf þjálfara sem hefðu það meginhlutverk að sinna áðurnefndum hópum.

Hér með er óskað eftir umsóknum frá áhugasömum sveitarfélögum og/eða íþróttabandalögum, héraðssamböndum/-félögum um þátttöku í verkefninu.

Eftirfarandi viðmið verða höfð að leiðarljósi við val á tilraunasvæðum:

  • Sveitarfélag er tilbúið að taka þátt í kostnaði vegna þjálfara og aðstöðu.
  • Sveitarfélag, heilsugæsla og íþróttahreyfingin á viðkomandi svæði eru tilbúin til að starfa saman að framgangi verkefnisins ásamt fleiri hagsmunaaðilum eftir því sem við á).
  • Fram komi raunhæfar hugmyndir um fyrirkomulag verkefnisins á viðkomandi svæði, s.s. hvaða þjónustu væri æskilegt að bjóða upp á og fyrir hverja, aðgengi að mannvirkjum og hugmyndir um hvernig hentugt væri að ná til markhópa.


Afar miklvægt er að verkefnið sé viðbót við þá þjónustu sem þegar er í boði á svæðinu en skerði hana ekki.

Umsóknarfrestur er nú til og með 7. nóvember 2006.

Umsóknir skulu berast:

                       Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti,
                        b.t. Unu Maríu Óskarsdóttur,
                       
 Vegmúla 3, 
                       150 Reykjavík

Nánari upplýsingar veita:

Gígja Gunnasdóttir,verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, ([email protected], sími 580 0900) Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá ÍSÍ, ([email protected], sími 514 4000).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum