Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2019 Innviðaráðuneytið

Póst- og fjarskiptastofnun falið að útnefna alþjónustuveitanda í pósti

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofnun að útnefna alþjónustuveitanda í pósti frá og með 1. janúar nk. til að tryggja alþjónusta í pósti, sbr. bréf til stofnunarinnar sem birt er með þessari frétt. 

Ný lög um póstþjónustu, nr. 98/2019, munu taka gildi 1. janúar nk. og mun þá einkaréttur ríkisins á bréfum undir 50 g falla niður. Ríkinu ber skylda til að tryggja alþjónustu í pósti í landinu og stóð til að gera þjónustusamning til bráðabirgða við núverandi alþjónustuveitanda til að tryggja þjónustu. 

Ráðuneytið hefur átt samtal við núverandi alþjónustuveitanda frá því að lögin voru samþykkt. Í þessum samtölum hafa aðilar metið stöðuna og fjallað um ýmsa óvissuþætti, s.s. umfangsmiklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir sem ekki sér fyrir endann á.

Með vísan til allra aðstæðna á póstmarkaði telur ráðuneytið sér ekki fært að gera þjónustusamning fyrir gildistöku nýrra laga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum