Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að skýrslu starfshóps um skattlagningu ökutækja og eldsneytis birt á samráðsgátt

Hinn 5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Nánari upplýsingar um starfshópinn og verkefni hans má finna á vefsíðu stjórnarráðsins. Starfshópurinn hefur átt fundi með nokkrum fjölda haghafa ásamt því sem honum bárust ýmsar upplýsingar og ábendingar eftir að þeirra hafði verið leitað.

Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir á nýrri samráðsgátt stjórnvalda. Ráðuneytið skorar á þau sem áhuga hafa að kynna sér skýrsludrögin og senda starfshópnum athugasemdir og ábendingar í gegnum samráðsgáttina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira