Hoppa yfir valmynd
18. desember 2018

Sigríður Huld Ingvarsdóttir með sýningu í Uppsala

Sendiherra Íslands var viðstödd opnun sýningar Sigríðar Huldar Ingvarsdóttur, Kontemplationer kring ursprung, um helgina.

Sigríður Huld flutti til Svíþjóðar árið 2012 til að nema við The Swedish Academy of Realistic Art. Síðustu ár hefur hún svo unnið að list sinni í Uppsala og tekið þátt í fjölda sýninga, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Sýningin fer fram í Galleri Uppsala, Svartbäcksgatan 21, og er opin daglega, frá klukkan 11 til 18, fram til 20. desember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum