Hoppa yfir valmynd
17. maí 2002 Innviðaráðuneytið

Tvöföldun Reykjanesbrautar

Í sumar mun Vegagerðin bjóða út fyrsta áfanga breikkunar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Með þessu er hafin tvöföldun brautarinnar, þannig að ný akbraut verður lögð sunnan við þá sem fyrir er.

Þessi áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar nær frá Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandarheiði og er um 8 km að lengd. Auk þess verða lagðir um 5 km af hliðarvegum auk tilheyrandi tenginga við Reykjanesbraut. (Hliðarvegirnir eru Vatnsleysustrandarvegur, Höskuldarvallavegur og útivistarstígur í Hvassahrauni)

Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegi á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast.

Vegfláar og umhverfi Reykjanesbrautar er hannað með tilliti til aukins umferðaröryggis, og verða vegfláar núverandi vegar einnig lagaðir og gerðir meira aflíðandi.

Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 900 mkr. og áætluð verklok eru sumarið 2004.

Helstu magntölur eru:
- Fylling og burðarlag um 260.000 m³
- Malbik um 77.000 m²

Blaðamannafundur vegna þessa máls er haldinn í Keflavík, í samstarfi við áhugamannahóp heimamanna undir forystu Steinþórs Jónssonar, til að undirstrika gott samstarf ráðuneytis og Reyknesinga um framgang tvöföldunar Reykjanesbrautar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum