Hoppa yfir valmynd
8. maí 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Tekur þátt í fundi samgönguráðherra Evrópuríkja

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra situr nú fund samgönguráðherra Evrópuríkja sem fram fer í Aþenu í Grikklandi. Með ráðherra í för er Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Innanríkisráðherra á fundi samgönguráðherra Evrópuríkja í Aþenu.
Innanríkisráðherra á fundi samgönguráðherra Evrópuríkja í Aþenu.

Meðal umræðuefna á ráðherrafundinum eru umferðaröryggismál, framkvæmdir í samgöngumálum og þau tækifæri sem felast í samstarfi opinberra aðila og einkaaðila til að auka fjárfestingar og öryggi í samgöngum.

Samgönguráðherrar Evrópuríkja funda nú í Aþenu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira