Hoppa yfir valmynd
30. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Stríðsátök hamla þróunarsamstarfi

Ráðherrafundur EcoSoc
Ráðherrafundur EcoSoc

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti í dag, miðvikudaginn 30. júní, ræðu á ráðherrafundi Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC), en aðalfundur ráðsins hófst 28. þ.m. í New York. Þema fundarins er "Fjármögnun aðgerða og sköpun aðstæðna til að útrýma fátækt í takt við áætlun um aðgerðir fyrir minnst þróuðu ríkin, frá 2001-2010." (Resource mobilization and enabling environtment for poverty eradication in the context of the implementation of the Programme of Action for the Least Developed Countries for the Decade 2001-2010).

Fastafulltrúi taldi að enn væri mikið verk óunnið við að ná þeim markmiðum SÞ að draga úr fátækt í heiminum. Stríðsátök séu enn einn helsti þrándur í götu þess. Þróun verði ekki án friðar, og án hans fari lítið fyrir árangri af þróunarsamvinnu. Alþjóðasamfélagið verði að vinna sameiginlega að því að rjúfa þann vítahring, sem stríðsátök valda í þróunarríkjum, svo auka megi hagvöxt.

Þá sagði fastafulltrúi að aðgerðir til að tryggja frið að loknum átökum þyrftu að vera raunhæfar, vel skilgreindar og samræmdar. Samstarf SÞ og annarra alþjóðastofnana, t.d. Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væri mikilvægur liður í því. Hann vakti athygli á framlagi Íslands til friðargæslu og til þróunaraðstoðar og greindi frá því að framlag Íslands til þróunarmála myndi nær þrefaldast á næstu árum.

Ræðan á ensku.

Ráðherrafundur EcoSoc
Ráðherrafundur EcoSoc

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum